Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.05.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 17.05.1924, Blaðsíða 2
00 SIOLFIRÐINGUR túnin talin 22031 ha., sem samsvar- ar 0,23 ha. á mann. Af þeim bletti má fá 1(5 af ársfóðri fyrir eina kú. 1Q20 voru garðarnir 453 ha. Á mann verða þá um 50 fermetrar. Af því má vænta Va tn. uppskeru af jarðeplum eða rófum. Þetta er vort ræktunarstarf í meira en 1000 ár. Meira en 1 milj. hektara af auðunnu landi bíða þess að mannshöndin breyti þeim í tún og garða. Alstaðar í sveitum, í kringum þorp og bæi, er óræktað !and. En fólkið flýr sveitirnar en er atvinnulaust í þorpum og bæj- um. Þannig eru ástæðurnar hjá oss, sem fram að síðustu áratug- um höfum átt lífsuppeldi vort að þakka jarðargróðri og þeim afurð- um, sem hann gefur. Vjer höfum notfært oss það, sem fyrir hendi var, en minna hugsað um það, að byggja upp fyrir óborn- ar kynslóðir. Land vort er enn lítt ræktað, en á ræktun þess byggist sjálfstæði vort, menning og þroski þjóðar vorrar. Vjer viljum því hefja nýtt land- nám, rækta landið og byggja það, svo að það gefi niðjum vorum betri lífsskilyrði en nú. Og þá munu menn læra að meta sína fósturjörð meira, elska hana og vera fúsir til stærri fórna. Vjer, sem nú lifum. teljum það hlutverk vort, að vinna að þessu markmiði. Vjer viljum stofna öflugan fjelagsskap, þar sem vjer í sameiningu, jafnt ríkir sem fátækir, styðja að því að rækta landið og stofná nybýli, með við- unandi húsakynnum og nægu landi til ræktunar eftir staðháttum. Þessi nýbýii eiga að standa bæði til sveita og í kring um kauptún vor. í sveitunum eiga þau að gefa við- unandi lífsviðurværi handa einni fjölskyldu. Við bæina geta þau verið bæði svo stór, að ein fjöl- skylda geti bjargast á þeim, og eigi stærra en það, að þau gefi garðávexti, egg, mjólk og kjöt til þarfa einnar fjölskyldu, sem einnig aflar sjer tekna á annan hátt. Það geta verið sjómenn, verkamenn, skrifstofumenn, kaupmenn eða aðr- ir. Af óræktuðu landi er nóg fyrst um sinn. Aðeins að allir leggi hönd á plóginn. Tökum dæmi Dana oss til fyrirmyndar á jótsku heiðunum. Til þessa hefir það verið erfitt fyrir einstaklinga að stofna nýbýli. Land hefir og eigi ætíð legið á lausum kjala. Lán til þess næstum ófáanlegt. Leiðbeiningar um bygg- ingar og ræktun af skornum skamti. Að byggja og rækta eitt nýbýli, svo viðunandi sje, útheimtir raikið starf og langan tíma. En sje nybýl- ið reist og vel ræktað, eru þar möguleikar til þess, að framfleyta einni fjölskyldu á komandi öldum. Og að tryggja sæmilega afkomu sem flestra fjölskyldna, er til ómet- anlegs gagns fyrir þjóðfjelagið. — Fjelagsskapur sá, sem hjer er um að ræða, verður að byggjast á því, að fjelagarnir vilji eitthvað af mörk- um láta. Vjer væntum að einstakl- ingar vilji greiða lífstíðar- eða árs- tillög. Vjer væntum að ríkið og bankarnir, bæirnir og sveitarfjelög- in vilji styðja fjelagsskap vorn. Vjer væntum, að ungmennafjelögin vilji styðja hann með frjálsri þegn- skyldu vinnu. Vjer væntum að þeir, sem hafa efni á, vilji styðja hann með frjálsum fjárframlögum o.fl. o.fl. Vjer vonum að allir skiiji, að hjer er um það að ræða að byggja og rækta landið — þann veg, sem liggur til menningar og sjálfstæðis. Verkefni þessa fjelagsskapar ætti að vera: 1. Að útvega land til ræktunar og nýbýla með sem bestum kjörum. 2. Að undirbúa þetta land til ræktunar með framræslu og vinslu jarðvegsins. 3. Að útvega þeim, sem byggja þetta Iand, sem hagfeldust lánskjör. 4. Að veita nýbyggjunum alla aðstoð og leiðbeiningar sem kost- ur er á. Frjettapistill frá Langanesi. Erl. símfrjettir. Nýafstaðnar kosningar í Frakk- landi fóru þannig, að Poincere mun verða að segja af sjer. Samningur hefur verið gerður við »Dansk Radio« um byggingu fjögurra loftskeytastöfða í Græn- iandi. Niðurl. Um stjórnmál tala menn lítið hjer, þó hafa menn all ákveðnar skoðanir á þeim og eru flokkarnir á því sviði tveir eins'og annarstað- ar; fjöldinn hugsar sem svo að ekk- ert eigi að gera til að rjetta við efnahag þjóðarinnar annað enn að banna stranglega innflutning á öllu því er ónauðsynlegtgetur kall- ast. Það verður að taka voðann frá óvitánum. Siglfirðingur segir að eftir 5 ár eigi starfsmenn kaup- staðarins að verða fyrirmynd stjett- arbræðra sinna útum land. Fyrst þið á Siglufirði hafið svona fagurt takmark á stefnuskrá ykkar, ættuð þið að bæta því við að þið kaup- menn þar skylduð Iáta Siglufjörð verða fyrsta kaupstaðinn til að hætta við að fíytja inn ónauðsyn- legan varning, þá myndi ykkar verða getið í sögu landsins sem mestu velgerðarmanna þjóðarinnar á hennar erfiðustu tímum. Hinir svokölluðu samkeppnismenn segja að eina rjetta leiðin sje að hafa verslunina frjálsa og auka fram- leiðslu í Iandinu, enn jeg spyr: Hvernig á að auka framleiðslu, og hvar á að taka peninga til þess þegar fjöldi, manna, sem eitt og annað vill gera, geta þaó ei vegna fjárskorts? Samkepnismenn eru ósköp kánkvísir yfir því að þeir hafi unnið frægan sigur við síðustu Alþingiskosningar, þjóðin hafi sínt það að hún vilji frjálsa verslun, en þegar betur er aðgætt mun sigurinn liggja í öðru. Líklega versti óvinur samkeppnismanna, Jónas frá Hriflu, hefur að mínum og annara dómi orðið til þess við síðustu kosningar, að hjálpa samkeppnis- mönnum til að ná meiri hluta á þann hátt, að undanfarið hefur hann farið sem versti flugumaður milli Samvinnustefnunnar og hinnar svokölluðu Bolsjevikkastefnu, enn samvinnumenn eða bændur vilja hana ekki. Jeg hef nýverið átt kost á því að fara nokkuð langt yfir og tala við ymsa mæta menn, sem eru ákveðnir samvinnumenn, enn sögð- ust illa trúa Jónasi. Ef hann hefði borið gæfu til þess að berjast með

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.