Eyjablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 1
EYJABLADIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum 1. tölublað Vestmannaeyjum, 19. janúar 1984 44. árgangur Dálítil upplýsing um „Kvótafrumvarpið" LÖGIN FRÁ 1976 í þinglok vorið 1976 voru samþykkt Iög um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands. í þeim voru fólgnar miklar breytingar á áður gildandi lögum, og höfðu þær lagabreytingar langan aðdraganda með miklu og víðtæku starfi sérstakrar fiskveiðilaganefndar, sem í var bætt 7 þingmönnum til að vinna að gerð frumvarpsins. Frum- varpið var ekki stjórnarfrum- varp en var flutt af sex þing- mönnum úr neðri deild þings- ins og var sá er hér ritar einn flutningsmanna. Frumvarp að þeim lögum kom seint fram og var afgreitt sem lög á síðasta degi þingsins í maílok. Frumvarpið var sam- þykkt samhljóða með miklum fjölda atkvæða í báðum deildum af þingmönnum allra flokka, þrátt fyrir að einum ráðherra (M. Bj.) væri falið „allt vald" til að beita þeim heimildum, sem fólgnar voru í stjórnargreinum Iaganna. Fékk frumvarpið greiðan gang gegn- um báðar deildir þingsins og engum datt málþóf í hug, enda hvorki stjómmálafræðingur né líffræðingur sitjandi þing um þær mundir. FRAMKVÆMD LAGANNA Eftir þessum lögum hefur síðan verið farið og litlar breyt- ingar verið gerðar á þeim, er óþarft að tína þær til. Sam- kvæmt þeim hefur ráðherra (raunar fjórir svoleiðis) t.d. skipt veiðisvæðunum milli veiðarfæra, bannað ákveðin veiðarfæri á tilteknum svæðum, spornað við seiða og smáfiska- drápi með veiðibönnum, aug- lýst ný friðunarsvæði og breytt öðrum, sett eftirlitsmenn um borð í veiðiskip og beitt skyndi- lokunum, sem menn þekkja. Samkvæmt þessum lögum hefur ráðherra einnig breytt möskvastærð í trolli, gert ýmsar veiðar háðar leyfum, svo sem á rækju, humri, síld, loðnu og þorskanet o.fl. Ráðherra hefur einnig sett alls konar kvóta á ýmsarveiðar, bæði heildarkvóta og kvóta á skip, þess vegna er furðulegt, að fjölmiðlar skuli kalla frum- varp það sem samþykkt var nú í des. s.l. „Kvótafrumvarp", því kvótasetning er síður en svo einhver nýjung í þessu frum- varpi, aldeilis ekki. Allir, sem eitthvað þekkja til vita, að heildarkvóti hefur verið á rækjunni, kola í FIó- anum, humri, reknetum, síldar- nót, þar er raunar um kvóta á hvert skip einnig að tefla. Heildarkvóti og kvóti á skip með sérstökum hætti á loðnu- veiðum og síðast en ekki síst hefur verið settur kvóti á skip á þorskveiðum, þar sem um er að ræða þorskskammtinn fyrir loðnuveiðiskipin. Svona mætti auðvitað lengur telja, en hvað segir þá þessi upptalning? Hún segir það einfaldlega, að í áður gildandi lögum hlýtur að hafa verið heimilt að setja alla þessa kvóta, bæði heildarkvóta og kvóta á skip. Nú hafa margar veiðar verið bundnar leyfum samkvæmt eldri lögum, en þar hafa tog- veiðar verið undanskildar. Ymsir lögfræðingar, m.a. í ráðuneytinu, hafa óttast að heimildir í eldri lögunum hafi ekki verið nægilega skýrar til að leyfisbinda þær veiðar eða setja þar kvóta á skip, þrátt fyrir t.d. kvótasetningu á þorskveiðar loðnuskipanna. Með þessum nýju lögum, er í rauninni verið að setja inn heimildir til að taka af öll tví- mæli í þeim efnum. í raun og veru er þess vegna ekki, alls ekki verið að gera neinar stór- breytingar, heldur að tryggja það svo óyggjandi sé, að til þessarar kvótasetningar megi grípa, ef þurfa þykir og um semst, eins og ástandið er nú í þorskveiðunum, sem er auð- vitað aldeilis hrikalegt, miðað við veiðar úr þorskstofninum á undanförnum árum. Það munar um minna en að þurfa að draga saman veiðar á þorski úr 470 þúsund tonnum árið '81 í 220 þúsund tonn á þessu ári. AFGREIÐSLA MÁLSINS Öll hagsmunasamtök í land- inu tengd sjávarútvegi sam- þykktu að þessar breytingar á stjórnunargreinum laganna næðu fram að ganga, nema ein, en það voru eigendur stóru togaranna FÍB. Þeir hags- munaaðilar, sem voru hlynntir þessum breytingum voru: Verkam.samb. íslands, Sjó- mannasamb. íslands, Farm. og fiskim.samb. íslands, Lands- samb. ísl. útvegsm. og SH, SÍS, SÍF og fleiri, sem sagt fulltrúar næstum allra þeirra sem sjávar- útveg og fiskvinnslu stunda. Þeir fáu þingmenn, sem lögðust gegn frumvarpinu gerðu það á þeim forsendum aðallega, að með samþykkt þess fengi ráðherra einræðis- vald, en sannleikurinn er auð- vitað sá, að allt vald sem hingað Framhald á 2. síðu Hvað skyldi kvótinn færa Eyjaflotanum Ljósm.: Eyjablaðið Auknar útsvarsálögur Á síðasta fundi bæjar- stjórnar 12. janúar s.l., lá fyrir tillaga frá meirihluta Sjálfstæðisflokksins varð- andi útsvarsprósentu fyrir árið 1984. Hljóðaði hún upp á 11%, eða hæsta hlut- fall sem félagsmálaráðherra hefur gefið út að hann muni leyfa. Ef miðað er við 11,55% útsvar eins og verið hefur á undanförnum árum, hefði í kringum 9,5% nægt núna með óbreyttri skatta- byrði. Er því þarna um að ræða stórauknar álögur á bæjarbúa, og ekkert tillit tekið til þriðjungs skerð- ingar á Iaunum fólks. Meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins skellti skollaeyrum við varnaðarorðum opinberra aðila um að sveitastjórnir stilli í hóf álögum sínum við þær aðstæður sem nú eru ríkjandi í landinu. Við afgreiðslu þessa máls á fundinum, greiddum við minnihlutafulltrúar atkvæði gegn þessu og fluttum eftir- farandi bókun: „Um áraraðir hefur raunin verið sú að útsvör hafa hækkað milli ára með vaxandi verðbólgu. Verð- bætur á laun hafa þó að mestu tryggt að raunveruleg skattbyrði ykist ekki af þeim sökum. Að þessu sinni hafa forsendur breyst svo um munar. Gert er ráð fyrir að atvinnutekjur á mann hækki a.m.k. um 52% á árinu 1983 frá árinu áður, einkum vegna mikillar verðbólgu fyrri hluta ársins, en hún hefur hins vegar minnkað mjög síðari hluta þess. Megin breytingin er þó sú að launakjör almennings hafa verið skert langt um- fram lækkun verðbólgu, svo að kaupmáttur launatekna er nú lægri en verið hefur um árabil. Ekki verður hjá því kom- ist að taka verulega tillit til þessarar skertu greiðslugetu launþega við ákvörðun útsvars. Á hinn bóginn hljóta bæjarfulltrúar að bera fulla ábyrgð á því að tekjur bæjarsjóðs skerðist ekki það mikið að lögboðin þjónusta bíði hnekki af. Viðurkenna verður að álagningarprósenta útsvars þyrfti að lækka úr 11,55% í ------iiawran um það bil 9,5% til þess að raunveruleg skattbyrði yrði með öllu óbreytt. Ljóst er að svo mikla lækkun þolir bæjarfélagið ekki, þótt æskilegt væri. Minnihluti bæjarstjórnar telur að með 10,5% álagningu útsvars, í stað 11,55% á síðasta ári, sé tekið tillit til minni greiðslu- getu almennings og jafn- framt hafðar í huga lág- marksþarfir bæjarfélagsins fyrir tekjur til þess að það geti veitt bæjarbúum þá félagslegu þjónustu sem nauðsynlegt er, ekki síst á þrengingartímum eins og þeim sem nú eru. Bæjarfull- trúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, hafa þann fyrirvara á, að á miklu veltur að aðhalds verði gætt í rekstri bæjarins og að ekki verði gerðar fyrirvaralitlar eða ónauðsynlegar gjald- skrárbreytingar til hækkunar á opinberri þjón- ustu á árinu 1984 þar sem mörg heimili eiga nú mjög erfitt með að láta enda ná saman efnahagslega. Einnig líta. bæjarfulltrúar minni- hlutans svo á að það bíði endanlegrar afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1984 að ræða um skiptingu þess framkvæmdafjár, sem þrátt fyrir allt er til reiðu á árinu. I tíð fyrri meirihluta var heimilt að innheimta 12,1% útsvar, engu að síður ákvað þáverandi meirihluti að nýta þá heimild ekki til fulls, heldur ákvað 11,55% útsvar. Nú nýverið ákvað félags- málaráðherra hámark út- svarsprósentu 11 % fyrir árið 1984. Sjálfstæðis- flokkurinn í Eyjum, eða a.m.k. fulltrúar hans í bæjarstjórn, hafa nú tekið þá ákvörðun að nýta sér að fullu hæsta lögleyfða útsvar. Við vörum við gjalda- stefnu núverandi meirihluta sjálfstæðismanna og teljum að það eigi að vera keppi- kefli okkar að halda álögum á bæjarbúa innan þeirra marka, að það verði eftir- sóknarvert að búa í Eyjum. Af þessum ástæðum getum við ekki samþykkt 11% útsvar fyrir árið 1984. Vestmannaeyjum 12. janúar 1984. Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokks. Sveinn Tómasson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalags. Þorbjörn Pálsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks". Minnast bæjarbúar þess, að þeir sjálfstæðismenn hafi lofað bæjarbúum hærri álögum fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar? Ég minnist þess ekki. ^S.T. 377993 lf-l AilflS ¦JlfnSftlIL- •^óla&óu^

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.