Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.02.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.02.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 1. febr. 1924. 10. blað Nokkur frarntíðarmál Síglufjarðar*. i. Raflýsingin. Sögu raflýsingarmálsins hjer á Siglufirði er búið að rekja svo oft bæði í ræðu og riti, að jeg tel ekki þörf að fara út I þá sálma hjer. Aðeins skal jeg geta þess, að eins og mjer þótti um of flasað að framkvæmd þess máls í fyrstu, eins þykja mjer framkvæmdir í því máli ganga nú í seinni tíð í því ráð- leysis fálmi, og svo hikandi, • að litlu sje betra en flaustrið áður. Altaf er mælt vatnsmegin ánna, og þó er bærinn litlu nær, því ekki eru enn fengnar svo ábyggilegar mælingar, að hægt sje að segja um það með vissu, hvort það borgi sig fyrir okkur að virkja Seiá, eða hvað hlutfallið er á milli henn- ar og Hvanneyrarár. Lað er líklega naumast hægt að segja, að vatnsmælingarnar hafi kostað bæinn stórfje, en það er þó orðin talsverð upphæð samtals, og ergilegt til þess að vita að árang- urinn skuli ekki vera meiri. En nú fer vonandi að koma skriður á málið þegar búið er að ráða verk- fræðing til þess að gjöra áætlanir um virkjun bæði Selár og Skeiðs- foss. Allir Siglfirðingar eru mjer víst sammála um það, að það ástand *) Ritstj. »Siglfirðings« hefir góðfúslega boðið mjer pláss í blaðinu fyrir nokkrar greinar um bæjarmál. Mun jeg í næstu blöðum láta í Ijósi álit mitt á nokkrum þeini niálum er jeg tel einna mestu varð- andi fyrir framtíð bæjarins, og finna að í þeim efnum, því, sem nijer þykir aðfinslu- vert, hver sem í hlut á. En af því að tími minn, og rúm blaðsins, er hvorutveggja takmarkað, býst jeg ekki við að skrifa »tæmandi« um mál þessi. Geta þá aðrir tekið við þar sem jeg hætti. J. J. sem Ijósin eru í nú, sje lítt viðun- andi. Ber þar margt til og sumt sem oss er sjálfrátt aó ráða bót á, og sem hefði átt að vera ráðin bót á fyrir löngu. Vatnsmegin Hvann- eyrarár er svo lítið, að það þarf að halda því svo vel til haga, að ekkert spill'ist, Lengi vel lak vatnsþróin og spilti miklu af vatn- inu. Við þessu hefur verið gjört rtokkuð, en hvort úr lekanum er bætt til fulls, veit jeg ekki, en hitt vita allir, að daglega spillist þar mikið vatn á þann hátt, að það rennur yfir stífluna. Vatnsgeym- irinn er langt of lítill, Hann þarf að vera svo stór, að hann taki a. m. k. alt hió daglega aðrensli meðan vjelarnar vinna e k k i, o g h e 1 s t m e i r a. Úr þessu var og er einkar auðvelt að bæta, með því að dýpka gilið upp eftir, þar er laus möl, sem er mjög auðvelt að færa burtu, og ætti að bæta úr þessu strax í vor. Ef þróin lekur, þá er líka sjálf- sagt að gjöra við það, því vatnið í Hvanneyrará er okkur Siglfirðing- um gulis ígildi meðan við fáum ekki annan aflgjafa til Ijósa. Olagið á rafljósunum hefir oft verið slæmt, en þó hefir fyrst kast- að tólíunum í vetur, og má þar eflaust kenna mest um óhóflegri misnotkun rafmagnsins í fjölda- mörgum húsum, en sú misnotkun er aftur bein afleiðing af slælegu eftirliti með því, hvort ljósnotendur nota ekki meiri straum en þeir borga fyrir. Letta eítirlit heyrir að sjálfsögðu undir rafveitunefnd, og það eitis, þótt hún hafi falið það öðrum, t. d. rafstöðvarstjóra, þá ber henni þó engu að síður að hafa vakandi auga með, að hann framkvæmi þetta eftirlit, og að ganga ríkt eftir að kært sje til sekta hvert brot sem frarnið er á reglu- gerð raflýsingarinnar. Letta hefir ekki verið gjört, og þegar almenn- ingur veit með vissu að Pjetri eða Páli hefir liðist að hafa óleyft strokjárn eða kannske dálítinn raf- ofn, eða suðuplötu, eða bökunar- ofn, eða kaffihitara, — eða ef til vill þetta alt í einu, þá er það of- ur skiljanlegt að Jón eða Sigurður telji líklegt að sjer muni haldast uppi með það sama, og vandalaust mun að fá áhöldin, því jafnvel meðan að raflýsingin átti að hafa einkasölu á öllum rafáhöldum, versluðu kaupmenn hjer með strok- járn sem hverja aðra vöru, og vandinn var lítinn að setja áhöldin í samband við Ijósin. Pað er almælt í bænum, að bæj- arstjórn hafi leyft — eða liðið, sem í þessu efni er hið sama — öllum þeim er suðuplötur höfðu í sumar, notkun strokjárns fram til jóla eða jafnvel alt til þessa tíma. Ef þetta er satt, þá tel jeg slíkt í mesta máta vítavert, og bæjarstjórn hafa með því gengið lengra en vald hennar, þótt teyjanlegt sje, á nokk- urn hátt getur náð. Pað er öllum augljóst, að sá straumur sem strok- járnin eyða, á þeim tíma sem straum skortir til ljósa, er tekinn frá oss Ijósanotendum. Pað er m. ö. o. að bæjarstjórn gefur öðrum það sama sem hún hefir selt okkur við fullu verði. Jeg skora á bæjarstjórn að hrinda þessum áburði ef hann er ósannur, ella að færa fram gildar ástæður fyrir þessari ráðstöfun, að öðruni kosti má búast vió að margir tregðist við að greiða Ijósgjöld sín, enda full ástæða til þess ef þetta er satt. Pað heíur viðgengist, að stöku maður hefur selt eða eftirlátið öðr- um, rjett sinn til ljósa. Um þetta er í sjálfu sjerxekkert að segja ef flutningur Ijósanna hefur í raun og veru átt sjer stað. Pað efast enginn um það, að kaupendur hafi varðað um sinn rjett og fengið þau Ijós heim til sín sem þeir höfðu fengið eftirgefin, en hitt efa margir, að

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.