Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.12.1930, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 20.12.1930, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR T ó m 1 æ t i. í 5 '. íöiuhlaöi „Sigifirðings" sá jeg :■ síuttlega getið, sem jeg að vísu iiafði áður heyrl, að konungur liefði þ. 17, nóvember sæmt sjera Bjarna Forsleinsson prófessors-nafn- bót. Skildist mjer það á mörgum kunningjum mínum hjer, að þeir væntu þess, að þessa viðburðar mundi mjög getið hjer, svo merki- legur sem hann er og svo mjög sem hann snertir Siglfirðinga. En um fiest heíir blöðunum hjer orðið tvíræddara en þetta, ogenginmerki hefi jeg enn þá fundið þess, að bær- inn í heild skildi til nokkurrar hlýt- ar hvað gerst hefir, nje heldur bygg- ist til að taka þessum fagnaðartíð- indum svo, að hneisulaust.verði. Sannlega er það merkur viðburð- ur, er æðsti stjórnandi landsins veit- ir einhverjum borgara þess eina hina mesta viðurkenningu og sóma sem unt cr. Ekki svo mjög vegna viðurkenningarinnai; sjálfrar, og er hún þó vissulega mikilsverð og nauðsynleg, heldur vegna þess, að tilefni slíkrar sæmdar er æfinlega merkilegt og þjóðholt starf, í listum eða vísindum, eða hvorutveggja. Er það því, ef rjett er skoðað, þjóðinni allri fagnaðarefni, er þeir menn, sem afreksverk hafa unnið, hljóta verð- ugt lof og viðurkenningu, því það er merki þess, að þjóðin hafi að einhverju lciíi skihð og nytfært sjer verk þeirra, Og þjóðinni er holt að minnast sém oftast sirina mestn og bestu manna, og ætti ekki að láta til þess nokkurt tækifæri ónotað. Að dá og hylla afreksmenn er enginn sleikjuskapur, heldur aðdáandanum, til sóma og andlegrar gagnsemdar. Mjá Grikkjum hinum fornu voru þeir, sem sigrað höfðu í einhverri íþrótt eða mennt við Olimpiuleikana nyllir af alþjóð og þeim veitt hið mesta heiðursmerki, lárviðsrsveigur- inn. En sjerstaklega er það frægt i sögum, liversu ættborgir hetjanna og afreksmannahna vegsömuðu þá, og þóttist hver sú borg hafa höndlað hið mesta hnoss, sem gat eignað sjer einhvern slíkann. Ennþá helst sá sami siður um heim allan, með- al landa, borga og bæja. En hjer vildi jeg sjerstaklega minnast þess, hve vel Akureyringar skyldu sóma sinu, er þeir jafnan höfðu í há- vegum skáldjöfurinn Matthías Joch- umsson og gerðu hann loks að heíð- ursborgara bæjarins með tiihlýði- legri viðhöfn. Sýndist þar flestum landsmönnum á einn veg um, að Akureyringar sýndu það í verkinu, að þeir væru menn þess um komn- ir að ala með sjei stórmenni. En athugum nú hvernig Sigl- firðingum ferst. er þeir skulu snú- ast við likum manni og atburði og Akureyringar forðum. Rás viöburðanna hefir hagað því svo, að Siglfiröingar eiga því láni að fagna að hafa um langan aldur haft að samborgara og presti einn þeirra þriggja manna, sem konung- ur nýlega sæmdi prófessorsnafnbót. — Sem maður og prestur er hann elskaður og virtur af sínum sam- borgurum. Sem listamaður og fræði- maður ávinnur hann sjer eina hina bestu viðurkenningu og metorð sem íslenskt vald getur veitt. Allir full- ' vita Islendingar þekkja verk hans. Sönglög hans eru sungin og spiluð um land alt, í hátíðasölum og lág- um hreysum og sálmalög hans hljóma frá fiestum kirkjum landsins við hverja messugjörð og helgiat- höfn. — Hann er frumkvöðull þess og brautryðjandi að nú er að vaxa upp skilningur á dýrmæti þjóðlag- anna og braganna íslensku, og er þjóðlagasafn hans hið fyrsta veru- lega verk í þá átt og alt stórmerki- legt, enda heimiidarrit um þær greinir. Og enn er hann einn hinna ættfróðustu manna á íslandi og munu þó almenningi minna kunn þau fræði hans en vert er og síðar mun verða. Er æfistarf sjera Bjarna á allati veg svo umtangs- og þýðing- armikið fyrir íslenskt þjóðlif og ís- lenska endurreisn, að ekki má út yfir sjá nje til grunns greina, og mun þó enn síðar meir og betur skiljast íslendingum. Pykir mjer ekki ólíklegt að það muni í fram- tiðinni þykja ærið virðulegt rann- sóknarefni, eins og jafnan verður um gagnsemdaráhrif hinna bestu manna. Af þessu. sem hjer er lauslega og ónóg á drepið, hefði máttætla, að Siglfirðingar, og þá sjerstaklega þeirra forráðamenn, bæjarstjórn og aðrir embættismenn, hefði nú, er þeim barst rækilegt tilefni, brugðið við skjótt og sjeð sinn eiginn sóma í því, að hylla á verðugan hátt þenn- an merka samborgara, sem að af- relcum og lærdómi er hinn mesti sem Siglufjörður hefir nokkurntíma átt eða ef til vill eignast. Má á þvi verða engin bið að hafist sje handa ef bærinn allur í nútíð og frarntíð á ekki að hljóta staka ófiemd af tómlæti sínu um megin sæmdarmálefni. Skal SIGLFIRÐINGÚR kemur út á lnugnrdögum. Kostar inn- anlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaöið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árghngurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddar. Afsláttur ef mikið er nuglýst. Útgefandi: Borgarafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.: F r i ð b . Níelsson Pósthólf 118. Sími 13. jeg til einskis ráða um það, með hverjum hætti hjer veröur rækt skyldan, Par gera menn umeinsog þeir eru menn til. En jeg vil sjáff- ur ekki láta ónotað tækifærið til þess að flytja sjera Bjarna Porsteinssyni prófessor hugheilar hamingjuóskir í tilefni af þessum verðuga sóma hans og ennfremur grónar þakkir fyrir alt það gagn og alla þá gleði sem verk hans hafa ávalt og munu ávalt veita mjer. Siglufirði 13. des. 1930 K. P. Jakobsson, Efnahagsreikningar Siglufjarðar 1929. Efnahagsreikningar Siglufjarðar- kaupstaðar (bæjarsjóðs. hafnarsjóðs, rafveitu og vatnsveitu) eru fyrir nokkru komnir út á prent og má útkoman kallast glæsileg og hagur bæjarins mjóg góður. Samkvæmt reikningunum eru allar skuldir baej- arins til samans kr. 492,820,40, en en eignirnar kr. 1,470,890,10 Skuld- lausar eignir bæjarins eru þannig kr. 978,069,70 eða nærri því ein miljón auk ýmsra sjóða, að upphæð kr. 56,139,81. Samkvæmt tilmælum fjárhags- nefndar bæjarins hefir rikisstjórnin skipað ríkisendurskoðanda til þess að segja álil sitt um hvort efna- hagsreikningarnir sjeu varkárlega gerðir og urn fjárhag bæjarins. Rík- isendurskoðandinn telur engan eigna- liðinn ofhátt bókfærðan, flesta lið- ina hæfilega, en suma jafnvel mik- ils til of lága og segir að lokum: „Efriahagsreikningarnir eru mjög varkárir og það svo mjög, að sum- staðar virðist í þeim efnum jafnvel farið lengra í varfærnisáttina en telja þurfi nauðsynlegt. Efnahag Siglu- fjarðar má því telja mjög góðan“.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.