Eyjablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Landsfundur Alþýðubandalagsins 1985 Stjórnmálaályktun Framhald I sjávarútvegi eru forsendur til að auka á skömmum tíma verðmæti svo nemur mörgum milljörðum króna. Meðal brýnna aðgerða í tengslum við sjávarútveg má nefna: — Að hækka þarf laun í fisk- vinnslu verulega og tryggja að þar haldist vel þjálfað starfsfólk sem njóti fyllsta atvinnu- öryggis. — Að unnt er að auka gæði framleiðslunnar verulega m.a. með betri meðferð afla. bættu skipulagi veiða og vinnslu og nýrri verðlagsstefnu. — Að nýta má hráefni mun betur en gert hefur verið. m.a. til framleiðslu nýrra afurða. — Að unnt er að auka sókn í fiskistofna sem lítið sem ekkert eru veiddir og ná meiri verð- mætum úr öðrum stofnum með skilvirkari stjórnun veiða. — Að þekking og margháttuð reynsla sem skapast hefur í sjávarútveginum getur orðið verðmæt útflutningsvara, ef að slíkri starfsemi er hlúð. — Að verulega verði dregið úr útflutningi á ferskum fiski. í iðnaði eru skilvrði til að ná miklum efnahagslegum árangri og fjölga störfum sem tengjast nýrri tækni og upplýsingum. Til þess að örva vöxt í þessum greinum þarf ríkisvaldið að hafa forgöngu um rannsóknir og þróunarstarf og ýta undir slíka viðleitni á vegum stofnana og fyrirtækja. Ef vel tekst til gætu störf í iðnaði af þessu tagi orðið allt að 20 þúsund um næstu aldamót. Þá ber að leggja sérstaka áherslu á nýjar greinar eins og loðdýrarækt og fiskeldi, og skapa skilvrði til þess að fullvinnsla afurða í þessum greinum geti orðið gildur þáttur í atvinnulífi þeirra bvggðarlaga þar sem slík starf- semi fer fram. Sýnt hefur verið fram á að fiskeldið eitt geti skilað að minnsta kosti ellefu milljörðum í þjóðarbúið um næstu aldamót. Koma þarf á kerfisbundnum stuöningi við ný fyrirtæki smá og stór. Sá stuðningur getur verið fólginn í ráðgjöf varðandi framleiðslu og tækni, en einnig í beinum stuöningi við markaðs- og þróunarstarfsemi. Taka þarf upp nýja bvggða- stefnu þar sem áhrif heima- byggða á þróun efnahagslífs aukist meðal annars við ráð- stöfun fjármagns til samfélags- legra verkefna og með jöfnuði í útgjöldum vegna opinberrar þjónustu. Til að ná þeim árangri að stórauka verðmæti hefð- bundinna atvinnugreina. koma á fót nýjum greinum sem byggjast öðru fremur á ís- lenskum auðlindum, aðstæðum og hugviti. þarf íslenska atvinnustefnu — stefnu Al- þýðubandalagsins í atvinnu- málum. Það er því eitt af höfuð- verkefnum flokksins nú og á næstu árum að ná samstöðu í þjóðfélaginu um þá stefnu, og skapa með því aðstæður til að nýta m.a. þá möguleika sem hér hafa verið nefndir. Það gerist best í eðlilegu samspili margra aðila, svo sem ríkisins, sam- vinnufélaga, sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og einstakra fyrirtækja. Hafna ber kreddum frjálshyggjunnar um að útiloka ríkið frá hvers konar þátttöku í atvinnulífinu, um leið og varað er við oftrú á að ríkið leysi allan vanda. Frumkvæði fólksins og samtaka þess er að mati Alþvðubandalagsins grund- vallarforsenda fyrir þróun og sókn í atvinnumálum. Stóriðja og frjálshyggja Vonir hægri aflanna um er- lenda stóriðju sem allsherjar lyftistöng framfara hafa ger- samlega brugðist. Samningur- inn við Alusuisse hefur reynst íslenskum raforkunotendum dýr. jafnt heimilum sem fyrir- tækjum. Alverið hefur árum saman einungis greitt þriðjung af framleiðslukostnaði hverrar kílóvattstundar sem það kaupir. Viðskipti af þessu tagi hafa óhjákvæmilega alvarlegar atleiðingar í þjóðarbúinu, þar sem auðhringurinn hefur lengi keypt nálega helming allrar raforku sem framleidd er í landinu. Alþýðubandalagið varar við einföldum lausnum í atvinnu- málum. Slíkar lausnir eru ekki til. Leggja ber áherslu á jafna Tanginn auglýsir: * A kjarapöllum þessa viku Okkar Venjulegt verð verð Ajax þvottaefni, 80 dl. askja ....... 27700 35290 Prana þvottaefni, 70 dl. askja ........ 232°° 2944,) Botaniq taumýkir, 2 lítrar ............. 9850 1 2490 Dún let taumýkir, 2 lítrar ............. 903° I 1490 Vel uppþvottalögur, I lítri ......... 62so 7940 Ajax hreingerningarl., 1250 ml. flaska 8370 10660 og markvissa þróun. þar sem allir möguleikar eru nýttir með eðlilegum hætti. A grundvelli atvinnustefnu Alþýðubandalagsins sem lýst hefur verið hér að framan og byggir á tveimur meginþáttum, breyttri tekjuskiptingu og auknum framleiðsluverðmæt- um í þjóðarbúinu. telur tlokk- urinn unnt að bæta lífskjör á íslandi á komandi árum. Til þess þarf pólitískan vilja í sam- félaginu, fylgi við pólitíska stefnu sem hefur það að mark- rniði að lífskjör hér á landi verði sambærileg við það sem gerist í grannlöndunum. Alþýðubandalagið hafnar afdráttarlaust stefnu frjáls- hvggjunnar. Flokkurinn hafnar þeirri fráleitu kenningu að efnahagsvandi þjóðarinnar verði eingöngu rakinn til rým- andi þjóðartekna. Alvarlegasta meinsemdin í þjóðfélaginu er sívaxandi misskipting auðsins. Ört lækkandi tekjur, vinnu- þrælkun, stöðugt öryggisleysi í félagslegri þjónustu og ófull- komið menntakerfi er af- rakstur stjórnar íhaldsaflanna, bein afleiðing þeirrar mis- skiptingar auðs og valda sem nú á sér stað í þjóðfélaginu undir forystu Sjálfstæðisflokksins með atbeina t'ramsóknarmanna og ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Alþýðubandalagið telur brýna nauðsyn að snúa þessari þróun við, snúa af braut stans- lausrar styrjaldar við samtök launafólks, af vegi lágra launa og stöðugrar kjaraskerðingar til þess að skapa aðstæður fyrir samkomulag um batnandi lífs- kjör. Skapa þarf skilyrði fyrir bættum lífskjörum til lengri tíma sem byggist á þeim póli- tíska ásetningi að breyta tekju- skiptingunni, auka framleiðslu- verðmæti þjóðarbúsins og bæta lífskjör launafólks. Þessar að- stæður eru ekki til undir nú- verandi rikisstjórn. Hún hefur aftur og aftur svikið gerða samninga við verkalýðshreyf- inguna. Þess vegna þarf nýja ríkisstjórn sem lýsir sig reiðu- búna til samkomulags við verkalýðshreyfinguna. I þessum efnum Ieggur AI- þýöubandalagið sérstaka áherslu á: Megináherslur AI- þýðubandalagsins 1. Að bæta í áföngum kaup- mátt launa og vega upp kjara- rán sem orðið hefur á undan- förnum árum. Stefna verðurað því samhliða auknum tekjum að 40 stunda vinnuvikan verði sem fyrst að veruleika fyriralla. Treysta þarf félagsleg réttindi verkafólks og bæta sérstaklega kjör kvenna á vinnumarkaði. 2. Að ákveða skatthlutfall og opinber gjöld á almenning, meðal annars greiðslur fyrir h vers konar opinbera þjónustu. 3. Tafarlaust verði sett veru- legt fjármagn í skattaeftirlit. rannsóknarstörf auðvelduð og sektir við skattsvikum marg- faldaðar. Lagaákvæði sem sett hafa verið að undanförnu í því skyni að ívilna fyrirtækjum verði afnumin. 4. Stuðlað verði að samstarfi bænda og neytenda. Búvöru- verð verði ákveðið til lengri tíma og lögð áhersla á að skera niður milliliðakostnaðinn og þannig skapaðir möguleikar til Iækkunar búvöruverðs. 5. Okurlánastöðvarnar verði bannaðar með lögum og hert öll lagaákvæði um bann við okri. Reynt verði að ná heildar- samningi um annan verð- tryggingarmæli en þann sem beitt hefur verið með afar rang- látum hætti. 6. Fylgt verði strangri aðhalds- stefnu í gengis- og peninga- málum. Forréttindi verslunar- innar til bankalána verði af- numin. 7. Mótuð verði ný húsnæðis- stefna sem felur m.a. í sér eftir- farandi: Hver einstaklingur þurfi ekki að verja meiru en fjórðungi dagvinnutekna til þess að standa straum af húsnæðis- kostnaði. Þáttur félagslegra íbúða- bygginga í húsnæðiskerfinu verði stóraukinn og innan þess fái að þróast mismunandi hús- næðisform: Leiguíbúðir, bú- seturéttaríbúðir, verkamanna- bústaðir og byggingarsam- vinnufélög. Komið verði á sam- ræmdu kerfi opinberra bygg- ingarsjóða, lífeyrissjóða, al- mennra lánastofnana og spam- aðar einstaklinga þannig að fjármögnun húsnæðis sé tryggð. Nauðungaruppboð verður að stöðva og koma undanbragðalaust til aðstoðar við það fólk sem er að missa húsnæði sitt vegna þess að við- varandi lífskjaraskerðingu og vaxtaokur hafa fyrirgert áætl- unum þess. 8. Skólakerfið og aðstaða uppeldisstéttanna verði strax bætt. 9. Hafið verði þegar í stað skipulegt átak til þess að hraða uppbyggingu dagvistarstofn- ana. 10. Undirbúningur veröi haf- inn að framkvæmd áætlunar um lýöræði í atvinnulífinu þar sem skref fyrir skref verði opnuð leið fyrir launafólk til þess að hafa áhrif á atvinnu- lífið. Byrjað verði á ríkisfyrir- tækjunum. 1 I. Samið verði um að koma á launamannasjóðum sem meðal annars trvggi skynsamlega ráð- stöfun hagnaðar og gefi fólki kost á eignaraðild að fyrir- tækjunum. 12. Endurnýjunaraðferð verði strax tekin upp við ráðningu allra æðstu embættismanna ríkisins. Gerð verði úttekt á ríkiskerfinu með það að mark- miði að hluti af verkefnum þess verði fluttur til byggðarlaga víðs vegar á Iandinu. 13. Þegar í stað verði tekin ákvörðun um að endurskoða öll áform um erlend lán ein- staklinga og fvrirtækja. 14. Dregið verði úr fjárfest- ingu sem hlutfalli af þjóðar- framleiðslu með niðurskurði verslunarfjárfestinga, fjárfest- ingar í bönkum, olíufélögum og hjá öðrum milliliðum. Dregið verði úr fjárfestingu í orku- verum. Barátta framundan Framundan eru sveitar- stjórnarkosningar. Þar verður tekist á um stefnu Alþýðu- bandalagsins annars vegar og stefnu íhaldsaflanna hins vegar, tekist á um málefni byggðanna og um stöðu ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, því sterkara sem Alþýðu- bandalagið verður í þeim kosningum þeim mun auð- veldari verður baráttan við íhaldsöflin á öðrum vettvangi. Aðeins 15 ár eru þar til ný öld gengur í garð. Næstu ár munu ráða úrslitum um það hvernig þjóðin verður undir það búin að takast á við verk- efni nýrrar aldar. Þá skiptir sköpunt hvort fylgt verður stefnu Alþýðubanda- lagsins um nýja sókn eða stefnu íhaldsins um niðurskurð og afturhaldssjónarmið í atvinnu- málurn. Nauðsynlegt er að unga kyn- slóðin geri sig mjög gildandi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor og í komandi al- þingiskosningum. Þannig fær unga fólkið kost á því að skapa sjáíft þau lífsskilyrði sem þjóð- inni veröa búin á næstu ára- tugum. I Vestur-Evrópu er hægri bylgjan að réna og vinstrimenn eru í sókn. Þessi nýja vinstri- bylgja mun einnig ná til fslands eins og greinilega verður vart þessa dagana. Næsta kosningasigur verður að nýta til þess að breyta þjóð- félaginu í átt til jafnréttis, betri lífskjara og aukins lýðræðis. Föstudaginn 1. nóv. s.l. varð Kaupfélag Vestmannaeyja 35 ára. Á þessum tímamótum var ný og glæsileg verslun að Goðahrauni vígð. Eyjahlaðið óskar Kaupfélagi Vestmannaeyja og Vestmanna- eyingum til hamingju í tilefni þessara tímamóta.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.