Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.09.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 05.09.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐIN I. árg. Siglufirði 5. sept. 1924. 33. blað Æfisaga Krists. í síðasta ársriti Fræðafjelagsins getur Vald. Erlendsson, íslenskur læknir í Danmörku, um bók með ofangreindu nafni, eftir ítalska skáld- ið og rithöfundinn Giovanni Papini, sem nú er nýkomin út í danskri þýðingu eftir mag. art. Knud Ferlov — Fer hjer á eftir útdráttur úr um- mælunum: »Giovanni Papini er álíka frægt skáld og rithöfundur sem d'Ann- unzio og var 'einn af máttarstóipum nýrri skáldskapar ítala. Hann var fútúristi í skáldskap, á sama hátt sem margir nýmóðins ítalskir málar- ar eru það í listaverkum sínum. Hann var afskaplega óbilgjarn á yngri árum og svæsinn vantrúar- maður, hæddi og smánaði trú og trúlyndi og var sjerstaklega ofstæk- isfullur gegn kristindóminum. En svo skeði það einn góðan veður- dag, ekki alls fyrir löngu, að lund hans breyttist algjörlega. Hann fór að rannsaka sjálfan sig, og sá þá hve tómt og innihaldslaust alt hið andlega líf hans hafði verið fram á þennan dag, og hann, sem nú var um fertugt, sá að hann hafði spilt hálfri æfinni í hugarórum og villu- myrkri. Hann vaknaði og snjeri við og varð ekki aðeins guðhræddur heldur einnig rjetttrúaður, rammkat- ólskur. Og nú hefir hann nýlega samið hina ofannefndu stóru og merkilegu bók um æfisögu Jesú Krists, sem er rituð með svomiklu sannfæringarafli og andagift og brennandi kærleika til Frelsarans, að sumir kaflar hennar minna á brjef Páls postula, eða hið óvið- jafnanlega Jóhannesar guðspjall. — -------Jafnlítið sem vjer þekkjum umheiminn, þekkjtim vjer oss sjálfa eða vitum hvaða kraftar búa eða ríkja í oss. Vjer getum ekki stöðv- að slag hjartans eða andardráttinn, getum ekki þrengt eða víkkað blóð- kerin eða hækkað og Iækkað blóð- þrýstinguna af sjálfsdáðum. Vjer höfum mjög lítil áhrif á hreyfingar og starf magans og annara melt- ingarfæra og meltingarkirtla og ekki heldur á hina innri starfsemi æxl- unarfæranna og á hina dásamlegu myndun hins líkamlega Iífs í móð- urkviði. Vjer getum ekki stjórnað, ekki minkað eða aukið æxlun og vöxt líkamsfrvumlanna. Enginn getur aukið einni alin við hæð sína eins og Meistarinn sagði. Og jafnlítið vald höfum vjeryfir sálarkröftunum, vitum næstum ekkert um starfsvið undirmeðvitundarinnar og sterkasti sálareiginleikinn, viljinn, er hjá flest- um ærið veikur og skorðaður, nenaa að hann sje leiddur og studdur af sterkari vilja eða lífsskoðun. En einn hæfiteika á maðurinn og og hefur að nokkru leyti vald yfir og það er hæfileikinn til að hugsa, til að rannsaka tilfinningar sínar og hugarhreyfingar og vega og meta áhrifin frá umheiminum og hinum andlega heimi. Hver sem gerir það með alvöru, kemst fyr eða síðar að raun um, að kjarninn í sálarlífinu, að minsta kosti allra þeirra manna, sem vaknaðir eru til nokkurs and- legs lífs, er þráin eftir æðra »lífs- plani«, hærra tilveruásigkomulagi, og löngun eftir að leggja sinn veika vilja undir vilja æðri eða æðsta máttar. Papini sannar ineð eldheitri andagift, að þessi þrá fullnægist' í hreinni, barnslegri trú á Frelsarann, sem með kenningu sinni og lífi opnaði augu lærisveina sinna, fyr og síðar, á sannleikanum, og er sá einasti, sem hefur vísað á leiðina til hins sanna andlega lífs í guðsrík- inu, sem hann boðaði. En margir, sem hneigjast að trú- lyndi, finna ekki fullnægingu fyrir guðræknistilfinningum si'num í kenn- ingum kirkjunnar, finnast þær of þröngvar-og kreddukendár, en þeir verða að gæta að því, eins og Henning Jensen hefur nýlega ritað um í »Illustreret Tidende«, að kirkj- an getur ekki gefið þeim aðraand- lega fæðu en. þau höfuðsannindi, sem hún er bygð á, að JesúsKrist- ur er guðs sonur og Frelsari mann- kynsins Petta er höfuðatriðið, grund- völlurinn undir öllu andlegu lífi, öll- um mannkærleika og miskunsemi á jörðinni. Öll bók Papinis er skörp rökleiðsla og söguleg staðhæfing þessára sanninda. Eins og gefur að skilja er öll lífs- saga Krists bygð á Ritningunni og auðvitað mest á Nýjatestamentinu, en öllu er safnað í skipulega heild Eu Papini kastar nýju Ijósi yfir margar kenningarMeistarans. Hann sýnir fram á, að margar skoðanir og kenningar Jesú voru alvegnýjar og áður óþektar í heiminum, og hlutu því að mæta hinni svæsnustu mótstöðu hjá svo íhaldssamri og kreddufastri þjóð eins og Gyðing- ar voru á hans dögum. Jesús er sá einasti og fyrsti friðarboði, sem auglýsir og kennir hinn sannakær- leika til allra, sem býður lærisvein- um sínum að elska óvini sína, að heimsækja glæpamanninn í fangels- inu, að seðja hungraða og svala þyrstum. Hann er sá fyrsti, sem heldur fram rjetti konunnar og barnsins, sem áður voru rjettlaus. Fyrir honum var sálarlíf og sálar- friður einstaklingsins höfuðatriðið. Hann sem sjálfur var saklaus og heilagur, barðist aðeins með and- legum vopnum gegn undirfeili, þræl- lyndi, hræsni og grimd heldri stjett- arinnar á Gyðingalandi, með óvið- jafnanlegri djörfung, og birtir hið sanna andlega frelsi með því að taka á móti bersyndugum og fyrir- gefa þeim syndirnar opinbeiicga, þrátt fyrir bræði Farisea, þegar hann sjer að sál þeirra er orðin endur-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.