Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.05.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 17.05.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINQUR gi Sorpkassar, þessir sem hvert heim- ili er skyldugt að hafa, fást hjá Sophusí Árna. hreinan skjöld íyrir samvinnumenn nú upp á síðkastið, hefðu síðustu kosningar fallið annan veg. Pó jeg telji mig ákveðinn samvinnumann vil jeg af tvennu illu heldur þann mann sem sífelt er að gynna útúr mjer peninga fyrir brjóstsykur og epli, heldur en þann sem jeg veit aldrei hvað vill, jafnvel að jeg gæti trúað honum helst til þess að taka frá mjer með valdi minn síð- asta pening og stinga honum upp í einhvern Rússahópinn. Nei ef það skyldi koma fyrir að Jónas kæmist á rjettan kjöl sem óskandi væri að yrði sem fyrst, þá fær þjóðin ekki að flytja inn glingur og gottelsi enn heíur þá í afgang af lífsnauðsynjum sínum peninga til að auka framleiðsluna. Jeg gat um það hjer á undan að nýlega hefði jeg farið nokkuð yfir svo að jeg hafði kynst mönn- um og málefnum, og þá kyntist jeg einu er mig furðaði á að ætti sjer stað nú á dögum, auðvitað á þaó lítið skylt við það sem jeg hef talað um hjer að framan enn jeg ætla að segja mönnumsamt frá því. Jeg tók mjer far með Bergenska skipinu »Merkur« dálitla bæjarleið, þar þótti mjer heldur stinga í stúf við að ferðast með »Goðafoss« þar sem alt hjálpast að, að gera far- þegum lífið sem ánægjulegast, svefnherbergi og salir alt hið á- kjósanlegasta. Þá spillir þjónustu- fólkið ei ánægjunni sem altaf ersí- vakandi yfir því að gera alt það sem farþegar óska. Jeg var alveg hissa á því að Norðmenn skuli Iáta sjer detta í hug að senda skip upp til íslands sem ei hefur betra að bjóða farþegum á öðru plássi en raun var á í þessari fyrstu ferð skipsins hingað, svefnklefarnir voru að vísu allgóðir enn þá fer líka upptalið. t»að betra er jeg kyntist, salurinn, var sætalaus, svo fullur af dóti að naumast var hægt að troða sjer þar með fram, gólfið rennandi og skitugt, Pá var stúlka sem átti að þjóna mönnum, hún skammaði og rak menn úr öðru horninu í hitt, þar að auki gaf hún það ótvírætt í skyn, að aldrei hefði hún notið leiðbeininga Ólafíu Jóhannsdóttir í Kristjaníu um sið- sama hegðun. Við íslendingar ætt- um að vera vaxnir upp úr því að að geta lengur umgengist slíka dóna, sem þessi stúlka var. G. S. Gjaldþrot árið 1923. Samkvæmt innköllunum í Lög- birtingablaðinu hafa orðið 30 gjald- þrot síðastliðið ár. Er það sú hæsta tala, sem komið hefur fyrir síðan árið 1Q09, en það ár urðu 37 gjald- þrot. Annars hefur tala gjaldþrota undanfarih ár verið svo sem hjer segir: 1921 ... 21 gjaldþrot 1922 .... 18 1923 . . . .30 Af •gjaldþrotunum síðastliðið ár urðu 15 í Reykjavík, 4 í hinum kaupstöóunum, 7 í smærri kaup- túnum og 4 í sveitum. Gjaldþrotin skiftust þannig á at- vinnuvegina. Verslun........16 Útgerð og skipstjórn 4 Iðnaður........ 3 Bændur........ 3 Önnur atvinna .... 2 Ótilgreind atvinna . . 2 Meðal þeirra, sem urðu gjald- þrota, voru 3 fjelög (1 hlutafjelag til iðnrekstrar, 1 kaupfjelag og 1 verslunarfjelag). (»Hagtíðindi«). Frjettir. Finska deildin í norræna Kven- rjettindafjelagssambandinu hefir sent út fundarboð að 3ja norræna kvennaþinginu, sem haldið verður í Helsingfors á Finnlandi dagana 3.—5. júní n. k. — Hver íslensk LIFUR og tóm steinolíuföt borgar enginn betur én O. Tynes. kona, sem vill, getur sótt þetta þing. Tillaga hefir komið fram um það, að ísafjörður fái sjer bæjarstjóra. Kom hún fyrir bæjarstjórnarfund 30. f. m. og var vísað til nefndar. Tap sparisjóðsins á Eyrarbakka hefir verið metið á 440,633,80, Par uppí gengur varasjóður hans, 224, 467,26 en kr. 216,166,54 vantar til þess að sjóðurinn fái staðist tapið. — Búist er við að samningar tak- ist um að Landsbankinn taki við sjóðnum gegn því að innstæður manna verði afs^krifaðar um fimta part. Palladóma er »Vörður« byrjaður aó flytja um þingmennina. Byrjar hann á þeim landskjörnu, en ráð- gerir að ganga svo á röðina. Menn og mentir, þriðja bindi, er nýútkomið; um 800 bls. að stærð. Fjallar það um Guðbrand biskup Þorláksson og öld hans. Stöðvarstjóraembættið á Akureyi hefir verið veitt Gunnari Schram símritara í Rvík. Kristinn Ólafsson bæjarstjóri í Vestmanneyjum og settur bæjar- fógeti þar, gerði húsrannsókn í 6 stöðum, í áfengisleit, á laugardag- inn var. Fann hann bruggunará- höld á 4. stöðum og vínbirgðir á 5 stöðum. Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík hefur áformað að halda iðnsýn- ingu þar í sumar, sennilega í júní- mánuði. Fimm færeysk lík hafa rekið nálægt Grindavík; voru jörðuð í Rvík. Togararnir afla ágætlega.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.