Eyjablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 4
Vidtalk? Umsjón: Ragnar Óskarsson Mórallinn yfirleitt ágætur Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum starfar nemendafélag sem vinnur að ýmsum málum fyrir nem- endur skólans. Formaður félagsins er Arnar Jónsson nemandi á uppeldisbraut á þriðja ári. Á dögunum ræddi Eyjablaðið við Arnar um nem- endafélagið, stjórn þess og ýmislegt annað er tengist skólanum. — Hvert er hlutverk Nemenda- félags Framhaldsskólans? — Nemendafélagiö er í forsvari fyrir nemendur skólans al- mennt. Þaö á aö gæta hags- muna þeirra í skólastarfinu og sjá auk þess um félagslíf nem- enda skólans sem eru allir í félaginu. — Hvernig er stjórn félagsins skipuö og hvernig starfar hún? — I stjórninni sitja 7 nemend- ur, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórn- endur. Auk stjórnarinnar starfa síðan íþróttanefnd og skemmtinefnd og verið er að setja á laggirnar blaðnefnd sem vonandi getur gefið út eitt veg- legt blað. Einnig má geta þess að formaður nemendafélagsins og annar fulltrúi nemenda eiga sæti í skólastjórn og gæta þar hagsmuna nemenda. — Hvað hefur nemendafélagið verið að gera frá því að skóli hófst? — Það er nú ýmislegt. Við höfurn haldið tvö böll og voru þau mjög vel sótt. Þá tókum við þátt í ræðukeppni. Ræðu- keppnin er útsláttarkeppni milli hinna ýmsu framhalds- skóla og var fyrsta umferð hennar nú fyrr í haust. I þessari fyrstu umferð kepptum við við Fjölbrautaskólann á Akranesi og unnum glæsilega. Með sigri okkar á Akurnesingunum höfum við unnið okkur rétt til þátttöku í 3. umferð en í 2. umferð sitjum við hjá. En af því að þú kemur inn á starf nemendafélagsins er nauðsynlegt að fram komi að öll aðstaða til félagsstarfs innan skólans er léleg og stendur það auðvitað öllu félagsstarfi fyrir þrifum. Skólinn er einfaldlega orðinn alltof lítill og hefur það auðvitað ýmsa erfiðleika í för með sér. Þess vegna er mjög brýnt að skólinn komist sem fyrst í sitt framtíðarhúsnæði. — Stjórn nemendafélagsins er skipuð 7 nemendum. Af þeim er aðeins einn kvenkyns. Hvernig stendur á þessu? — Ég kann nú eiginlega enga skýringu á því. Undanfarin ár hefur þetta ekki verið svona. Mér finnst sjálfum eðlilegt að Arnar Jónsson fleiri stelpur séu í stjórninni en kannski þarf einhverja hugar- farsbreytingu meðal nemenda til þess að svo geti orðið. En í sambandi við stjórnina er at- hyglisvert að allir þar eru af bóknámsbrautum. Þetta er ekki nógu gott því auðvitað væri eðlilegast að hver braut ætti sinn fulltrúa í stjórn nem- endafélagsins. — Fundur stjórn nemendafél- agsins oft? — Við komum vikulega saman á hverjum mánudegi. Það tryggir tiltölulega stutta fundi og verkefni hlaðast ekki upp eins og þegar langt líður á milli funda. Stjórnarfundir ganga yfirleitt vel fyrir sig og engin stórvægileg ágreiningsmál hafa koniið upp í það minnsta enn sem komið er. — Er starf formanns nemenda- félagsins erfitt? — Það á ekki að vera það ef allir vinna vel saman og ég held að okkur hafi tekist að vinna vel saman. — Er samstarf milli nemenda- félaga framhaldsskólanna? — Já„ við erum í Landssam- bandi mennta- og fjölbrauta- skólanema en þau samtök virðast nú reyndar vera í dauðateygjunum þarsem hags- munir hinna ýmsu framhalds- skóla eru svo ólíkir. Helst hefur verið rætt um það að auka sam- band við aðra skóla í tengslum við keppnir í íþróttum og mælskulist. Við erum auk þess í eins konar vinaskólasambandi við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og munum skiptast á heimsóknum við hann. Nem- endur Breiðholtsskólans komu hingað í fyrra og eftir áramót förum við að öllum líkindum í heimsókn til þeirra. Ég tel þessar heimsóknir góðar þar sem þær efla samstöðu milli skólanna og gerir nemendum kleift að kynnast betur inn- byrðis. — Hvað er annars framundan í telagslífinu? — 1. des. n.k. verður haldið íþróttamót og furðufataball um kvöldið. Eftir áramót er svo heimsóknin sem ég var að segja þér frá og höfum við mikinn áhuga á að tengja hana leikhús- V estmannaeyjamót Þór-Týr 21-14 (10-3) S.l. sunnudag fór fram fyrri leikurinn í Vestmannaeyja- mótinu í handknattleik hjá meistaraflokki karla. Var búist við auðveldum sigri Þórs, enda þeir í I. deild. Sú varð raunin í annars ágætum leik. Yfirburðir Þórs komu í ljós strax í byrjun en þeir voru yfir 6-0 þegar 20 mín. voru liðnar af leiknum. En þá loks komust Týrarar á blað. Þrátt fyrir þessa yfirburði Þórs þá var vörn Týs mjög sterk og sóknarleikur þeirra var aftur á móti alveg í molum. Staðan í hálfleik var 10-3, Þór í vil. Seinni hálfleikur var mun jafn- ari, enda sóknarleikur Týs allt annar en í þeim fyrri. Hélst þessi sjö marka forysta Þórs það sem eftir lifði leiks. Loka- tölur 21-14. Ekki þarf að fjölyrða það hér að mesti glansinn af þessum leikjum Þórs og Týs í Vm.- mótinu er horfinn. Aldrei áður hefur verið eins tómlegt um að litast í Höllinni á leikjum þess- ara liða og stemmningin fræga eftir því. Bestu nienn Þórs í leiknum á sunnudaginn voru þeir Steinar, Gylfi og Sigmar Þröstur. Stein- ar fékk loks að spreyta sig og olli ekki vonbrigðum. Gylfi átti mjög góðan síðari hálfleik og þá stóð Sigmar Þröstur sig vel að vanda, varði alls 18 skot í leiknum. Heiðar og Benedikt stóðu sig einna best af leik- mönnum Týs, en þeir eru flestir mjög svipaðir að getu. Meðal- aldur leikmanna Týs er um tví- tugt þannig að þeir eiga greini- lega framtíðina fyrir sér, og reyndar má að sama segja um Þórsliðið. Meðalaldurinn þar er aðeins um .23 ár. Mörk Þórs: Gylfi 9, Steinar 5, Sigbjörn 4, Óskar 1, Sig- ferð nemenda. Ef það er hægt stendur ferðin yfir frá fimmtu- degi til sunnudags en venjulega hefur leikhúsferðin staðið yfir frá föstudegi til sunnudags. Nú, svo er árshátíð skólans síðasta kennsludag fyrir páska auk ým- issra tilfallandi balla. — Vorverkavikan hefur vakið athygli í bænum. Hvaða skoðun hefur þú á því fyrirbæri í skóla- starfinu? — Hún er tvímælalaust nauð- synleg því þá aukast tengsl nemenda og kennara og einnig nemendanna innbyrðis. Auk þess er hún skemmtileg til- breyting frá hefðbundnu skóla- starfi. — Nú er farið að kenna á laugardögum. Hvað finnst nemendum um þá ráðstöfun? — Auðvitað eru nemendur ekkert ánægðir með það en samt völdu flestir þann kost frekar en að láta lengja önnina urður F. 1 og Sigurður F. (Márs) 1. Mörk Týs: Heiðar 5 (3 víti), Benedikt 3, Hörður 3, Varði 2 ogJóhannl. —ÞoGu. Eyja-Cup 1984 Urslitakeppnin í Eyja-Cup fór loks fram s.l. laugardag. Voru þar mætt til leiks sex lið, Kjúklingarnir, Net, Ráðhúsið, Sparibankinn, Víðir Garði og Whitesnake. Ráðhúsið þurfti snemma að hætta keppni vegna meiðsla liðsmanna sinna þann- ig að það lá ljóst fyrir að bar- áttan um 1. sætið yrði milli Net, Kjúklinganna, Sparibankans og Whitesnake. Kjúklingamir unnu Net í fyrsta leik 7-6, en þeir áttu ekki eftir að líta glaðan dag eftir það, því liðið gjörsamlega hrundi saman þegar Sigurlás Þorleifsson þurfti að yfirgefa það. Net vann alla leiki sína sem þeir áttu eftir nokkuð auðveldlega, og því varð það hreinn úrslitaleikur milli Whitesnake og Spari- bankans að komast upp að hlið Net og leika þar með aukaleik um fyrsta sætið. En Net-mönn- um til mikillar gleði endaði leikur Sparibankans og White- snake með jafntefli 6-6, þannig að Net stóð uppi sem sigur- vegari. Lið Net skipuðu: Jóhann Georgsson, Þórður Hallgrímsson, Sigbjörn Ósk- arsson, Haraldur Öskarsson og Halli Gullskalli. Lokastaðan í mótinu varð því þessi: Net 8 stig Whitesnake 7 stig Sparibankinn 7 stig Kjúklingarnir 6 stig Víðir Garði 2 stig Ráðhúsið 0 stig Að venju þegar svonainnan- hússmót fara fram hér í Eyjum þá er mikill hasar stiginn í flest- um leikjunum, og ekki varð nein undantekning á því í Eyja- Cup. hasarinn kannski full- langt framyfir áramót. Svo kemur líka 1. des. inn í dæmið og jafnar svolítið álagið. Ann- ars er þetta nokkuð merkilegt því að árið 1985 geta nem- endur státað sig af því að geta lokið þremur önnum og er það meira en hingað til hefur þekkst. — Hvernig er að vera nemandi í Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum? — Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að unnt er að stunda framhaldsnám í Vestmannaeyjum. Það jafnar mjög möguleika nemenda til náms. Mórallinn í skólanum eryfir- leitt ágætur. Ég held að okkur líði bara sæmilega vel í skólan- um. Annars værum við ekki þar. Viðtal: R.Ó. mikill í flestum leikjunum, og má þar um kenna því að ekki fyrirfinnst innanhússknatt- spyrnudómari hér í Eyjum með fuíl réttindi. Verður jjarna að ráða bót á hið snarasta. Skipulagning mótsins var í höndum Jósúa Steinars Óskarssonar sem sá um alla framkvæmd fyrir hönd Knatt- spyrnufélagsins Týs. —ÞoGu. Næstu leikir í handboltanum 3. deildarlið Týs bregður undir sig betri fætinum um helgina. Fyrst skreppa þeir til Keflavíkur á föstudag og leika þar við heimamenn og á laugardaginn skreppa þeir í Hafnarfjörðinn og leika við Í.H. Týr er með 4 stig úr 2 leikjum í 3. deild og tróna þar á toppnum. Óska ég þeim góðs gengis um helgina. Þjálfari þeirra er Kjartan Másson. Þá bregður I. deildarlið ÍBV einnig undir sig betri fætinum um helgina. Stúlkurnar skreppa til höfuðborgarinnar og leika við Reykjavíkurrisana Víking (laugardag) og Val (sunnudag). Er ÍBV með 2 stig úr 5 leikjum og berjast hat- rammri baráttu við falldraug- inn. Óska ég þeim einnig góðs gengis um helgina. Þjálfari þeirra er Ingibergur Einarsson. I. deildarlið Þórs á ekki leik fyrr en 11. desember, hér heima við Stjörnuna. Það stafar af því að karlalandsliðið okkar tekur þátt í æfingamóti, Polar- Cup, á næstunni. Éeikir yngri flokkanna hefj- ast aftur 9. des. með fyrri leik 2. tlokks. 3. flokkur karla leikur næst mánudaginn 10. des. kl. 18:30. 3. flokkur kvenna leikur 12. des. kl. 17:00. 4. flokkur drengja 14. des. og 5. flokkur 12. des. Hvet ég áhugamenn um handknattleik að fjölmenna í Höllina á þessa leiki. —ÞoGu. Yinnslustöðin h.f. V estmannaeyjum heldur aðalfund fyrir árið 1983 laugardaginn 1. desember næstkomandi á matstofu félagsins og hefst hann kl. 18:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. —Stjórnin. Iþróttir Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.