Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.10.1924, Side 2

Siglfirðingur - 25.10.1924, Side 2
154 SIOLFIRÐINOUR frain yfir Gunnlaug. Retta er stað- reynd sem ekki verður hrakin, þótt reynt kunni að verða að láta það líta öðruvisi út í »nánustu framtíð«. Rað er nógu gaman að því þeg- ar vondur málstaðurfær svona rjett- mæta útreið. Enda kemur að því æfinlega að lokum, að góður mál- staður gengur af hólmi með sig- uririn, jafnvel þótt um Siglfirskar bæjarstjórnarkosningar sje að ræða. A r i . Mannfjöldi á íslandi 1923. Samkvæmt nýkominni skýrslu frá Hagstofunni voru íbúar landsins við árslok 1923 97758 og skiftast þannig milli kaupstaða og sýslna. Reykjavík..................20.148 Hafnarfjörður .... 2.579 ísafjörður..................2.099 Siglufjörður................1.335 Akureyri....................2.871 Seyðisfjörður .... 933 Vestmanneyjar .... 2.708 Oullbr. og Kjósarsýsla . 4.074 Borgarfjarðarsýsla . . . 2.445 Mýrasýsla................1.834 Snæfellsnessýsla , . . 3.735 Dalasýsla...................1.8Ó9 Barðastrandasýsla . . . 3.252 ísafjarðarsýsla .... Ó.258 Strandasýsla................1,711 Húnavatnssýsla , . . . 4.200 Skagafjarðarsýsla . . . 4.216 Eyjafjarðarsýsla . . . . 5.117 Ringeyjarsýsla .... 5.594 Noróur-Múlasýsla . . . 2.979 Suður-Múlasýsla . . . 5.464 Austur-Skaftafellssýsla . 1.144 Vestuf-Skaftafe!ls?ýsla . 1.845 Rangárvallásýslu . . . 3.745 Árnessýsla..................5.603 Samtals á landinu 97.758 Samkvæmt þessu hefur fólkinu fjölgað um 1325 manns árið 1923, en um 1207 árið 1922. Aftur á móti hefur fjölgunin 1921 ekki verið nema 536 manns. — Alla fjölgunina, sem orðið hefur á þessum árum hafa kaupstaðirnir gleypt, og heldur meira til, því að fólkinu heíur smá- fækkað í sýslunum, hjer um bil um 200 manns á ári síðustu árin. Af mann'jölde.num 1923, voru 47.438 karlar og 50.320 konur. Hafa þá af 'nverju þúsundi manua 485 verið karlar, en 515 konur. F I j ó í f e r ð. Að morgni hins 17. þ. m. lagði bæjarstjórnarskipið Sandfoss frá hafnarvirkjum Ásgeirs Pjeturssonar þar sem bæjarstjórnin hefir haft flotastöð sína í seinni tíð. Foringi fararinnar var prokuratör bæjar- stjórnar og kngetiiör, hr. Fióvent. Ferðin gekk slysalaust eins og menn geta gert sjer í hugarlund á því, að hinn 18. þ. m. kl. 6 e. m. var skipinu lagt að bólverki Kvöldúlfs, hinu austasta. Síðari hluta leiðnr- innar tók þátt í förinni snjóplæginga- fræðingur og vara-ingeniör bæjar- stjórnar, hr. meðhjálpari og passe- partout* Bíldahl (með h-i). Hvort liann hefur átt að taka þátt í för- inni sem vísindalegur leiðtogi á haffræðilegu sviði e^a hvort hann hefur átt að »navigera fartauið«, veitjeg ekki, en líklegt er að hann hafi skroppið þetta sjer til heilsu- bóta og hressingar eftir kosninga- ósigurinn, þá er Jörgensen fjell. Lest skipsins var hinn stórfrægi hafnamefndar-rafljósa-leðjupramma- pumpumótor og var þettafyrsíiáfang inn á krossgöngu hans upp á ljósa- stöð. Vegalengd sú er skipið fór á hálf- um öðrum sólarhring álíst að vera niuni 300 metrar og ef reiknað er með sama hraða, er óhætt að gera ráð fyrir að mótorinn verði kominn á ákvörðunarstaðinn seint á þorra 1925. Og má þá segja að hans »nedkomst« verði tveim mánuðum seinna en foreldrarnir reiknuðu. Heyrst hefir að Flóvent hafi ætlað að bjóða nágranna sínum Fanndal með í sæför þessa ásamt Jörgen- sen, en það færist fyrir af því að hann lagði á stað svo tímanlega að ekki var liægt að ná í »hrút« í nestið. Halda menn þó að báðir þeir hefðu haft þess fulla þörf að *) Passepartout (frambr, passpartú) er franska og þýðir »alt í öllu«. Svo hjet þjónn Philiasar Fog hjá Julius Verne í sögunni Umhverfis jörðina á 80 dögum. Höf. fara slíka sióferð, þvf þær eru tald- ar styrkjandi þeim er nýlega hafa orðið fyrir taugaveiklun, hvort sem hún stafar af kosningavonbrigðum eða ekki. S a i I o r. Frá ísafirði. Á ísafirði eru bolsevikkar í meiri hluta í bæiarstjórn. Fyrir nokkru keyptu þeir eign afli.f. Hæstakaup- stað en leigðu hana um leið sama fje- lagi í 10 ái íyiir 30 þús. kr. árs- leigu. Nú hefur fjelagið óskað eftir að losna viö leigusamninginn og bæj- arstjórn samþykt það, bótalaust frá fjelagsins hálfu. Um þetta segir Vesturland: »Eiiikeimilegt var að lieyra sömu menn sem hjeldu því fast fram í fyrra, að hluthafar Hæsta væru svo efnalega sterkir, að þeir væru full- trygg ábyrgð fyrir 10 sinnum 30 þúsund krónum, komast svo að orði um þá nú, að þeir væru »eink- is virði. Ekki virðist sjáanleg nema ein skýring á framkomu meirihlutans í bæjarstjórn í þessu máli, og er þess að vænta, að hið opinbera taki það til raimsóknar, eins og því að sjálfsögðu ber rjettur og skylda til að stöðva það, að bærinn sé þannig fjeflet!ur.« Fleiri kveða nú fast að orði en Siglfirðingur, og fleiri fá þungorða »kritik« en bæjarfulltrúar Siglufjarð- arkaupstaðar. Fyrsti annáll fyrir 1924. Pað hefir verið merkisár fyrir þetta land og eigi síður Siglufjörð en aðra staði þess. Skulu hjer taldir fáir atburðið af mörgum er Siglu- fjörð snerta. Pann vetur var tíð góð frá árs- byrjun til fardaga. Á þorra mátti vel leysa út kýr ef eigi hefði verið hávetur og jarðbönn sakir snjóa, svo var þá mild tíð. Pá kom eng-

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.