Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 28.03.1924, Blaðsíða 4
72 SIQLF IRÐINQUR HAKARLALIFUR kaupum vjer hæsta verði. Lifrina má leggja á land jafnt hjer á Siglufirði (hjá Guöm. Bjarnasyni, Bakka) sem í Reykjavík. H.f. HROGN & LÝSI Sími 262. — Reykjavík. — Símn.: Hrognolýsi. almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. 2. 0m gjald af háífu lyfsala til kostnaðar við eftirlit með lyfjabúð- unum. 3. Um löggilding verslunarstaðar í Hindisvík á Vatnsnesi við Húna- flóa. 4. Um brunatryggingar í Rvík. 5. Um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka. Aðrar þingfrjettir. Stjórnarskrárbreyting Jónasar feld við 3ju umr. í efrid. Neðrid. hefir samþykt breyting á lögum um rík- isskuldabrjef og að innheimta land- helgisbrot í gullkrónum. Ábyrðar- heimild Hafnfirðinga hefir verið vísað til 3ju umr. — Rá er komið fram frumvarp um skattfrelsi tyrir Eimskipafjelagið og annað um gengisskráningu. — Annars engar markverðar frjettir. Siglufjörður. Hermann Einarsson og kona háns hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa bæði börnin sín með fárra daga millibili, annað 3ja ára en hitt nokkurra mánuða. »S k í ð a k a p p m ó t I s 1 a n d s« hið fyrsta, fór hjer fram 22 og 23 þ.m. Fyrri daginn var keppt í loftstökki, 1,25 m. háu, fram í Hvanneyrardalsbotni, og tóku þátt í því 10 Siglfirðingar. Allir nema 2 stukku 20 m. og einn (Jóh. Þorf.) stökk 26 m. en enginn þeirra stóð stökkið. Fær því Skíðabikar íslands að kvíla sig eitt ár enn. — Síðari daginn var kept' í 576 m. langri sljettri brekku ofanaf Strák- hyrnutoppi niður í Hvanneyraidalsbotn. Tóku þátt í því 8 Siglfirðingar og stóðu brekkuna allir. Mestijm hraða (66 km. á klukkustund) náði Olafur Einarsson, og fjekk hann verðlaun. Þá var kept í 10 km. göngu og tóku þátt í henni 3 Siglfirð- ingar. Fljótastur varð Jón Kristjánsson (1. t. 2 m. 21 s.) og fjekk verðlaun. Mót- ið fór vel fram, en verst, að engir að- komumenn skyldu sækja það. Andrjes Hafliðason óskar þess getið, að það hafi verið hann sem fjekk Calrsberg-ölið með íslandi síðast. — Hann er líka sagður cinn af hluthöfum mentastofunarinnar þarna upp við Álalækinn. Hörmulegt slys vildi til uppi í gryfjununi í fyrramorg- un. Hrundi stykki úr bakkanum ofan á Erlend Jóhannson frá Helgustöðum í Fljótum, og braut báða lærleggina og iaskaði hann eitthvað meira. Hann var samstundis fluttur til Akureyrar eftir bráðabyrgðar aðgerð hjer. Ufsi veiddist hjer inn á pollinum í fyrradag, M.b. H j e ð i n rjeti til fiskjar í fyrradag og fjekk 800 kg. á 12 stokka. Bæjarfógetinn auglýsir á götuntim að lögtak fari fram innan 8 daga á fyrra helmingi útsvara og ljósgjalda yfirstandandi árs. Enga reikn- inga hafa menn fengið yfir gjöld þessi, sem þó hefur viðgengist hingað til, og virðist innheimtan því byrja aftanfrá að þessu sinni. — Því, þó það sje máske ekki lagaleg skylda að senda mönnuni slíka gjaldseðla, þá er það þó orðinn svo föst venja, að óverjandi virðist að hætta því nema að tilkynna það opinberlega. — En hvenær á að taka Iögtaki hjá þeim sem skulda frá í fyrra og hittifyrra? Ouðfinnajóhannsdóttir kona Baldvins Bjarnasonar, andaðist í gærmorgun Erl. símfrjettir. Út af uinræðum sem orðið hafa um hið geysilega verðfall franska frankans, (sem talið var stafa af þýsk-Amerískum bankasamtökum) og hinni skyndilegu verðhækkun hans aftur, hefir Morgan lýst yfir því, að hann álíti Frakkland óvinn- andi fjárhagslega. Grikkjakonungur hefir algjörlega neitað að segja af sjer konungdómi, þrátt fyrir eindregnar kröfur lýð- veldissinna. Opinber tilkynning hefir verið gefin út um það að frá 1. apríl verði sænskir bankaseðlar gerðir innleysanlegir nieð gulli. Rrándheimsbær í fjárhagskröggum. ískyggilegar horfur um kola- námuverkfal! í Englandi. Cement ódýrt og gott selja H.f. Hin. sam. ísl. versl. Hákarlslifur keypt hæsta verði. H.f. Hinar sam. ís. vers!. Mötorbátar geta fengið pláss yfir vortímann gegn sölu aflans fyrir hæsta verð. Semjið sem fyrst. H.f. Hinar sam. ísl. versl. Frjettir. Major Grauslund og frú eru á förum alfarin af íslandi eftir 10 ára forstöðu Hjálpræðishersins hjer. Mótornámsskeið hefir Jón S. Espholin haldið á Akureyri að til- hlutun Fiskifjelags íslands. Próf tóku 20 nemendur. Hæðstu eink- unn fjekk Oddur Ágústsson í Hrís- ey, 19 stig, en 22 stig er hæðsta fáanleg einkunn. Verzlunarráð íslands hefir fengið áskorun úr ýmsum áttum um að skora á alþingi að segja upp olíu- samningnum fyrir næstk. áramót. Tveir bændur úr Strandasýslu hafa tekið »Sindra« á leigu til há- karlaveiða í vetur og vor. Borgarstjóri í Vestmanneyjum hefur verið kosinn Kristinn Ólafs- son. Þann 23. þ. m. tók »Þór« 2 togara, þýskan og enskan, í landhelgi. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.