Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.09.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 12.09.1924, Blaðsíða 3
SICSLFIRÐINGUR 135 keypis meðal hinna fátækustu heimila á ísiandi, í fiskiverumog á Hornströndum og öðrum út- kjálkum landsins, eðaáheimilum í öðrum sveitum, þar sem sjald- an eða aldrei kemur góðbók. En þó vildi jeg óska, að byrjað væri á nafna höfundarins frá Vogi eða Benedikt Sveinssyni, því að bók- in sýnir, hve miklu góðu kristinn og kærleiksríkur, og óeigingjarn eða samviskusamur maður getur orkað.----------- ------Það hefur verið sagt um íslendinga, að þeir geti ekki verið kátir, nema þeir fái sjer í staup- inu og drekki sig fulla, en það er dýrt að drekka brennivín og annað áfengi og það spillir heils- unni. Ein flaska endisteigi held- ur lengi, og nú kostar flaskan oft meira en eitt eintak af æfisögu Lincolns. Reir sem kaupa brenni- vín til að gleðja sig, ættu því heldur að kaupa æfisögu Lincolns og lesa hana. Hún er meiraverð en 1000 brennivínsflöskur, og menn geta lesið hana aftur og aftur og ávalt hlegið að kímnis- sögunum, og jafnvel orðið betri menn og meiri en áður, hamingju- samari og efnaðri. Rótt nú sjeu nærri 60 ár síðan Líncoln fjell frá, skemtir hann enn og vinnur að því með fyrirmynd sinni að hefja menn upp úr eymd og volæði.« Lundúnasamþyktin. Allir fulltrúar ríkja þeirra, sem hlut áttu að Lundúnafundinum, þar á meðal Þjóðverjar, hafa undirskrif- að samninga þásemþarvoru gerð- ir, en sú undirskriít átti ekki að fara fram fyr en þinghlutaðeigandi þjóða hefðu samþykt samningana. í enska þinginu voru samningarn- ir samþyktir mótstöðulaust, í franska þinginu með miklum meiri hluta, en í þýska þinginu eftir háværar um- ræður og eftir að þrisvar hafði orð- ið að slíta þingfundum. Oarðu kommúnistar margskonar þingspjöll og greiddu þeir allir og 30 þjóðernis- sinnar atkvæði á móti samþyktinni. Samkvæmt nefndri Lundúnasam- þykt er Þjóðverjum gert að gieiða fyrstu 5 árin: 1000. 1200, 1450,2000 og 2500 miljónir gullmarka árlega í sömu röð og tölurnar eru tilfærð- ar. Eftir 1930 er gert ráð fyrir að þeir greiði 2500 miljónir gullmarka árlega um óákveðinn tíma. Upphæð þessa á að taka sumpart af tekjum n'kisins og sumpart af rekstri stór- iðnaðarins og járnbrautum, s e m gerðar verða að hlutafje- 1 a g i e i n s t a k r a m a n n a. Ameríkumaðurinn Owen Young hefur verið skipaður forstjóri skaða- bótamálsins, og á hann að veita móttöku öllum skaðabótagreiðslum þjóðverja. Þýska stjórnin með öflugan þing- meirihluta að baki sjer, virðist hafa einlægan áhuga á því, að uppfylla þau skilyrði, sem Lundúnasamþykt- in leggur hinu þýska ríki á herðar, enda þótt svo virðist, sem þeir hafi ekki komist að neinum kostakjörum. En með undirskrift Lundúnasam- þyktarinnar virðist skaðabótanaálin vera komin í betra og tryggara horf en nokkru sinni áður. Borgarstríð í Kína. Borgarstríð er hafið í Kína. Er borgin Shanghai í hættu stödd af uppreistarhernum. Hafa stórveldin Bretland, Bandaríkin og Japan sent þangað, herskip og erætlun þeirra að vakayfirlífioghagsmunumútlendingiá þar. Allar samgöngur til borgarinnar landmegin hafa verið stöðvaðar af uppreistarhernum og símasamband slitið. Smáskærur hafa orðið síðustu dagana í nánd við borgina en eng- ar stærri orustur. Búist við úrslita- orustu innan skamms. Markmið uppreistarinnar er að ná yfirráðum yfir Shanghai og hjeruðunum um- hverfis. Telur uppreistarherinn 40 þúsundir manna og er foringi hans Chihsi Yuan hershöfðingi. D a 5 1 3. Merktur þorskur, Da 513, veidd- ist á vjelbát S. A. Blöndals 9. þ. m. á 50 faðma dýpi austur af Siglu- nestá. Lengd hans var 0.70 metrar, ummál 0,39l/a in. og þyngd 2,900 I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju sunnudagskvöldi kl. 7,30 í leikfiniishúsinu. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan >Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjnm sunnudegi kl. 3 á sama stað. kg. Skýrsla um veiðina hefur verið send Bjarna Sæmundsen fiskifræð- ing. Þeir sem skulda fyrir blöð, eru á- mintir um að borga þau nú þegar. Friðb, Níelsson, G æ r u r og haustull katipi jeg hæsta verði Soph. Árna. Fylkir níunda hefti, er ársins besta verkvísindalega ritið. Fæst hjá Frfðb, Níelssyni. Svuntur verða seldar með 20 prc. afslætti aðeins næstu viku Friðb. Níelsson,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.