Eyjablaðið - 16.02.1984, Page 1

Eyjablaðið - 16.02.1984, Page 1
t EYJABLA L Útgefandi: Alþýðubandaiagið í Vestmannaevjum 2. tölublað Vestmannaeyjum, 16. febrúar 1984 44. árgangur Nýtt fiskverð Yfirn. verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað á fundi í s.l. viku nýtt fiskverð fyrir tíma- biiið l.febrúartil31.maí 1984. Akvörðunin felur í sér 4% meðalhækkun frá því verði sem í gildi hefur verið. Breytingar voru gerðar á verðhlutföllum milli gæðaflokka þannig að 1. fl. hækkar tiltölulega mest, ennfremur var verð fyrir slægð- an fisk miðað við óslægðan hækkað nokkuð. Uppbót á karfa og ufsa lækkar allt að helming, þess má geta að á móti kemur einhver verðuppbót á annan fisk. Verðákvörðunin var tekin af oddamanni og fulltrúum kaup- anda. Fulltrúi sjómanna var Oskar Vigfússon og gerði hann sérstaka bókun varðandi fisk- verðsákvörðunina og er hún svohljóðandi: Ekkert tillit tekið til tekju- skerðingar sjómanna. Ég undirritaður, fulltrúi sjó- ntanna í Yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins, mótmæli harðlega þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin um nýtt fiskverð. Við þessa fiskverðs- ákvörðun hefur á engan hátt verið tekið tillit til þeirrar al- varlegu skerðingar sem sjó- menn hafa orðið fyrir vegna aflasamdráttar og óhagstæðari aflasamsetningar síðustu ár. Þá er fyrirsjáanlegt að með auk- inni takmörkun afla og tilkomu kvótakefis á þessu ári er óhjákvæmilegt að gífurleg röskun verður á öllum högum sjómannastéttarinnar. Þegar þorskafli minnkar niður í 220 þús. tonn verður afkomubrest- ur hjá sjómannastéttinni. Tekjur hljóta að rýrna langt umfram það sem er hjá land- verkafólki og þykir þó flestum þar nóg um. Einnig vil ég leggja áherslu á að tími er til kominn til þess að véfengja upplýsingar um afkontu fiskvinnslunnar þar sem vitað er að ýmsir fisk- kaupendur bjóða mun hærra verð fyrir fiskinn en gildandi verðlagsráðsverð, auk annarra fríðinda. Þó undantekningar séu þar á ganga slík yfir- og undirborðsgreiðslur í t'lestum tilfellum beint til útgerðar og framhjá skiptum við sjómenn. Þá iná fullyrða að sú alvarlega þróun sem nú á sér stað í út- flutningi á ferskum fiski í gám- um er bein afleiðing af lágu fiskverði hér á landi. Sá milli- Iiðagróði sem fæst í þessu sam- bandi er beinlínis fenginn á kostnað sjómanna með óeðli- legu skiptaverði og er til stór- skaða fyrir það fólk sem í fisk- iðnaði vinnur og í stórum hóp- um gengur atvinnulaust vegna hráefnisskorts. Af öllu þessu er Ijóst að fiskverð er ákveðið mun lægra en efni standa til. Það vekur furðu og verður að teljast skoplegt að vísindaleg markaðsviðmiðun skuli gefa sömu niðurstöðu og launa- ramrni ríkisstjórnarinnar. Það er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að ríkis- stjórnin taki ákvörðun öðrum til eftirbreytni. Því hlýt ég að mótmæla. Oskar Vigfússon. —E.B. Skrifstofustjórinn utangátta? í 1. tölublaði Fylkis 26. janúar sl. var „ráðhúskarl- inn" Sigurður Jónsson að senda mér nótu varðandi samþykkt sem gerð var í stjórn Veitustofnana 1. apríl 1980 varðandi 41,5% hækkun á notkunargjaldi Fjarhitunar. Ja, hvílík tíð- indi. Honum væri frekar nær að ígrunda hvað verka- maður í fiskvinnslu gat fengið mörg tonn af heitu vatni fyrir tímakaupið sitt þá á vordögum 1980 og hvað hann ber úr býtum fyrir tímakaupið sitt í dag. Ég ætla að upplýsa S.J. og þá bæjarbúa alla í leiðinni um það. 1. febrúar 1980 kostaði tonnið kr. 3,80 af heitu vatni og dagvinnutaxtinn var þá 14,11 kr. Það þýðir að verkamaður gat fengið 3,7 tonn af heitu vatni fvrir tímakaupið sitt. 1. febrúar 1984 kostaði tonnið kr. 34,20 af heitu vatni og dagvinnutaxtinn er núna 58,10 kr. Það þvðir að verkamaður fær í dag 1,69 tonn af heitu vatni fyrir tímakaupið sitt. Þetta eru staðreyndir sem tala sínu rnáli Sigurður. og ástæðan fyrir þessari óheillaþróun er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forsæti Steingríms Her- mannssonar sem bannaði Iaunahækkanir með lögum í júní á síðasta ári og afnam verðbætur álauní tvö ár og í annan stað er þér, Sigurði Jónssyni, um að kenna ásamt félögum þínum 5 í meirihluta bæjarstjórnar að taka ekkert tillit til hvernig komið er fyrir hinum al- menna launþega hér í bæ. —S.T. Bræft í blíðunni. -Ljósm.: EYJABLAÐIÐ Göngum saman Sigurbjörg stjórnarinnar og væri fróðlegt að velta fyrir sér stöðu verslun- arinnar í því sambandi. Það sem mér finnst óneitan- lega hápunktur greinar þinnar er næmur skilningur þinn á Treholtsmálinu. Ég get tekið undir það með þér að það er vissulega ömurlegt til þess að vita að til eru menn sem svíkja þjóð sína, menn sem selja sig erlendu stórveldi algerlega á vald eins og Treholt gerði. Þetta er hins vegar ekki ný bóla því stórveldin í austri og vestri hafa svo lengi sem við bæði munum neytt allra bragða til þess að veiða sér sálir meðal þjóða heimsins. Þessar sálna- veiðar eru partur af hinu brjá- læðislega vígbúnaðarkapp- hlaupi sem nú ógnar heiminum meir en nokkru sinni fyrr. Og það er meðal annars þess vegna sem brýnni þörf er fyrir öfluga friðarhreyfingu vítt um heim, friðarhreyfingu sen snýst af öllum krafti gegn helstefnu stórveldanna. Þessi friðar- hreyfing er eina raunhæfa von mannkynsins og við ættum því að efla hana með ráðum og dáð. Þar er rúm fyrir alla, líka nytsama sakleysingja sem þú berð greinilega mikla um- hyggju fyrir ef marka má grein þína. Mér þætti sem sé vænt um að fá að ganga við hlið þér í næstu friðargöngu. Við gætum borið á milli okkar kröfuspjald sem á stæði: Við krefjumst framtíðar. Kveðja, Ragnar En verðbólgan hefur minnkað Kæra Sigurbjörg. Vegna athyglisverðrar greinar þinnar í síðasta Fylki. greinar sem bar yfirskriftina „Ungir menn á uppleið” langar mig að senda þér fáeinar línur. Af tillitssemi við þig ætla ég að fá inni hjá Eyjablaðinu í þetta sinn og vona ég að þú misvirðir það ekki við mig. Mér þykir auðvitað vænt um það að þú skulir hafa áhuga á ýmsum sömu málum og ég þótt við séum ekki sammála um þau, í.þ.m. ekki alltaf og kannski sjaldnast. Sú fullyrðing þín um að ég gangi með þing- mann í maganum er óneitan- lega nokkuð skemmtileg en hún er á þína ábyrgð og verður auðvitað sem slík að skiljast þannig. Ég lít hins vegar svo á að þótt menn hafi áhuga á landsmálum. já og jafnvel heimsmálum, þurfi það alls ekki að tákna að viðkomandi gangi með þingmann í magan- um. Ahugi á lands- og heims- málum getur t.d. verið sprott- inn af alkunnri þörl' mannsins á að fvlgjast með því sem gerist í kringum hann. Það er sem sé alþekkt úr mannkynssögunni að menn hafi áhuga á hinum ýmsu þáttum mannlegrar til- veru og sinni þeim áhuga sínum. Sumir stunda íþróttir, aðrir skrifa í blöð, enn aðrir selja skó eða yrkja jafnvel ljóð svo eitthvað sé nefnt. En nóg um þetta. Þú talar um að gáfumennirn- ir hafi náð yfirhöndinni í Al- þýðubandalaginu. Ég er e.t.v. ekki alveg viss um hvað þú átt við með hrigtakinu gáfumenn, en ef þú átt við að gáfumenn nterki sarna og gáfaðir menn vona ég að fullyrðing þín sé rétt. Og í framhaldi af því vona ég að gáfaðir menn taki einnig völdin í þínum tlokki. Kannski finnst ýmsum tími til kominn. Urn efnahagsmál og hvernig ríkisstjórnin hefur á þeim tekið ætla ég ekki að fjalla um hér. Ég er þó áfram þeirrar skoðunar að þar hafi verið gengið svo nærri launafólki að hliðstæð dærni finnist vart. Þetta veit og finnur launafólk, hver svo sem þín skoðun á því máli er. Hins vegar hafa ýmsir aðilar í þjóö- félaginu ekki þurft að líða skort vegna efnahagsaðgerða ríkis- Tímabilið frá því að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar settist að völdum og fram til þessa dags hefur öðru fremur einkennst af fólskulegum árásum á lífskjör almennings. Um þessar árásir hefur mikið verið rætt og ritað enda um þvílík einsdæmi að ræða að fara verður áratugi aftur í tímann til að finna hlið- stæður. Þegar rætt er við fylgis- menn ríkisstjórnarinnar um þessi mál eru viðbrögð þeirra venjulega á einn veg, nefnilega að segja: „Auðvitað varð að grípa til harðra aðgerða til þess að lækka verðbólguna og tryggja þannig lífskjörin. Og hefur ekki verðbólgan minnkað eða hvað?”. Þar með er málið afgreitt hjá þessum mönnum. Verðbólgan hefur minnkað og þess vegna hlýtur allt að vera gott. allt slétt og fellt. En skyldi dæmið í rauninni líta svona út? Eru sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn því- líkir snillingar að þeir séu búnir að lækna efnahagsmeinsemd þjóðfélagsins eins og stuðn- ingsmennirnir segja? Eða er kannski önnur lilið á málinu? Já, sú hlið er til. Það er sú hlið sent snýr að æ Heiri heimilum með hverjum degi sem líður og það er sú hlið sem ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar neita að horfa á. Lítum aðeins nánar á þessa hlið og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum í því sambandi. Meðfylgjandi tafla sýnir þróun launa og nokkurra annarra þátta á eins árs tíma- bili. TÍMABILIÐ 1. DES. 1982 TIL 1. DES. 1983: Laun hækkuðu um 28%. Byggingarvísitala hækkaði um 54%. Franifærsluvísitala hækkaði um 70%. Lánskjaravísitala hækkaði um 71%. Líklega telur ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar að hér sé um kjarabót að ræða. En launafólk veit betur. Það finnur hvernig stöðugt þrengir að, það finnur að ríkisstjórnin er fjand- samleg og að hún gætir annarra hagsmuna en þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. En verðbólgan hefur minnkað, segja þeir Steingrímur og Geir og stuðningsmannakórinn tekur undir. —R.Ó.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.