Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.12.1923, Page 2

Siglfirðingur - 24.12.1923, Page 2
18 Fullveldið 5 ára. Eftir Sigurð Björgólfson, flutt á skemtun U. M. F. S. 1. des. s. I. Niðurl. Pað er ekki tími nje staður til þess hjer að sanna það, þó það sje ósköp einfalt má!, að ísland hafi, heldur en hitt, borið skarðan hlut frá borði er gerður var hinn nýi sáttmáli 1918, og í gildi komst þennan dag fyrir 5 árum. Skal að- eins drepið hjer á tvent, sem beint snertir fjárhagshliðina; og þó frem- ur hið fyrra: Aður en hinn nýi sáttmálinn var gerður, galt ríkis- sjóður landssjóði íslands 60.000 krónur árlega. í stað þess koma nú ákvæði hins nýa sáttmála, þau, að ríkissjóður Dana greiði ríkis- sjóði íslands 2. miljónir króna einu sinni fyrir alt. Og fellur þó helm- ingur þeirra fjárhæða beint í skaut Dana aftur, þar eð hann legst til háskólans í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn legst til háskóla fsl. Eiga báðir þessir sjóðir þó í raun og veru að vera til styrktar íslensk- um vísindaransóknum og stuðnings íslenskum námsmönnum. Versta ákvæðið sem fylgdi þessu var það — og það er hið síðara af þessu tvennu er fyr var nefnt, — að ís- lenskir námsmenn fengu nú ekki lengur nein forrjettindi við hinn danska háskóla í Höfn. þ. e. Garð- styrkurinn hvarf úr sögunni. Með því eru allir efnalitlir námsmenn útilokaðir frá því að stunda nám utan landhelginnar nema þá með styrk frá sáttmálasjóðunum. En það er nú svona, þar er altaf undir högg að sækja: þ. e. náð þeirra er þeim fjárveitingum ráða. En liitt var altaf svo sem í lófa lagið og því síður nokkurn tíma talið eftir eða það látið í veðri vaka að þessi hafi orðið fyrir náðinni en ekki hinir. En margir okkar bestu og mestu mentamenn um margar ald- ir, þeir sem kasiað hafa frægðar- blæ á þetta land og þessa þjóð, og reynst henni drengir í raunun- um, hafa einmitt átt þessum styrk að þakka það að þeir urðu það sem þeir urðu eða með öðrum orð- um komust áfram að því marki er þeir settu sjer í öndverðu. Og jeg dreg þ a ð óhikað í efa, að íslandi verði þessi miljón sín að eins góðu SfGLFIRÐINGUR liði í framtíðinni eins og Garðstyrk- urinn var því áður, og hefði orðið því framvegis. Rað veit e n g i n n og það verður aldrei neinum töl- um talið hve ísland galt þarna mikið afhroð, — hve mikið það í þessu eina atriði lagði í sölurnar til þess að fá sjálfstæðið eða full- veldið. Reir hafa ekki hugsað út í það, nefndarmennirnir er þeir sömdu 13. grein sambandslaganna og sjer- staklega niðurlag hennar, hver áhrif þetta hefði á andlegt lífjfslendinga. Nei. Ekki einu sinni Porst. M. Jóns- son! En grátlega mikið er það sem íslensk menning og mentalíf hefur mist þarna. Pað geta þó kannske best þeir um dæmt er notið hafa. Og víst er um það, að Hafnarhá- skóli hefur jafnan verið sá Mímis- brunnur er íslendingar hafa ausió af — og að miklu leyti gefins. Pessi miklu og dýru rjettindi urð- um við að Iáta af hendi er gerður var hinn nýi sáttmálinn. — Menn munu nú kannske segja, að ísl. námsmenn geti notið vaxta hinna dönsku miljónar. Já, að vísu. En það verður með öðrum hætti og — »ólíkt því er var í fyrri daga.c Og dæmi eru orðin þess á þessum 5 árum, að efnilegum, íslenskum námsmanni hefur n e i t a ð verið um styrkinn þrátt fyrir það, þótt hann lögum og sáttmálanum samkvæmt ætti til þess fullann rjett og ótví- ræðan. En Danirnir töldu hann ekki hafa rjett til styrksins af því hann ætlaði að stunda nám við Pýska háskóla. Rarna sjest rjettlæt- ið og ofurlítið sýnishorn þess, hvers við megum vænta í framtíð- inni um þann styrk. Og þótt vjer reiknuðum okkur nú að fullu þess- ar tvær miljónir og hefðum fullan umráðarjett yfir þeim, sem ekki er, þá væri það samt sem áður lítill hluti þess er Jón Sigurðsson sann- aði að Danir væru búnir að draga af íslensku fje. Enda hafa þeir víst aldrei reynt að vjefengja það. Nei, enn sem komið er höfum vjer lítið grætt á fullveldinu nema ef telja skyldi það að ísland komst inn í hinn hágöfuga konungstitil og við eiguni — að vísu góðan — galloneraðan gesant útí Kaupmanna- höfn til þess að representera þar okkar sjálfsmensku. Að jeg ekki nefni Spánarlegáta og ýmsa flugu- menn er sendir hafa verið til Ameríku og reyndar of víða ver- öld til höfuðs áfengi en eflingar og brautargengis íslenskum salt- þorski, því lítið virðist ætla að verða úr Östlunds tilboðinu — því ver líklega. Nje heldur það, að skuldir þjóðarinnar hafa vaxið mik- ið og eru orðnar geipiháar. En það er þó bót í máli og óneitanlegur sjálfstæðisvottur, að við getum puntað upp á þær og kallað þær ríkisskuldir íslands - alveg gæsa- lappalaust! En, hvað sem öllu líð- ur — öllum annmörkum er hægt er að finna á fuliveldinu og byrjun þess, megum vjer ekki dæma það hart. Það er enn í bernsku og ó- líklegt að það verói íslenskri þjóð til annars en blessunar. Að minsta kosti a n n hver einasti íslendingur orðinu »fullveldi« og veit, að það er takmark, sem þjóðin hefur stefnt að og sjeð í hillingum margar ald- ir. Og það er trúa mín og líklega ykkar allra, að einhverntíma, löngu síðar en við erum komin undir grænan svörðinn, verði það talin mesta gæfan er ísland gat öðlast það að hreppa fullveldið, og fá það viðurkent ásamt fánanum þrí- lita. Og þá — þá fyrst verður ár- ið 1918 haft í heiðri, og 1. desem- ber jafnhelgur jólunum. Og þá verð- um vjer er nú lifum öfunduð af því að hafa lifað svo merkan at- burð í lífi þjóðarinnar. Retta skul- um við hafa hugfast og eigi síður það, að fullveldi er hlutur sem eng- in þjóð öðlast fyrirhafnarlaust, og aldrei verður metið til peninga þrátt fyrir alt. Frjettir. í nóvember s. I. voru sæmdir stórkrossi Fálkaorðunnar, Don Vin- cent Gutierrez de Aguera, sendi- herra Spánverja í Kbh., og Don Rafael Lópes de Lago, forstjóri verslunardeildar ráðuneytisins í Mad- rid, en riddarakrossi sömu orðu Don Eurique Valera y Ramirez de Saavedra, sendisveitarritari. — Virð- ist svo sem nóg sje um slíkar tild- ursendingar til handa þeirri þjóðinni, sem kúgað hefur oss jafn háðug- lega og Spánverjar. Á 5. ára afmæli fullveldisins, 1. des. s. I. var Sig. Eggerz sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar og

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.