Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 28.02.1985, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ Edda Tegeder ^’tnefnc^- Sveinn Tómasson Elías Bjömsson Ragnar Óskarsson (ábm.) Oddur Júlíusson Inga Dröfn Ármannsdóttir Ármann Bjamfreösson Baldur Böðvarsson Útgefandi: Alþýðubandalagiö í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Evrún h.f. Vm. _____________________________________/ Fjárhagsáætlun 1985 afgreidd Á fundi bæjarstjórnar hinn 20. febrúar s.l. var fjár- hagsáætlun fyrir bæjarsjóö og stofnanir hans fyrir árið 1985 afgreidd. Eins og oft áður voru bæjarfulltrúar ekki sammála um afgreiðslu áætlunarinnar bæði hvað snertir verklegar framkvæmdir og ýmsa þjónustu. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn höfðu þann háttinn á við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar nú að flytja sameiginlega breytingartillögur við allmarga liði hennar. Þessar breytingartillögur voru afrakstur ágæts samstarfs bæjarfulltrúa minnihlutaflokkanna sem fóru mjög nákvæmlega yfir öll gögn er vörðuðu áætlunina. Þær breytingar sem minnihlutinn lagði til að gerðar yrðu miðuðu fyrst og fremst að því að gera stórátak í verklegum framkvæmdum án þess þó að skera niður félagslega þjónustu eða aðra þjónustu á vegum bæjarfélagsins. Sem dæmi um verklegar fram- kvæmdir má nefna átak í varanlegri gatnagerð, undir- búning að byggingu starfsmannaíbúða fyrir sjúkrahús, hönnun framtíðaríþróttasvæðis, hönnun nýrrar sorp- eyðingarstöðvar og fleira. Tillögurnar gerðu ekki ráð fyrir auknum álögum á bæjarbúa. í þeim var gengið útfrá því að unnt væri að ná inn auknum tekjum meðal annars með hærra inn- heimtuhlutfalli gjalda, sparnaði á ýmsum sviðum og ýmsu öðru. Breytingartillögur minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn voru með öðrum orðum skynsamlegur valkostur bæði hvað snerti verklegar framkvæmdir og þjónustu. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar kom hins vegar í ljós að meirihluti Sjálfstæðisflokksins var á annarri skoðun. Tillögur minnihlutaflokkanna voru felldar ein af annarri og fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins síðan samþykkt. Betri konstinum var illu heilli hafnað og fyrir vikið verða mörg góð framfaramál að bíða enn um sinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur völdin og þau völd hefur hann nýtt sér til hins ýtrasta ekki aðeins við gerð fjárhagsáætlunar, heldur og á öðrum sviðum. Alþjóðaár æskunnar Samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna er árið 1985 tileinkað æskunni. Pessi ákvörðun felur í sér tilmæli til þjóða heimsins um að þær vinni sérstaklega að ýmsum verkefnum er tengjast æskunni, verkefnum sem meðal annars miða að því að gera ungt fólk hæfara til að takast á hendur þá ábyrgð sem það verður að bera. Verkefnin eru mörg, sum eru auðveld en önnur erfið, sum eru ekki mjög aðkallandi en önnur afar brýn. Það verkefni sem hvað brýnast er er því miður afar erfitt viðfangs en það er svo brýnt að ekkert má til spara við að leysa það. Hér er átt við fíkniefnavandamálið svonefnda. Á síðari árum hefur notkun fíkniefna færst mjög í vöxt. Fórnarlömb fíkniefnanna verða yngri með hverju árinu sem líður og víða úti í hinum stóra heimi er fíkniefnaneysla ungs fólks líkt við faraldur enda verða hundruð þúsunda ungmemid fíkniefnunum að bráð árlega. Hérlendis er e.t.v. ekki unnt að tala um faraldur í þessu sambandi. Hitt er þó engu að síður staðreynd að ríkniefnaneyslan er orðin stórfellt vandamál og við því þarf að bregðast með viðeigandi hætti og það tafarlaust. Leita þarf orsaka fyrir þessari óheillaþróun og vinna með markvissum aðgerðum að því að snúa henni við. Á alþjóðaári æskunnar væri þetta verkefni vel við hæfi. —R.Ó. Gullgæsin og sjómannaverkfall mills. „Færi nú að vænkast hagur strympu”. Fasteignaverð myndi rjúka upp úr öllu valdi vegna velgengni hér heima. Jafnt sem það lækkaði í hinni gjaldeyrislausu Reykjavík! Einu sinni var gæs, sem verpti gulleggjum, en eigandi hennar var svo óforsjáll, að slátra henni til þess að ná sér í gæsasteik. Og þar með hætti þessi verðmæta framleiðsla. Fyrir 2 vikum hélt spekingur mikill af Reykjavíkursvæðinu erindi í þættinum um daginn og veginn, í gamla gufuradíóinu. Sá var á því, að það væri óráð hið mesta að halda við byggð hringinn í kringum Iandið. Þar sem fólkið sveitist blóðinu við fiskvinnslu, landbúnað og ann- an óarðbæran fávitahátt. Nær væri að flytja heila klabbið af þessum dreifbýlislýð á mölina við Faxaflóa. Þar færi hin sanna verðmætasköpun fram, enda væru það Reykvíkingar sem héldu uppi með skattpeningum sínum allri þessari óráðsíu. í beinu samhengi af þessari rök- semdafærslu mannsins, vildi hann fleiri herstöðvar (radar- stöðvar voru skotmark númer 1 að áliti þjóðverja í loftorrust- unni um Bretland 1940) og fleiri álver. Það verður að viðurkennast að það var dásamlegt samhengi í þanka- gangi þessa manns. Talsmaður þess að leggja af helming heimila landsins og skilja eftir verðlaus. Talsmaður frjáls- hyggjunnar og frumskógar- lögmáls í mannlegum skiptum. Talsmaður aukins hernáms (enda pottþéttir 3 stjórnmála- flokkar á bak við það að hans áliti, kratar, íhald og fram- sókn). Fari maður að heil- ræðum þessa manns myndum við feðgar kaupa okkur stress- tösku með krómlistum, flytja suður, og færum að selja ilm- skeini, Svissneskt konfekt, ásamt myndböndum og fleiru virkilega gjaldeyrisskapandi, rápandi upp og biður Laugar- veginn ásamt öðrum í tösku- liðinu. Sjálfsagt yrðum við hreinni um hendurnar af þeirri „vinnu”. En því að gera við skítugan fiskiflotann og draga afla úr sjó. Hitt býður mér í grun að skerbúar og krummaskuðs- menn um allt land haldi uppi heila helv.... klabbinu í Reykjavík. Myndi fljótt sneið- ast um gull í pyngju þeirra þétt- býlismanna væri þeirra gullgæs fargað, þar sem eru sjávar- þorpin landið um kring. Má ske að Jóhannes allranefnda Nor- dal myndi bjarga gjaldeyris- hungraðri Reykjavík með því að selja meiri raforku undir framleiðslukostnaði? Með bessaleyfi, vil ég tala fyrir tungu okkar skermanna, og bjóða þeim þéttbýlis- mönnum að aflétta þeirri ómegð sem við höfum verið á þeim, þessari óbærilegu byrði. Munum við þá að sjálfsögðu halda öllum þeim gjaldeyri er hér skapast, flytja sjálfir inn allar okkar nauðsynjar. Og þar sem við værum þar með orðnir útlendingar í okkar landi myndum við kaupa af Nordal- inu raforku á álprís, segjum 15 Mundu það: Þess skulum við minnast að það eru ennþá hinir 4 þúsund fiskimenn sem sjá um það með sínum tækjum og áræði að þessi þjóð getur lifað á hólmanum norður við heimskaut. Ennþá koma 70% gjaldeyris frá þess- um fáu sálum. Þess vegna ber þessum mönnum best kaup á Islandi og útgerðinni að hún geti endurnýjað skipin. Þegar þessir hafa fengið sitt, má athuga hvort hægt sé að borga út ráðherrum og þingmönnum um mánaðamótin. Er nú kominn tími til að skera niður við trog eitthvað af þeim afætulýð sem þjakað hefur þessa þjóð svo átakan- lega að jafnvel skynsemdar- menn sjá þann kost vænstan að farga gullgæðum! Samninga við sjómenn nú þegar! Sig. Sig. frá Vatnsdal. Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 1984 Aðalfundur Sparisjóðs Vest- mannaeyja fyrir árið 1984 var haldinn 22. febrúar s.I. í upphafi fundarins minntist Sigurgeir Kristjánsson for- maður stjórnar Sparisjóðsins fjögurra stofnenda sjóðsins sem látist höfðu frá því síðasti aðal- fundur var haldinn. Þessir fjórir stofnendur Sparisjóðsins voru Þorsteinn Víglundsson fyrr- verandi sparisjóðsstjóri, Kjart- an Ólafsson frá Hrauni, Bjarni Gunnar Magnússon frá Lága- felli og Einar Guttormsson læknir. Á fundinum kom fram að heildarinnstæður Sparisjóðsins námu í árslok 102,3 millj. króna. Heildarútlán námu 80,8 millj. króna og bundnar inni- stæður í Seðlabanka íslands námu 29,4 millj. króna. í árslok 1984 var lausafjár- staða Sparisjóðsins mjög slænt en hún var neikvæð um 8,4 millj. Þetta leiddi af séróvenju- mikil vaxtagjöld til Seðla- bankans og hefur staða Spari- sjóðsins gagnvart Seðlabank- anum aldrei verið eins slæm og nú. Hagnaður ársins nam 400 þúsund krónunr, eigið var í árs- lok 11,8 millj. Á aðalfundinum urðu nokkrar umræður um stöðu Sparisjóðsins og var það álit fundarmanna og gesta að efla þyrfti sjóðinn til þess að hann yrði betur í stakk búinn til að þjóna Eyjabúum. Ný stjórn var kjörin og skipa hana nú Jóhann Björnsson, Sigurgeir Kristjánsson og Þor- björn Pálsson sem kosnir eru af ábyrgðarmönnum og þeir Arnar Sigurmundsson og Ragnar Óskarsson sem kosnir eru af bæjarstjórn. Löggilt endurskoðun er gerð af Endur- skoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar s.f. en forstöðu- maður hennar hér í Eyjum er Þorvarður Gunnarsson, en kjörnir endurskoðendur eru þeir Hermann Kr. Jónsson og Gunnlaugur Axelsson. í árslok voru starfsmenn Sparisjóðsins 11 og er það sami fjöldi og verið hefur undan- farið. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragnarsson og skrif- stofustjóri Guðjón Hjörleifs- son.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.