Eyjablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Reynslu sjómanna má ekki hundsa Nú um þessar mundir er mikið rætt um stefnuna í sjávar- útvegi og þá einkum m.t.t. minnkandi afla. Fyrir liggur að á næstunni verður tekið upp svonefnt kvótakerfi í sjávar- útvegi og hefur sú ákvörðun mælst misjafnlega fyrir. Af þessu tilefni snéri Eyjablaðið sér til Elíasar Björnssonar for- manns Sjómannafélagsins Jötuns og ræddi við hann um þessi mál og önnur sem tengjast sjómönnum á einn eða annan hátt. — Hvernig leggst nýtt ár í sjómenn? — Eg held að sjómenn séu nokkuð uggandi um sinn hag vegna þess að afli fer minnk- andi og kjörin versnandi um leið. Þá viðgengst ýmislegt sem sjómenn eru afar óánægðir með og má í því sambandi nefna skiptiprósentuna. Skipti- prósentan á skipum sem eru með 14 manna áhöfn á að vera 29% en er í raun mun lægri vegna þess að nú er unnt að greiða framhjá skiptum til útgerðarinnar. Þetta fyrir- komulag skerðir laun sjómanna all verulega eins og hver maður getur séð. Á því ári sem nú er rétt hafið verða sjómenn m.a. að einbeita sér við að Ieiðrétta þetta ranglæti. — Menn hafa haldið því fram að þetta fyrirkomulag sé til komið vegna erfiðrar stöðu út- gerðarinnar. Hvað viltu segja um það? — Víst eru margir útgerðar- menn illa staddir og kemur þar margt til. í því sambandi má nefna olíuverðshækkanir á undanförnum árum og ranga fjárfestingarstefnu hjá sjávar- útvegsráðherrum okkar nokkur undanfarin ár. Til dæmis hefur það tíðkast í sjávarútvegsráðuneytinu að menn hafa pantað sér togara eftir pólitískum leiðum án þess að geta lagt fram rekstrar- grundvöli sem nokkurt vit er í. Ég vil á hinn bóginn fullyrða að vandi útgerðarinnar stafar ekki af of háum launum sjó- manna eins og oft heyrist því lágmarkslaun háseta í dag eru rétt liðlega 16.000 kr. á mánuði. Það er því ekki mál sjómanna eingöngu að leysa vanda útgerðarinnar eins og stjórnvöld vilja meina. Elías Björnsson — Nú er mikið rætt um fisk- veiðistefnu og svokallað kvóta- kerfi. Hvað finnst sjómönnum um þessi mál? — Ég held að sjómenn séu búnir að sætta sig við kvóta á þorskveiðar. Hitt er óljóst hvernig menn taka þessum nýju hugmyndum sjávarútvegs- ráðherra og hans nánustu varðandi kvóta á allar veiðar. Annars eru þessi kvótamál óljós fyrir sjómenn þar sem þeir hafa ekkert fengið að fylgjast með þrátt fyrir það að þeir eigi sinn fulltrúa í svokallaðri kvótanefnd. Þar eru allir nefndarmenn bundnir þagnar- eiði yfir því sem gerist. Sem formaður Sjómannafélagsins hef ég reyndar séð höfuðplagg nefndarinnar þar sem fram koma tvær hugmyndir um kvótakerfið. Þar kemur ýmis- legt fram sem ég óttast mjög. í því sambandi má nefna að svo virðist sem unnt eigi að vera að versla með veiöileyfi og full- nægir sú aðferð greinilega markaðshyggjuhugmyndum ýmissra aðila í þjóðfélaginu. Þá kemur skýrt fram í plagginu að auðlindir hafsins eru ekki taldar eign allra íslendinga og allra síst sjómanna því þeirra er hvergi getið í þessu sambandi. Hins vegar er gengið út frá því að útgerðin eigi miðin og auð- lindir þeirra. — Hefur Sjómannafélagið Jötunn lagt eitthvað fram um stefnuna í fiskveiðum? — Á undanförnum árum hefur Jötunn margsinnis reynt að hafa áhrif á stefnuna og lagt fram tillögur þar að lútandi. Fyrir áramót sömdum við til- lögur um þorskveiðar fyrir árið 1984 og voru þær lagðar fram í nefnd hjá Sjómannasam- bandinu sem þá fjallaði um fiskveiðistefnuna. Þessar til- lögur fóru, reyndar nokkuð breyttar, til kvótanefndarinnar en þar höfnuðu þær einfaldlega í ruslakörfunni. Ég harma þessa útreið á okkar tillögum því þær voru skynsamlegar og raunhæfar. Til dæmis að nefna lögðum við til að leyfilegur há- marksafli á þorski yrði 240 þúsund tonn 1984 og skiptist sá afli til helminga á milli báta og togara. Þá lögðum við til að veiðunum yrði skipt niður á tímabil til þess að unnt yrði að hafa betri stjórn á þeim. Einnig 2. deild karla Þór-ÍR 26-20 (14-8) S.l. föstudag fengu Þórarar ÍR í heimsókn. Það var strax ljóst í upphafi leiksins að ÍR- ingar áttu á brattann að sækja, en þeir eru í fallbaráttu 2. deildar. Það er best að hafa sem fæst orð um þennan leik. Yfir- burðir Þórara miklir á öllum sviðum, en undir lok leiksins réð kæruleysið ríkjum hjá þeim. Besti maður Þórara var Ragnar Hilmarsson. Skoraði mörg falleg mörk og spilaði samherja sína oft mjög fallega uppi. Atli Þorvaldsson var yfir- burðamaður í liði ÍR, skoraði 12 af 20 mörkum þeirra. Mörk Þór: Gvlfi 8, Ragnaró, Þorbergur 4, Oskar 3. Þór 3, Karl 2 og Sigbjörn 1. 2. deild kvenna * IBV-Þór Akureyri 14-24 (6-13) Strax á eftir leik Þórs og ÍR áttust við toppliðin í 2. deild kvenna, ÍBV og Þór Akurevri. Eitthvað slen var yfir Eyja- stúlkunum í þessum leik. Ekkert gekk upp og áhuginn í lágmarki. Þótt ótrúlegt megi virðast átti Sóley markvörður einnan bestan leik í Iiði ÍBV. Varði m.a. 2 víti. Lokatölur 24-14 fyrir Þórsurum. Mörk ÍBV: Ragna 4, Eyrún 4, Hafdís H. 3, Rakel 2 og Unnur 1. 3. deild karla Þór Ak.-Týr 18-18 Ögri-Týr 6-36 Týr gerði ágætisferð upp á fastalandið s.l. helgi. Fyrst skruppu þeir til Akureyrar og kepptu við Þórsara. Leikurinn var gífurlega spennandi en ekki að sama skapi vel leikinn. Þórs- arar höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum, en Týrarar voru ávallt skammt undan. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka höföu Þórsarar tveggja marka forystu, en með gömlu Týs- seiglunni tókst þeim að jafna metin í 18-18 og urðu það loka- tölur leiksins. Sigurlás þjálfari var yfirburðamaður í liði Týs, en annars réð meðalmennskan ríkjum hjá þeim. Lási var að venju markahæstur með 7 mörk. lögðum við til að kvótinn yrði endurskoðaður reglulega miðað við aðstæður og að úti- vistartími togara yrði styttur til að bæta gæði aflans. I tillög- unum var síðan að finna hug- myndir um eftirlit með smá- fiskadrápi og margt annað sem byggir á reynslu sjómannanna sjálfra sem tillögurnar sömdu. Það er því grátlegt til þess að vita hver örlög okkar tillagna urðu, ekki síst vegna þess að sjó- menn sem hljóta reynslu sinnar vegna að vera hæfir til þess að leggja fram raunhæfar tillögur um mörkun stefnunnar í fisk- Á laugardaginn var svo farið til Reykjavíkur og spilað við Ögra en með því liði leika eingöngu heyrnleysingjar. Nú, það var aðeins spurning hve sigur Týs yrði stór. Þegar upp var staðið voru það 30 mörk (36-6). Þorsteinn, Hlvnur og Kári voru atkvæðamestir að þessu sinni fyrir Tý. Týrarar eru sem fyrr efstir í 3. deild. Hafa aðeins tapað tveimur stigum og eru einnig tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, sem er Ármann. Týr verður nú fyrir mikilli blóðtöku þar sem þjálfari þeirra og besti leikmaður, Sigurlás Þorleifsson, fer utan til að reyna fyrir sér í atvinnu- knattspyrnunni í Svíþjóð. Verður fróðlegt að sjá hvernig Týrarar spjara sig án hans. Næstu leikir Bæði karlaliðin fá ágætisfrí. Týrarar eiga næst Ieik 3. febrúar hér heima gegn Skalla- grími. Þórarar leika einnig 3. febrúar gegn Fram, sem er í 2. sæti, og strax daginn eftir gegn Fylki. Báðir leikirnir fara fram í Reykjavík. Tipp Vegna óviðráðanlegra or- saka sem ekki verða raktar hér, birtist spákeppnin ekki í síðasta blaði. Birtist því hér umferðin sem spiluð var 17. desember. Rétt úrslit leikjanna eru svo í sviga fyrir neðan spána. Sigurjón Aðalsteinsson spáði: Ársenal-Watford 1 (1) Páll Hallgrímsson spáði: Aston Villa-Ipswich 2 œ Hafsteinn Gunnarsson spáði: Norwich-Coventry 1 (X) Snorri Rútsson spáði: Nott. Forest-West Ham 1 (1) Jón Freyr Snorrason spáði: Q.P.R.-Everton X (1) Kári Vigfússon spáði: Wolves-Stoke 2 (X) Guðni Valtýsson spáði: Brighton-Newcastle 2 (2) Hörður Öskarsson spáði: Cambridge-Man. City 2 (X) veiðimálum. Þegar stjórn og trúnaðarmannaráð Jötuns sá að kvótatillögur sjávarútvegs- ráðherra gengu þvert á okkar hugmyndir var ekki um annað að ræða en að mótmæla þeim og hefur það þegar verið gert. Það er grundvallarkrafa þegar marka á stefnu sem þá sem nú er um rætt að haft sé samráð við sjómenn og tillit tekið til þeirra því reynsla þeirra hlýtur að vega þungt þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir í þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Viðtal: R.Ó. Hörður Þórðarson (2) spáði: Carlisle-Barnsley 1 , (!) Sigbjörn Óskarsson (4) spáði: Derby-Shrewsbury 1 (1) Tómas Jóhannesson spáði: Huddersfield-M’boro 1 (X) Gunnar Þorsteinsson spáði: Swansea-Portsmouth 2 (2) Eins og sést komust 6 áfram sem jafnar besta árangurinn. Sigbjörn er farinn að sauma all ískyggilega í Gylfa og Jón Óla, en þeir voru fimm sinnum með. Guðni Valtýsson (2) spáir: Arsenal-Notts County 1 ,,The Gunners eru komnir á skrið”. Sigbjörn Óskarsson (4) spáir: Everton-Tottenham 2 Með Hoddle í ham eru Spurs illviðráðanlegir. Agnar Guðnason spáir: Leicester-Coventry 2 Coventry eru einfaldlega betra liðið. Arnar Jónsson spáir: Man. Utd.-Southampton 1 Ég hugsa að Utd. vinni því ég átti einu sinni bol með þeim. Sveinn Tómasson spáir: Nott. Forest-Norwich 1 Skógarmennirnir eru sterkir heima. Snorri Rútsson (2) spáir: Sunderland-Q.P.R. X Staðan á töflunni gefur það til kynna að jafntefli séu lík- legustu úrslitin. Þórir Ólafsson spáir: Watford-Stoke 1 Watford eru óstöðvandi um þessar mundir. Sigurjón Aðalsteinsson (2) spáir: Wolves-Luton 2 Luton hafa gaman af því að spila á útivelli. Gunnólfur Lárusson spáir: Blackburn-Man. City 2 City verða að vinna til að halda sér í toppbaráttunni. Gunnar Þorsteinsson (2) spáir: Chelsea-Sheff. Wed. 1 Strákarnir hans Hollins verða að vinna ef þeir ætla sér í 1. deild á þessu keppnistíma- bili. Erlendur Bogason spáir: C. Palace-Newcastle 2 Keegan sér um sína. Hörður Þórðarson (3) spáir: Oldham-Derby X ,,No comment”. —ÞoGu. Næsta blað undirbúið. —Ljósm.: EYJABLAÐIÐ

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.