Eyjablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 3
Verkalýdsmál Umsjón: Jóhanna Friðriksdóttir Lítið eitt um lífeyrissjóð 1. janúar 1970 var Lífeyris- sjóður Vestmanneyinga stofn- aður. Fyrstu árin var unnið eftir reglugerð sem sérstaklega var samin fyrir sjóðin. Eftir gos þegar margir sjóðs- félagar urðu eftir uppi á fasta- landinu kom í ljós að þessi reglugerð okkar var gjörólík reglugerð annarra sjóða og samskipti næstum útilokuð og kom það illa niður á sjóðs- félögum sem vildu flytja rétt- indi sín í aðra sjóði vegna bú- setuskipta. Stjórn sjóðsins ákvað þá að gerast aðili að Sambandi al- mennra lífeyrissjóða og tók ný reglugerð gildi 1. janúar 1981 og þar sem bætur höfðu ekki verið hækkaðar nema einu sinni á þessu 10 ára tímabili, en hækkun lífeyris annarra sjóða hækkaði sjálfkrafa samhliða Iaunahækkunum, var ákveðið að bæta okkar sjóðsfélögum þetta upp og greiða samkvæmt nýju reglugerðinni tvö ár til baka það er árin 1979 og 1980. Fyrstu árin var lífeyris- sjóðurinn með aðstöðu í Út- vegsbankanum, það voru tvö lítil herbergi á þriðju hæð, sem var mjög óhentugt og útilokað fyrir fatlað fólk að komast að með góðu móti, því var ákveðið að kaupa húsnæði sem hentaði öllum sjóðsfélögum. Þetta húsnæði sem sjóðurinn flutti í fyrir tveimur árum og ráðning viðskiptafræðings í starf hefur gjörbreytt allri að- stöðu og vinnubrögðum sjóðs- íns. Fyrstu árin voru stjórnar- fundir haldnir tvisvar til þrisvar á ári, þá aðallega til að úthluta lánum, en síðastliðin þrjú ár hafa stjórnarfundir verið reglu- lega einu sinni í mánuði og oftar eftir þörfum. í stjórn sjóðsins sitja þrír full- trúar frá launþegum, einn frá Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja og tveir tilnefndir frá Vinnuveitendasambandi ís- lands, sem virðast eiga að vera nokkurs konar eftirlitsmenn með þessum fjármunum launa- fólks. Við skulum gera okkur grein fyrir því að þótt atvinnu- rekendur greiði 6% á móti 4% framlagi launþega í sjóðinn, er það ekki nein gjöf frá þeim, þetta er hluti af launum fólksins samkvæmt samningi. Ég hef oft undrast að þessir tveir menn sem Vinnuveit- endasambandið tilnefnir í stjórn okkar sjóðs, skuli báðir vera sjóðsfélagar í öðrum líf- eyrissjóði, ég er hér með ekkert að lasta þessa menn, en ég per- sónulega teldi það eðlilegra að þeir sem stjórnina skipa væru okkar sjóðsfélagar. I stjórn Lífeyrissjóðsins hefur eðlilega verið tekist á um ýmis mál og þótt okkur sé upp- álagt að ávaxta fé sjóðsins á hinn hagkvæmasta hátt þá ber okkur skylda til að minnsta kosti okkur þrem fulltrúum frá launþegum að gæta hagsmuna okkar fólks, við höfum kannski stundum látið mannlegar til- finningar teygja sig eins langt og hægt hefur verið í túlkun reglugerðar og jafnvel lengra. Til dæmis var samþykkt tillaga á fulltrúafundi 1982, sem heimilar sjóðnum að taka þátt í útfararkostnaði, látist sjóðs- félagi erlendis. Þessa heimild hefur tvisvar þurft að nota síðan samþykkt þessi var gerð. Snemma á þessu ári lést sjóðsfélagi, ung kona frá þremur börnum, sem stóðu uppi svo til munaðarlaus. Eftir tillögu frá fulltrúum launþega samþykkti stjórnin að styrkja börnin með kr. 50.000,-. Ýmis svona atvik geta komið upp sem reglugerðin nær kannski ekki yfir, en þá kemur mann- lega hliðin til álita. Á fulltrúafundi 1983 var samþykkt tillaga að gefa kr. 100.000,- til Verndaðs vinnu- staðar, mannlega hliðin aftur að verki. Nú á fulltrúafundi 1984 kom fram tillaga um að styrkja Í.B.V. með kr. 50.000,- Þetta virðist hafa staðið í nokkrum og má eflaust deila um réttlæti þessarar sam- þykktar. Ég var ein af þeim sem samþykkti þessa tillögu, rök mín voru og eru þau, að ég tel að séu íþróttir stundaðar á heilbrigðan hátt forði þær mörgum ungum manninum frá óreglu og svalli og stuðli að betra heilsufari sem fólk býr að alla ævi. Við þekkjum öll mál- tækið, heilbrigð sál í hraustum líkama, og þar með að heilbrigt fólk sleppur við að leita ásjár lífeyrissjóðsins. Þegar lög um lífeyrisréttindi sjómanna við 60 ára aldur, með 25 ára sjómennsku að baki, tóku gildi, urðu þó nokkur átök í stjórn sjóðsins um hvað skyldi gera, og ég tel að sjómenn hér megi vita að formaður Jötuns Elías Björnsson, barðist um á hæl og hnakka til að það yrði samþykkt í stjórninni, sem að lokum tókst og var Lífeyris- sjóður Vestmanneyinga lengi eini sjóðurinn með blönduðum félögum sem hóf þessar greiðslur. Á fulltrúafundi 1982 bárum við fulltrúar launþega fram til- lögu um heimild sjóðsfélaga að hefja töku ellilífeyris við 65 ára aldur, í gildandi reglugerð segir: „Heimilt er sjóðsfélaga að hefja töku ellilífeyris áður en hann nær 70 ára aldri, þó ekki fyrr en 67 ára aldri. Skal þá upphæð ellilífeyris lækka frá því, sem í 2. málsgrein segir, um 1/2% fyrir. hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem vantar á 70 ára alílui, er taka lífeyris hefst". Samþykkt var að vísa þessari tillögu okkar til umsagnar S.A.L., einnig var talið nauð- synlegt að athuga vel hvaða kostnaðarauka þetta hefði fyrir sjóðinn í framtíðinni og nauð- syn þess að gera fullkomna úttekt á sjóðnum. Við féllumst á þetta, því kapp er best meö forsjá, en þetta er mjög að- kallandi verkefni í sjávarplássi eins og Eyjar eru, og svo til enga vinnu er að fá nema fisk- vinnu, sem er erfiðisvinna og fáir halda út í þeirri vinnu til 70 ára aldurs. Eitt mál er á döfinni hjá okkur í stjórninni núna og búið er að vera undanfarið, en það er túlkun á reglugerðinni um iðgjöld. í reglugerðinni segir orðrétt: Iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, liverju nafni sem nefnast, þar til samanlagt iðgjald hefur náð þeirri upphæð sem svara til iðgjalds fyrir 173 1/3 klst. og tímakaup hlutað- eigandi starfsmanna í dagvinnu o.s.frv. Þarna finnst mér liggja í augum uppi að t.d. af verka- fólki í 1/2 starfi á að greiða iðgjald af yfirvinnu og bónus til að vinna upp í 1 stig á ári sem nauðsynlegt er að ná til að öðlast full réttindi. Hjá lífeyrissjóðnum Samein- ingu á Akureyri hefur þetta verið gert frá stofnun sjósins, þá mótmælti 1/2 dags verka- fólk þessari túlkun og leitaði þá Sameining úrskurðar fasta- nefndar A.S.Í. og V.S.Í. sem svaraði fyrirspurninni á eftir- farandi hátt: Fastanefnd samn- ingsaðila vinnumarkaðarins hefur borist bréf yðar þar sem þér æskið álits nefndarinnar á því hvort rétt hafi verið að farið varðandi innheimtu iðgjalda af fólki sem ekki vinnur fulla dag- vinnu. Nefndin hefur athugað erindið og niála vöxtu og komist einróma að þeirri niðurstöðu að sú innheimta, sem fram hefur farið sé eðlileg og í samræmi við reglugerð lífeyrissjóðsins. Sem betur fer er fólk nú farið að gera sér grein fyrir því öryggi sem lífeyrissjóðirnir veita ef fólk er þar í fullum réttindum, þetta er samtrygging sjóðs- félaga og fyrir utan það að eiga von á áhyggjuminni elliárum þá getur hver sem er þótt á góðum aldri sé orðið fyrir slysi eða veikindum sem leitt geta til orkutaps eða varanlegrar ör- orku og þá koma örorkubætur til frá lífeyrissjóðnum. Því tel ég það mjög aðkallandi að fá full- trúa atvinnurekenda hér til að fallast á okkar túlkun, en auð- vitað kostar þetta vinnuveit- endur aðeins meira því 6% borga þeir beint í sjóðinn, sem þeir sleppa við að greiða, eftir túlkuninni sem nú er. Þetta verður að lagfæra því ekki er hægt að sætta sig við að sérstaklega konur sem vinna 1/2 daginn en skila í mörgum tilfellumm fullum dagsafköst- um með auknu álagi, skuli aðeins koma út með 1/2 rétt- indi í lífeyrissjóðnum. Verkafólk, við verðum að standa vörð um þessa líf- tryggingu okkar því enginn veit hver næstur verður fyrir því að þurfa á stuðningi lífeyrissjóðs- ins að halda. —Jóhanna Friðriksdóttir. HOBBY-plötur TRtVERK^ Allar breiddir Þjónusta í 20 ár Flötum 18 - S 2228 Glæsilegt úrval í búsáhöldum, gjafavörum og leikföngum Daglega nýjar vörusendingar EYJATROMP 27,58% ársávöxtun frá innleggsdegi á 6 mán. sparireikningum Arðbært og einfalt vaxtakerfi fyrir sparifjáreigendur — Leitið upplýsinga — giiiií ¦¦¦¦¦¦ fflEB SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.