Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.02.1924, Page 2

Siglfirðingur - 01.02.1924, Page 2
38 SIOLFIRÐINOUR þau sjeu burtu tekin frá seljandan- um. Og hvernig er með rafljósin sem bæjarstj. samþ. að setja í fyrv. fundarsal sinn a ð e i n s t i 1 b r á ð a b . meðan h ú n notaði sal- inn til fundarhaida? Eru þau þar ekki ennþá? Retta, og ýmislegt fleira ber vott um, að rafveitunefnd gjörir sjer lítið far um eftirlitið, en allar þessar misfellur. koma niður á ljósnotendunum. Hemlarnir, sem samþ. var í vet- ur að setja upp hjá öllum Ijósnot- enduni, eru að sönnu spor í átíina ti! að bæta úr þessum brestum, en það er þó langt frá að þeir komi að fullum notum. Ljós lifa nótt eftir nótt, allan þann tíma sem vjelarnar eru í gangi, í fjölmörgum sölubúð- um, sjóhúsum og íbúðarhúsum án þess þar sje nokkur Ijósþörf. Eng- inn gerir sjer verulegt far um að spara þann straum sem honum er heimill. Á þ e s s u verður aldrei ráðin bót með hemlunum. Peir skamta aldrei annað en það, að ljósnotendur noti ekki meiri orku en þeir greiða gjald fyrir, en þeir gera þó gagn í þá átt, að koma í veg fyrir að menn sletti strokjárn- um og rafofnum ofan á hjá sjer. Og ekkert væri lakara að hafa gæt- ur á hemlunum við og við, því það er einkar auðvelt að stilla þá um. Reglulegir straummælar eru hið eina sem kennir fólki að spara ljósin, enda eini sanngjarni og heilbrigði inælikvarðinn fyrir ljós- gjaldið, því þá borgar hver ljósnot- andi aðeins fyrir þá orku seni hann notar, en ekki rneira, og þá er ekkert vafstur frekara, með alt eftir- litið. Pað gegnir mestu furðu, að rafveitunefnd skyldi ekki heldur taka þann kostinn að kaupa straum- mæla heldur en hemlana, því að sjálfsögðu liggur þaö fyrir að fá þá, strax þegar aukín raforka fæst til bæjarins. Sú mótbára gegn straummælunum, að með notkun þeirra, muni Ijósin verða spöruð svo mikið að raflýsingin beri sig ekki fjárhagslega, er hjegóminn einber. Hin er á tneiri rökum bygð, að stöðin muni ekki geta fullnægt þörfinni, en það gerir hún ekki hvort eð er, og það hlýtur að vera aðeins lítið tíma spursmál, að við fáum aukið rafmagn, og hefði þá verið heppilegra að fresta þessu, ef raflýsingin teldi mælana ekki skoma að haldi að svo vöxnu máli. Raflýsingin, eins og hún er nú, er algerlega óviðunandi og það er bænum bæði hnekkir og hneysa að hafa liana þannig fram- vegis. Retta mál þarf skjótra að- gerða; — skjótari en það lekur, að byggja nýa rafstöð inn við Skeiðsfoss eða fram við Selá. Bærinn (hafnarsjóður) á 70 HK. steinolíumótor í 5>Sandfoss.« Væri nú ekki tiltækilegt, að taka þessa vjel og láta hana knýja »Dynamo« til að bæta úr ljósaþörfinni í bráð? Nærliggjandi kauptún, (Ólafsfjörður og Sauðárkrókur) hafa komið upp hjá sjer raflýsingu, með steinolíu- mótor sem aflgjafa, og jeg hefi ekki heyrt annars getið, en að það gefist vel. Því skyldum við ekki geta notað hið samatil bráðabyrgða. Húsið er til, ef ekki álíst til- tækilegt að nota stöðvarhusið, — það er steinsteypuskúrinn á hafn- arlóðinni og þarf þá ekki að kaupa annað en »Dynamóinn.« Og jafn- vel þó hækka þyrfti ljósgjaldið sökum þess hvað steinolían gjörir orkuna dýrari, þá mundu þó ljó.s- notendur una því vel, ef Ijósin væru trygg. Með þessu myndi verða hægt að bæta úr Ijósaþörf þeirra húsa, sem bygð hafa verið seinustu árin og ekki hafa fengið rafljós, þótt um það hafi beðið, og ætti það eitt út af fyrir sig að vera næg á- stæða til að setja upp þanniglag- aða hjálparstöð. Jeg vona að menn skilji ekki orð mín á annan veg en þau eru meint, — að þetta yrði aðeins bráðabyrgða hjálp, meðan verið væri að koma upp aflstöð með vatnsorku, sem nægði bænum í langri framtíð. Rað er markið sem að verður að keppa með fullum dugnaði, en þó með fyrirhyggju. Hvort það verður við Selá eða við Skeiðfoss, skal ekki deilt um hjer. Mest er um vert, að bærinn fái þá orku sem hann þarfnast t i 1 I j ó s a. Mjer þykir hitt skifta minnu máli, að orka fáist til suðu, og til húsahit- unar í 20° frosti, hefi jeg enga trú á rafmagninu. Jón Jóhannesson. Eftirdæmið.* Jeg hefi þekt einn smiö sem tók til sín pilta til kenslu. Smiður þessi hafði það einkennilega göngulag, að hann gekk hálfgert út á hlið, hægri hliðin var ætíð framar á götunni, en sú vinstri. Fjöldi af Iærisveinum hans tóku þennan kæk eftir honum og festist hann við þá. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Nemendurnir álitu jkennarann að öllu leyti meiri mann en sjálfan sig, og skoðuðu hvað eina er hann aðhafðist, sjálfsagt til eftirbreytni. Petta er ekki nema eitt dæmi af þeim óteljandi mörgu er fyrir koma. Börnin taka upp háttu og siðu for- eldra sinna, þjónarnir húsbænd- anna, undirmennirnir yfirmannanna, lægri stjettar maðurinn hærri stjett- ar mannsins. Rannig gengur það altaf, að sá, sem er stigi ofar, hefir áhrif á þann söm er stigi neðar. Eftirdæmið og áhrifin koma jafnað- arlegast ofanfrá, og færast niður á við. Pess vegna er það, að eftir því sem maðurinn hefir hærri stöðu í mannfjelaginu, því meira ber honum að vanda framferði sitt til þess að efíirdæmi það er hann gefur, geti orðið tii góðs, en ekki til hins gagnstæða. En því er mið- ur, að svo virðist, sem siðferðis- þroski fylgi ekki jöfnum höndum með mentun og mannvirðingum. En þess ber að gæta, er um mann- virðingar er að ræða, að oftast eru þeir menn mest virtir, sem mest- um auð hafa yfir að ráða, en þótt auðurinn sje kallaður »afl þeirra hluta sem gera skal«, þá munu peningarnir einir sjaldan auðga andann, eða göfga hugarfarið. í hinu stóra siðferðismáli okkar ís- lendinga, bannmálinu, hefir mót- spyrnan verið mest frá hinum svo- kölluðu hærri stjettar mönnum. Pessir hærri stjetta menn eru ment- uðu mennirnir og auðmennirnir. Petta er sorglegur vottur þess, að hvorki mentun nje auður hefir haft þau áhrif á þessa menn, að þeir hafi sjeð hve þýðingarmikið mál þetta er fyrir alla þjóðina, þeir hafa ekki athugað eftirdæmið, er þeir sem hærri stjettar menn gáfu þeim *) [Qrein þessi er tekin úr »Litla Frain« 10. jan. s. I., með leyfi höf.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.