Eyjablaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 2
2 EY JABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Ritnefnd: Ragnar Óskarsson, ábm. Sveinn Tómasson, Guðmunda Steingrímsdóttir, Guðmundur Jensson, Drífa Gunnarsdóttir. Hæst hlutfall kvenna hjá Alþýðubandalaginu Prentvinna: Eyjaprent/Fréttir hf. Látum verkin tala Senn líður að bæjarstjórnarkosningunum. Það líður að því að bæjarbúar geri upp hug sinn um það hverjum þeir vilja fela það hlutverk að stjórna Vestmannaeyjabæ næstu fjögur árin. Eins og kunnugt er felldu bæjarbúar meirihluta sjálfstæðis- manna í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Það gerðist m.a. vegna þess að sjálfstæðismenn höfðu staðið sig með afbrigðum illa þrátt fyrir það að þeir hefðu öruggan meirihluta í bæjarstjórn. Nú við upphaf kosningabaráttunnar er hollt að rifja upp nokkur atriði sem urðu meirihluta sjálfstæðismanna að falli vorið 1986. 0 Á kjörtímabili meirihlutastjórnar sjálfstæðismanna hækk- uðu orkugjöldin jafnt og þétt. Hækkanir dundu yfir og sífellt stærra hlutfall úr launaumslaginu fór í að greiða orkugjöldin. Sjálfstæðismenn aðhöfðust ekkert til þess að breyta þessu ástandi. Um áramótin 1985-1986 fékk verkamaðurinn innan við 2 tonn af heitu vatni fyrir klukkustundar vinnu. Og þessi sami verkamaður fékk innan við 30 kflóvattstundir af rafmagni fyrir klukkustundar vinnu. 0 Á kjörtímabili meirihlutastjórnar sjálfstæðismanna greiddu foreldrar í Vestmannaeyjum hæstu dagvistargjöld í samanburði við það sem gerðist í öðrum kaupstöðum. Þannig lögðu sjálf- stæðismenn í raun aukaskatt á dagvistarþjónustuna. # Á kjörtímabfli meirihlutastjórnar sjálfstæðismanna þótti bygging verkamannabústaða með öllu óþörf. Það þótti ekki viðeigandi að gera láglaunafólki, einkum ungu fólki, kleift að eignast húsnæði á viðráðanlegum kjörum. „ Verkamannabústað- akjaftæði" varð andsvar sjálfstæðismanna við óskum fjölmargra um umbætur í húsnæðismálum. 0 Á kjörtímabili meirihlutastjórnar sjálfstæðismanna voru litlar sem engar framkvæmdir við höfnina, lífæð okkar Vestmann- aeyinga. Ekkert stálþil var rekið niður, enginn nýr viðlegukantur. Það var engu líkara en að sjálfstæðismenn vissu ekki lengur hvað slíkt væri. Og áfram mætti halda þessari upptalningu. En við skulum til samanburðar athuga hvað núverandi meirihluti hefur aðhafst í þeim verkefnum sem hér að ofan eru nefnd. 0 Strax á árinu 1986 var hafist handa um að finna lausn á vanda Fjarhitunar með það fyrir augum að geta lækkað orkugjöld til bæjarbúa. Nú hefur náðst sá árangur að orkugjoldin hafa lækkað að raungildi um 30%. Verkamaðurinn sem fékk innan við 2 tonn af heitu vatni fyrir klukkustundar vinnu fær nú um 3 tonn og verkamaðurinn sem áður fékk innan við 30 kflóvattstundir fyrir klukkustundar vinnu fær nú um 50 kflóvattstundir. 0 Foreldrar sem greiddu hæstu dagvistargjöldin undir stjórn sjálfstæðismanna greiða nú lægri gjöld en tíðkast í þeim sveitarfélögum sem við erum vön að bera okkur saman við. 0 Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið töluverðar fram- kvæmdir við höfnina. Megináhersla hefur verið lögð á gerð nýrra viðlegukanta. Fyrst var hafist handa um römmun austast í norðurhöfninni og nú eru framkvæmdir í gangi í kvosinni sunnan Skipaviðgerða. Þannig hefur hafnaraðstaðan batnað allverulega á yfirstandandi kjörtímabili. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gengur til komandi bæjarstjórnar- kosninga undir kjörorðinu: LÁTUM VERKIN TALA. í því sambandif er m.a. skírskotað til þeirra verka sem hér að ofan eru nefnd en einnig fjölmargra annarra sem unnið hefur verið að á yfirstandandi kjörtímabili. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins treysta því að bæjarbúar veiti fulltrúum þess áfram umboð til að klára þau verkefni sem þegar er unnið að og einnig til að leggja grunn að nýjum verkefnum bæjarfélaginu til heilla. R.Ó. HLUTAVELTA Hin árlega hlutavelta Kvenfélags Landakirkju verður haldin í Félagsheimilinu við Heiðarveg fimmtudaginn 26. apríl n.k. kl. 17:00. NEFNDIN Nokkur umræða hefur að undanförnu orðið um hlutföll karla og kvenna á framboðslist- um stjórnmálaflokkanna við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Einkum hefur þessi umræða magnast eftir að ljóst var hvaða útreið konur fengu á bæjar- stjórnarlista sjálfstæðismanna. Enn á ný hefur Sjálfstæðisflokk- urinn sýnt og sannað að hann er langt því frá að vera flokkur jafnréttis, hvað þá flokkur kynja- jafnréttis. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru að vonum óánægðar með sinn hlut en mega sín lítils gegn hinu harðsnúna karlaveldi flokksins. Þetta harðsnúna kar- laveldi telur í krafti sinna jafn- réttishugmynda enga ástæðu til þess að kona skipi sæti á fram- boðslista flokksins fyrr en komið er í 7. sæti. Þetta er hollt fyrir konur í Vestmannaeyjum að íhuga. Alþýðubandalagið hefur hins vegar lagt á það áherslu að jafna hlut kvenna og karla í framboðslistum. Þannig hefur Alþýðubandalagið m.a. sýnt í verki að það er jafnréttisflokkur. kosningunum 26. maí n.k. Til fróðleiks fylgir hér tafla sem sýnir hlutfall karla og kvenna á framboðslistunum til bæjarstjórnarkosninganna 1982,1986 og 1990. Hlutfall karla og kvenna við bæjar- stjórnarkosningar í Vestmannaeyjum 1982 Flokkur Karlar % Konur % Alþýðubandalag 11 tei 7 39 Alþýðuflokkur 13 72 5 28 Framsóknarflokkur 15 33 3 17 Sjálfstæðisflokkur 12 67 6 33 1986 Flokkur Karlar % Konur % Alþýðubandalag 9 30 9 50 Alþýðuflokkur 13 72 5 28 Framsóknarflokkur 13 72 5 28 Sjálfstæðisflokkur 13 72 5 28 Alþýðubandalagið velur jafnt hlutfall karla og kvenna á fram- boðslista sinn. Á meðan hrúgar Sjálfstæðisflokkurinn körlum í 6 efstu sætin en hefur konur þar fyrir neðan sem einhvers konar skrautfjaðrir. Slíkt eiga konur ekki að láta bjóða sér. Þess vegna eiga þær að hafna Sjálf- stæðisflokknum í bæjarstjórnar- 1990 Flokkur Karlar % Konur % Alþýðubandalag 9 50 9 50 Alþýðuflokkur 11 61 7 39 Framsóknarflokkur 11 61 7 39 Sjálfstæðisflokkur 12 67 6 33 Sumaráætlun Herjólfs Gildir frá 1. maí til 15. september 1990 Frá Vestm. Alla daga nema mánudaga og laugardaga 07:30 Mánudaga og laugardaga 10:00 AUKAFERÐIR Föstudagaogsunnudaga 17:00 AUKÞESSÁ fimmtudögum íjúníogjúlí 17:00 Frá Þorl.höfn 12:30 14:00 21:00 21:00 Sími 12800 Reykjavík @91-686464 Heriólfur h$. Vestmannaeyjum® 98-12800

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.