Eyjablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Edda Tegeder Sveinn Tómasson Elías Björnsson Ragnar Óskarsson (ábm.) Oddur Júlíusson Inga Dröfn Ármannsdóttir Armann Bjarnfreðsson Baldur Böðvarsson Útgefandi: AJþýðubandalagið í Vestmannaevjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.t. Vm. Hin sviknu loforð Eins og flestum er enn í fersku minni unnu Sjálf- stæðismenn stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum í maí 1982. Þessi kosningasigur vannst meðal annars vegna þess að sjálfstæðismenn voru ósparir á loforðin um betri tíð, kæmust þeir til valda. Allt átti að batna og því sem miður hafði farið í stjórnartíð vinstri manna átti snarlega að breyta til hins betra. Nú þegar liðið er hátt á þriðja ár frá bæjarstjórnar- kosningunum er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þeim sjálfstðismönnum hefur tekist að stjórna bæjarfélaginu og hvernig þeim hefur tekist að efna stóru loforðin um breytingu til hins betra. Ekki þarf lengi að leita til að komast að raun um að í flestum efnum hefur reyndin orðið önnur en bæjar- búum var lofað í maí 1982. Lítum á nokkur dæmi. Sjálfstæðismenn töluðu gjarnan um óhóflega skatt- píningu vinstri manna í síðustu bæjarstjórn. Hvernig skyldu sjálfstæðismenn sjálfir hafa haldið á þeim málum eftir að þeir komust til valda? Svarið er einfalt. Sjálfstæðismenn leggja nefnilega á hæsta útsvar sem stjórnvöld leyfa en það gerði fyrrverandi bæjarstjórn aldrei. Sjálfstæðismenn töluðu um að auka þyrfti vald og virðingu bæjarstjórnar. Hvernig skyldi þeim málum nú vera komið? Hefur vald og virðing bæjarstjórnar auk- ist? Nei, þvert á móti. Ýmis mál sem bæjarstjórn hefur fengist við að leysa hafa valdið hneykslun og reiði meðal bæjarbúa. Sjálfstæðismenn töluðu um að koma yrði á sterkri fjármálastjórn hjá bæjarfélaginu. Hvernig skyldi þeim hafa tekist í þeim efnum? Fjármálastjórnin hefur farið úr böndunum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, yfirdráttur á bankareikningi hækkað óhóflega og launagreiðslur til starfsmanna bæjarsjóðs tafist. Sjálfstæðismenn sökuðu vinstrimenn um að gjald- skrá hitaveitu væri allt of há, hún væri bæjarbúum óhófleg byrði. Hvað skyldu sjálfstæðismenn hafa gert til þess að laga gjaldskrármálin. Þeir hafa hækkað gjaldskrá hitaveitunnar um hvorki meira né minna en 180% frá því að þeir komust til valda. Á sama tímabili hafa launin hækkað á bilinu 70 til 80%. Hér hafa verið tekin nokkur dæmi um það hvernig sjálfstæðismenn hafa svikið stóru loforðin sem þeir gáfu bæjarbúum 1982. Og dæmin eru fleiri. Bæjarbúar hafa hins vegar fullreynt að kosninga- loforð sjálfstæðismanna fyrir kosningar 1982 voru blekking ein og bæjarbúar verða að lofa sjálfum sér því að leiða Sjálfstæðisflokkinn ekki aftur til valda í Vest- mannaeyja. Vinir litla og stóra mannsins Á sínum tíma vakti það verðskuldaða athygli er Albert Guðmundsson kom fram fyrir alþjóð og gaf sjálfum sér sæmdarheitið vinur litla mannsins. Hann lýsti því þá yfir að hann og félagar hans í ríkisstjórninni hygðust gera allt til þess að bæta kjör þeirra sem verst voru settir í þjóðfélaginu. Frá því að Albert mælti þessi orð hefur margt gerst, en einkum þó það að vinur litla mannsins hefur algerlega brugðist honum og nú býr litli maðurinn við lakari kjör en hann hefur þekkt um árabil. Hins vegar hefur það gerst að stóri maðurinn hefur fengið óskipta vináttu ráðherrans og félaga hans í ríkisstjórninni. Gleggsta dæmið um þessa vináttu við stóra manninn er sá gróði sem þjónustuaðilar ýmiss konar hafa safnað. Á meðan skipafélögin og bankarnir hagnast um hundruði milljóna króna situr litli maðurinn eftir með sárt ennið. Þannig er réttlæti Alberts og félaga. —R.Ó. Slíkt er kaupránið í umræðum um kjaramál halda andstæðingar Alþýðubandalagsins því oft fram að það Iiafi í stjórnartíð sinni sífellt verið að skerða kjör launafólks og í raun sé því Alþýðubandalagið kaupránsflokkur. Málflutningur þessi er auðvitað blekking því sannleikurinn er sá að kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri á Islandi én þegar Alþýðubandalagið hefur setið í stjórn. í þessu sambandi er fróðlegt að velta fyrir sér meðfylgjandi línuriti frá Kjararannsóknarnemd, en á því sést best hverjir það eru sem kaupránið fremja. 110 - . mars 1983 100 - ^^^^^ Þjó&arframleiasla -90 B 1 ^B -80 1 1 1 1 1 1 1 1 " 1 ysi 80/3 80/4 81/1 81/2 81/3 81/4 82/1 82/2 82/3 82/4 83/1 83/2 S3/3^H 1980 = 100 FyrstaverkríkÍsstjórnarSteingrímsHermannssonarvaraöfellanÍðurveröbæt- ur á laun, 22% 1. júní 1983, og aö banna síöan verðbætur allt til vorsins 1985. 2. ársfjórðungur 1983 skrifast því á reikning núverandi ríkisstjórnar einvörö- ungu, því verðbætur voru síðast greiddar 1. mars 1983 (feita lóðrótta línan). Þess vegna komu engar verðbætur á 2. ársf jórðungi samkvæmt verðtrygging- arkerfi því sem stjórnin afnam. Línuhtið er byggt er á öðru (ínuriti frá Kjara- Kaupmáttur kauptaxta rannsóknarnefnd og forsætisráðherra sýndi í sjónvarpi Þaö sýnir kaupmátt kauptaxta allra launamanna einsog Kjararannsóknamefnd skráir hann - (heila línan). Inná línuhtið er svo teiknuö brotin lína sem sýnir þjóðarframleiðsluna. Dekkti flöturinn sem er á milli sýnir kaupránið. Þess skal og getiö að kaupmáttur greidds tímakaups (með yfirborgunum og öllu) var hærri en nam þjoðarframleiðslu þartil núverandi ríkisstjóm tók til sinna ráða. Ný sending af hvítum pottahlífum. Pottablóm, afskorin blóm, og gjafavörur í miklu úrvali S 2047 AÐALFUNDUR Herjólfur h.f. Vestmannaeyjum, heldur aðal- fund fyrir árið 1983 í Hallarlundi fimmtudaginn 29. nóvember 1984, kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 22. nóvember n.k. —Stjórnin. Verkafólk Vestmannaeyjum Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja halda sameiginlegan félagsfund sunnudaginn 18. nóv. nk. kl. 17:00 í Alþýðu-húsinu. Dagskrá: 1. Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga 2. Önnur mál Stjórnir félaganna Þeir eru að fá'ann. —Ljósm.: Eyjablaðið Vestmannaeyingar Reynið kertin frá okkur Gæða vara á góðu verði SÍMINN OKKAR ER EKKI í SÍMASKRÁNNI SIMI 2905 HEIMAEY KERTAVERKSMIÐJA FAXASTlG 46 S (98) 2905

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.