Eyjablaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 4
EYJAB LAÐIÐ Útgefancii: Alþýðutoancialagið í Vestmannaeyjum Fiskvinnsla = samdráttur Hörður Þórðarson Nú er svo komið að fiskvinnsl- ufyrirtækin í Vestmannaeyjum eru rekin á hálfum afköstum lungann úr árinu. Þá þykir ekki orðið fréttnæmt lengur þótt verkafólk sé sent heim á ber- strípað tímakaup, jafnvel yfir hávertíðina. Síðan er atvinnu- leysistryggingasjóðurinn látinn hjálpa til með launagreiðslurn- ar. Þegar kemur að kjarasamn- ingum upphefst Garðastrætis grátkórinn og syngur: „það er svo mikið tap og ekkert er til skiptanna" og undir þetta fá vinnuveitendur úr Eyjum annað slagið að tralla. Þá þarf að kalla saman fjörtíu til fimmtíu manns svo vítt og breitt af landinu til að setjast niður og reikna í svo sem einn til tvo mánuði, og útkoman verður auðvitað núll, því það hefur alla tíð verið svo að af engu er ekkert hægt að taka. Hvers vegna er svo komið? Ef þú spyrð stöðvaeigendur þá segja þeir að það sé flutt svo mikið út í gámum að þeir hafi bara ekki nógan fisk. En þetta er nú bara hálfur sannleikurinn, því þeir eru sjálfir stærstu út- flytjendurnir á óunnum fiski. Ég held að þetta sé ekki eina skýringin. Aðal skýringin er sú að þeir hafa gleymt að bregðast við vandanum. Það eina sem gert hefur verið er að draga úr rekstrinum og það svo mikið eins og meðfylgjandi yfirlit/tafla sýnir, að nú eru uggvænlegar horfur í atvinnumálum fisk- verkafólks. Hvað er þá til ráða? Nú eru örugglega ekki til nein- ar einfaldar lausnir á vandanum, en méí hefur alltaf þótt gaman að velta fyrir mér ýmsum hug- myndum jafnvel þótt þær virtust framkvæmanlegar. Væri til dæmis ekki hægt að sameina öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin fjögur. Þá væri hægt að setja upp eina fiskmóttöku, flökunar- og flatningsstöð. Síðan væri hægt að sérhæfa hvert hús fyrir ákveðnar fisktegundir. Hagræð- ið af þessu hljóta flestir að sjá. Eins og málin eru í dag eru allar stöðvarnar með vélar og tæki fyrir allar fisktegundir og jafnvel ekki nýttar nema brot úr degi. í þessum þætti einum eru fjár- festingar upp á tugi ef ekki hundruð milljóna. Nú kæmi sjálfsagt í ljós að sumsstaðar í þessu kerfi yrði mjög mikið að gera og annars- staðar minna. Þótt ég sé ekki talsmaður vinnuþrælkunar verð ég samt að viðurkenna að með- an ekki er hægt að greiða mannsæmandi laun fyrir átta tíma vinnu, kæmi sér örugglega vel fyrir marga að hafa mikla yfirvinnu. Ég er næstum viss um að þetta er ekki eina lausnin eða endilega sú rétta, en hitt er ég alveg viss um, að verði ekkert að gert er voðinn vís. Endaþarmurinn Ef ekkert verður gert, fáum við viðvarandi atvinnuleysi og það versta sem kæmi fyrir bæinn okkar er fólksflótti. Það versta sem ég held að geti komið fyrir fólk úr Eyjum er að þurfa að flýja til Reykjavíkur, enda hef ég alla tíð talið Reykjavík endaþarm veraldar. Hörður Þórðarson. Lengri opnunartími Guðmunda Steingrímsdóttir Áhyggjur útivinnandi foreldra ungra skólabarna heyra von- andi sögunni til á komandi skólaári. Félagsmálaráð og Skóladagheimili S.D.A. hafa ný- lega gert samkomulag sem felur m.a. í sér lengri opnunartíma og bætta þjónustu. Opið verður frá kl. 7:30 - 13:00 og í boði verður léttur hádegisverður áður en börnin fara í skólarin, Er þarna verið að koma til móts við for- eldra sem vinna úti allan daginn. Einnig fá börnin fylgd í í- þróttahús og skóla. Forráða- menn skóladagheimilis S.D.A. hafa sýnt mikinn vilja til að koma til móts við þarfir foreldra og barna. Boðið verður enn sem fyrr uppá að börn geti verið fyrri hluta morguns og fari þaðan í skólann. Einnig mun athugað sérstaklega að hliðra til fyrir vaktavinnufólki. Gjaldskrá verður sú sama og á Leikskólunum en foreldrar verða að greiða sérstaklega fyrir hádegisverð. Fjöldi ársverka í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum Ár Ársverk Hlutfall í % Dagv.st. (Dv/1700) miðað við‘83 1983 1.339.414 788 100.00% 1984 1.204.163 708 89.85% 1985 1.204.163 715 90.74% 1986 1.093.061 643 81.60% 1987 1.112.754 655 83.08% 1988 1.056.000 621 78.84% Er það von Félagsmálaráðs að foreldrar ungra skólabarna nýti sér þessa þjónustu í mun ríkari mæli en nú er gert. Guðmunda Steingrímsdóttir Reynt að blekkja Forystumenn sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum nota nú hvert tækifærið sem gefst til að reyna að sýna fram á að skuldir bæjarins og stofnana hans hafi aukist í tíð núverandi meirihluta. Þetta vita þeir sjálf- stæðismenn að er rangt en samt berja þeir hausnum við steininn. Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans hafa í tíð núver- andi meirihluta lækkað um u.þ.b. 240 milljónir króna. Með- fylgjandi súlurit sýnir hvernig hin raunverulega staða er miðað við lánskjaravísitölu um síðustu áramót. Forystumenn sjálfstæðis- manna virðast óánægðir með það að skuldirnar hafa lækkað að raungildi. Léleg málefnaleg staða fær þá til þess að beita blekkingum af þessu tagi. Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans Millj. kr. Meinhluti Sjáifstæðis- manna □ Meirihluti Alþýðubandalags Alþýðuflokks Framsóknarflokks Áramót 1936 1989- 1990 Sigurleif Guðfinnsdóttir Sumir koma daglega Um nokkurra ára skeið hefur verið starfrækt dagvistun ald- raðra á Hraunbúðum. Tilgangur með þessari þjónustu er að gera öldruðum kleift að búa eins lengi heima og kostur er. Á síðasta ári var veitt 50% staða sjúkraliða til að hafa um- sjón með dagvistun og vinna í samstarfi með heimahjúkrun. Sigurleif Guðfinnsdóttir hefur umsjón með dagvistun og snéri blaðið sér til hennar til að fræð- ast um starfsemina, en látum Sigurleifu hafa orðið. Dagvistarþjónusta er margþætt, í henni felst nær öll sú þjónusta sem heimilisfólkið hér fær. Einnig er hægt að nýta sér hluta af því sem í boði er t.d. af fólk vill koma hálfan daginn eða einn dag í viku og fá bað, kaupa sér hádegisverð o.s.frv. Sumir koma hingað og fara í föndur, hársnyrtingu eða fót- snyrtingu. Daglega koma hing- að átta manns, ýmist eru þeir hálfan eða allan daginn einnig eru þrír sem koma einu sinni í viku. Við bjóðum uppá akstur alla virka daga, leikfimi tvisvar í viku sem Guðný Gunnlaugs- dóttir íþróttakennari sér um, myndasýning er tvisvar í viku aðallega fræðsluefni frá Náms- gagnastofnun. Fannberg sérum upplestur á hverjum morgni sem er mjög vinsælt. í boði eru bæjarferðir tvisvar í viku, þá getur fólk farið í verslanir og banka. Nemendur úr Tónlistar- skólanum hafa komið nokkrum sinnum og haldið smá tónleika, sem hefur verið mjög skemmti- legt. Við förum í göngu þegar viðr- ar og meiningin er að taka upp sundferðir, nú þegar fer að vora. Föndrið er mjög vinsælt en þær mæðgur Hanna og Inga sjá um það. Opið er tvo daga f.h. og alla virka daga e.h. Ég vil nota tækifærið og hvetja aldraða til að koma í heimsókn eða leita upplýsinga hér í síma 11915 eða hafa sajnaband við Heru félagsmálastjóra sem hef- ur símatíma daglega í Ráðhús- inu. Látum verkin tala. Veljum fé 26. maí

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.