Eyjablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ EYJABLADID Ritnelnd: Ragnar Óskarsson (áhm.) Sveinn Tómasson Oddur Júlíusson Edda Tegeder Sigurður Sigurðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaevjum Prentvinna: EYRÚN h.f. Vestmannaeyjum Krafa um kaupmáttartryggingu Er ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks settist að völdum í maí 1983 hóf hún strax að framfylgja stefnu sem bitnaði mjög grimmilega á almennu launa- fólki í landinu. Stjórnin hefur nú afrekað það að gera ísland að láglaunalandi og hún hefur með fjandsam- legum aðgerðum sínum gegn launafólki innleitt meiri fátækt en hér á landi hefur verið um margra ára skeið. En ríkisstjórnin hefur ekki komið þannig fram við alla þegna þessa lands því hún hefur sýnt í orðum og verki að hún hefur velþóknun á milliliðum og alls konar braskaralýð sem fær að hagnast á óförum almenns launafólks. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin nefnilega flutt fjármagn frá þeim sem minna mega sín til þeirra sem vel standa, frá þeim fátæku til hinna ríku. Fegar svo er komið málum verður launafólk víðs vegar um land að standa þétt saman og setja fram ákveðnar kröfur um breytta stefnu, stefnu sem leið- réttir það hrikalega óréttlæti sem ríkisstjórnar- flokkarnir hafa komið á. Leggja þarf höfuðáherslu á að ná aftur þeim kaup- mætti sem var áður en núverandi ríkisstjórn komst til valda. Einnig þarf að tryggja kaupmáttinn með einum eða öðrum hætti. í þeim kjarasamningum sem framundan eru mun m.a. verða tekist á um þessar kröfur og í þeim átökum verður verkalýðshreyfingin að sigra. En sigur vinnst einungis ef verkalýðshreyfingin stendur þétt saman því þá getur hún sýnt það afl sem hún býr yfir. —R.Ó. Ný sókn Nú er landsfundi Alþýðubandalagsins nýlokið. Óhætt er að fullyrða að eftir fundinn stendur Alþýðu- bandalagið uppi sem sterkt afl og nauðsynlegt mótvægi gegn þeim íhalds- og afturhaldsöflum sem ráða ferðinni í landinu nú um þessar mundir. Fyrir landsfundinn höfðu andstæðingar Alþýðu- bandalagsins lagt ofurkapp á að telja fólki trú um að innan flokksins væri hver höndin upp á móti annarri og á fundinum mundi flokkurinn að öllum líkindum klofna, svo djúþstæður væri ágreiningurinn. En þessir andstæðingar Alþýðubandalagsins höfðu ekki erindi sem erfiði í þessum efnum og því eru þeir nú vonsviknir og sárir yfir því að þurfa að viðurkenna að Alþýðu- bandalagið stendur saman sem samhent og sterk heild. Vissulega voru menn ekki á eitt sáttir um allt sem um var rætt og svo sannarlega var skipst á skoðunum eins og eðlilegt er í flokki sem byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum, en þegar upp var staðið voru menn sammála um öll meginmál og nú er Alþýðubandalagið vel í stakk búið til þess að berjast af fullum krafti gegn þeim öflum sem nú eru við völd í landinu, þeim öflum sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að auka félags- legan og launalegan ójöfnuð. Þess vegna heitir Alþýðu- bandalagið á allt félagshyggjufólk að þjappa sér saman og hefja nýja sókn, breyta vonum í veruíeika. —R.Ó. VESTMANNAEYJABÆR ATVINNA! Starfsmann vantar tímabundið við heimilishjálp. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Jónsson í síma 1088. —Félagsmálaráð. Vígbúnaður I 1945 li<al AIIkiI hnnihs drnpfvd m \Vurlii Wjr II 1985 The wDftó's turrcni nuclíir wtiponi equ«l 6.667 Wortd W»r IL 20.000 megMons How long canwe live withthe arms race? Consider these facts: One U.S. Trident submarine carries 19 megatons, the fircpower of su Worid War IIs. 300 megatons can destroy every large and medium size city in the world. Together, the U.S. and the Soviet Umon now have enough nuclear weapons to destroy the worid 67 timcs. When is enough enough? If you believe that the arms race will have no winner and that a path to peace is possible, you can make a differcnce today by sending these messages to Washuigton and Moscow. I I Prfsidtm Ronakl Rragan Plriif vn*>»JI nuclejr wejpum. leymg | Generml SccrcUry íhi- Whue H.kjw immed»»cely Lei ihu be «he hr« ueploward * I Mikhmil Gorbmchev INll Pcnnsslwnu Avrnue mnre prnduciive duiogue m Genrvj >i«j I c/o Embav.) oí USSR Wjdnnj’iiT l)C 20050 jnd GenrraJ Serreu/) Gortakhrv nplorr | 1125 I6di Slrecl NW every pnuible palh loending ihe jrm\ r*.r ^ Wiihmgton, DC 200)6 Njme ________________ ...________________________ I N jmr _______________________ ___ Addrcw _________________________________________________________I Addrcvs___________________ Cn> ____________________________S«e__________Zip________________| Cily______________________ Ptemse viop «11 nuclcar weapons lesiing immrdmely Lct thu be Ihe hra Bep loward • morr produciive diatogue in Geneva as you and Presideni Reagan eipiore every pouibir palh lo ending ihe arms race -------------------------------------------I Ttus meaaage broughl to you in the pubtic imeresi by The Joan B. Kroc Foundaiion. 8939 Villa La Joila Dr.ve, Depi 2. San Diego. CA 92037 ðieCcner far Oefcrac Ufarmaion. WWungun. DC Hvenœr er nóg komið? Kjarnorkuvopnaforðinnídaggeture\4töllu lífiá jörðinni alls 67 sinnum. Nœr sjö þúsund sinnum meiri sprengikraffur en bondamenn notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Skoðaðu myndina hér að ofan aðeins betur. Hvað heldur þú að hún sýni? Jú, ótrúlegt en satt, hún sýnir okkur annars vegar hvað bandamenn vörpuðu af sprengjum í síðari heimsstyrjöld- inni, alls 3 megatonn t.v., og svarti flákinn til v. sýnir kjarnorku- sprengjumáttinn sem heimurinn lifir með í dag. Samtals 20 þús. megatonn eða hátt í sjö þúsund sinnum meiri sprengjukraftur en bandamenn notuðu í seinna stríðinu. Já, ótrúlegt en satt. Kjarn- orkuvopnaforðinn dugir til að eyða öllu lífi á jarðarkringlunni, ekki aðeins einu sinni, heldur 67 sinnum. Og ennþá halda stór- veldin áfram í kjamorkukapph- laupinu. Þessi mynd birtist á dögunum í auglýsingu í bandarísku tímariti. Það eru samtök gegn kjamorku- vígbúnaði í San Diego í Kaliforn- íu sem standa að baki auglýsing- unni og vilja með henni hvetja jarðarbúa til að senda þeim Gor- bachev og Reagan áskomn um að hætta þegar öllum tilraunum með kjarnorkuvopn.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.