Eyjablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 1
EYJABLADID Útgefandi: Alþyðubandalagið í Vestmannaeyjum 11. tölublað Vestmannaeyjum, 15. nóvember 1984 44. árgangur Stefnír ríkisstjórnin í frekari átök? í dagblaði var fyrir skömmu viðtal við vegfarendur vegna nýgerðra kjarasamninga og þeir spurðir hvort þessir samn- ingar færðu launafólki varan- legar kjarabætur. Einn við- mælenda svaraði því til að þar sem ríkisvaldið hefði ekki verið til viðtals um nein verðtrygg- ingarákvæði í kjarasamningi BSRB og ríkisins þá væri aug- ljóst að ríkisstjórnin stefndi að því að láta verðbólgubálið éta upp þann kaupmáttarauka sem fælist í samningnum. Þetta er rökrétt ályktun ef skoðuð er í ljósi þeirra yfir- Iýsinga Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar að þessir samningar séu í raun verðbólgusamningar. Þeir virðast trúa því að helsta orsök verðbólgu séu launin, því þau eru það eina sem þeir hafa skert til þess að ná niður verðbólg- unni. Samkvæmt því væri í raun eina leiðin til að losna við verð- bólguna að hætta með öllu að greiða laun. Sú staðreynd verður því allrar athygli verð að á sama tíma og umtalsvert launskrið átti sér stað á Stór-Reykja- víkursvæðinu fullyrtu þessir menn aftur og aftur að verð- bólgan væri á niðurleið. Með öðrum orðum þær Iauna- hækkanir sem urðu í verslun, þjónustu og í byggingar- iðnaðinum á suðvestur horni landsins höfðu ekki áhrif á verðbólguna. Hvers vegna þurfa þá aðrar launahækkanir í landinu að leiða til óðaverð- bólgu? Ekki eru allir hagfræðingar sammála um hvað orsaki verð- bólgu. Þeir eru sammála um (sé til lengri tíma litið en eins árs) að aðrar aðgerðir en launa- skerðing, svo sem aðgerðir í peningamálum, gengismálum og fjármálum ríkisins, séu lík- legri til að draga úr verðbólgu sérstaklega ef þessar aðgerðir eru gerðar í samvinnu við atvinnurekendur og samtök launafólks. Þessu virðist höf- undur Reykjavíkurbréfs (Mbl. 04.11.84) vera búinn að átta sig á, því hann segir að verðbólgu- vandinn sé ekki síður pólitískur en efnahagslegur. Vissulega á útgerðin í vök að verjast þegar henni er ætlað að greiða 10- 15% vexti umfram verðbólgu. Slík vaxtastefna ofbýður undir- stöðuatvinnuvegum þjóðar- innar þótt verslunin þrífist vel við slík skilyrði með sín af- borgunarkjör og kreditkorta- viðskipti. I stað þess að hleypa verð- bólgunni á skrið aftur til þess að „bjarga" undirstöðuatvinnu- vegunum ætti ríkisstjórnin að ganga í vasa milliliðanna sem búnir eru að maka krókinn í tíð hennar og flytja þaðan fjár- magn til sjávarútvegsins, svo hægt sé að standa við gerða kjarasamninga og þá samninga sem framundan eru. Þar með þarf þessi ríkisstjórn að breyta um stefnu. Stefnan hingað til hefur einkennst af því að launa- fólkið í landinu eigi bæði að greiða niður verðbólguna og standa undir samneyslunni, með því að vera þeir einu sem greiða skatta til hins opinbera. Ég tel að verkfall Bókagerðar- manna og verkfall BSRB hafi meðal annars snúist um þetta. Því í byrjun september boðuðu þeir Þorsteinn og Steingrímur að það væri stefna ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum að lækka launin á árinu 1985. Verkföllin brutu þessa stefnu á bak aftur. Ætli ríkisstjórnin sér að eyðileggja þann árangur sem launafólk náði með kjara- samningunum er hún aðeins að æsa til óeirða á vinnumarkað- inum eins og hún reyndar gerði aftur og aftur á meðan á verk- falli BSRB stóð. Slíkt á ekki að vera hlutverk hennar. Hlutverk ríkisstjórnar landsins á að vera að vinna að friði á vinnu- markaðinum og samhentu átaki til að leysa efnahags- vandann. Sú þjóðarsátt sem Þorsteini Pálssyni er svo tíðrætt um byggist ekki í því að launafólk landsins umberi það endalaust að ríkisstjórnin taki peninga úr vösum þess til að afhenda atvinnurekendum svo þeir geti aukið gróða sinn. Slík þjóðar- sátt byggir á því að allir fórni einhverju þ.e.a.s. launafólk (sem nú þegar er búið að leggja sinn skerf að mörkum), at- vinnurekendur og ríkisvaldið. —Björn Bergsson. Það verður munur þegar höfnin verður orðin hrein og tær. -Ljósm: Eyjablaðið Mengunarvarnir í Vestmannaeyjum Þá er búið að tengja nýju dælustöðina við skolpkerfi bæjarins. Það er ánægjulegt að eiga nú von á því að höfnin okkar verði hrein sem fyrr. Þá eigum við von á að ufsinn og síldin fari að sjást innan hafnar og hver veit nema að Costa del Langa verði aftur opnuð, sólbaðsdýrkendum og syndurum til ánægju, Costa del Langa yrði gjaldeyrissparandi mjög því ekki þyrftum við Eyjaskeggjar að fara til Spánar á sólarströnd. Á fögrum sumarkvöldum myndi hin ný viðreista hljómsveit „Logar" leika létt lög í fjörunni og mannlífið verða allt hið ánægjulegasta. Að sjálfsögðu myndum við leggja veg fyrir Löngunef, sem lítið vantar á að nái þangað. Skipstjórnarmenn yrðu að virða hina hreinu höfn sína með sérstakri aðgæslu við lensingu, einnig slipparnir að Kaupfélagið í vesturbæinn Nú á dögunum var tíðinda- mönnum blaða í Eyjum boðið að skoða nýbyggingu Kaup- félags Vestmannaeyja sem nú er að rísa í vesturbænum. Húsið er steinsteypt og á einni hæð. Flatarmál þess er 608,8 ferm. og verður því í framtíðinni skipt í lager, sjoppu, bensínsölu og almennt verslunarrými. Húsið er teikn- að á teiknistofu Sambandsins. Framkvæmdir við jarðvinnu og undirstöður hófust haustið 1982 og sá Valgeir Jónasson um þann verkþátt. Við nú- verandi áfanga eru verktakar tveir, Erlendur Pétursson og Geisli hf. Með byggingu kaupfélags í vesturbænum skapast án éfa mjög aukin þjónusta við hverf- in á vesturhluta Heimaeyjar en fyrirhugað er að opna markað í Kaupfélaginu hinu nýja í byrjun desember. Eyjablaðið óskar Kaupfélagi Vestmannaeyja og Vest- mannaeyingum til hamingju með nýja húsið. VELHEPPNAÐUR FUNDUR Laugardaginn 27. okt. sl. gekkst Alþýðubandalagið í Vm. fyrir almennum stjórnmálafundi í Alþýðuhúsinu. Fundarefnið var: Hvað er að gerast í þjóðfélaginu? Frummælendur á fundinum voru Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og Margrét Frímannsdóttir sem nú situr á Alþingi í veikindaforföllum Garðars Sigurðssonar. Þau Svavar og Margrét ræddu í ræðum sínum þá atburði sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu og kynntu þau þingmál sem nú eru til umræðu og undirbúnings á Alþingi. Fundurinn var vel sóttur og báru fundarmenn fram fjölda fyrirspurna og tóku þátt í umræðum. —Ljósm.: G.G. gæta þess að engin þau efni færu í sjó, sem myndu spilla honum. Þá er það næsta mál á dag- skrá fyrir Eyjaskeggja að ráðast gegn hinni hrikalegu mengun, sem stafar af reyknum úr bræðslunum. Það er ekki vansalaust að við erum langt á eftir frændum okkar Færey- ingum í því máli, enda allir hættir að hafa þá á milli tann- anna. Er nú kominn tími til að við förum til Færeyja til að læra hvernig hægt er að framleiða fiskimjöl án þess að kæfa þorpsbúa úr reyk. Mig minnir að það hafi verið fréttamaður útvarpsins hér sem kallaði reykinn „Loðnuilm". Við sem höfum orðið að þola þessa pest á vinnusvæði okkar dag eftir dag, höfum engan ilm í huga, heldur minningar um daga þar sem manni hélt við klígju allan daginn vegna þess- arar mengunar. Það þekkja líka húsmæður hér í Eyjum hvernig „Loðnuilmurinn" festist í þvott á snúrum, þannig að þvotturinn verður að fara aftur í þvotta- vélina. Þá er það eitt enn, sem við í þessum bæ ættum að fram- kvæma í vor, en það er að sam- einast allir sem einn í því að hreinsa Eyjuna af járnaruslinu á einum degi. Bærinn myndi að sjálfsögðu leggja til vinnuvélar, síðan yrði ákveðinn staður til samansöfnunar á brotajárninu og það selt til Reykjavíkur og ágóðinn gefinn til líknarmála hér í bæ. Ef viðbrögó Eyja- skeggja í máli þessu yrðu góð, sem ég efa ekki, þá erum við Alþýðubandalagsmenn hér í bæ til í þetta þarfaverk, sem myndi vera til álitsauka á okkar ágæta bæjarfélagi, þá þyrftum við öll að gæta þess að umhverfi húsa okkar, og vinnustaða yrði okkur til sóma. Mér er efst í huga, sem ég hugsa þessi orð, að einn er sá stóri vinnustaður hér í bæ, sem ber af öllum öðrum. Herjólfs- húsið á Básaskersbryggju gnæfir þar upp úr allri meðal- mennsku. Það væri okkur öllum Eyjaskeggjum leiðarljós að gera umhverfi okkar slíkt sem þar. —Sigurður Sigurðarson.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.