Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.12.1930, Blaðsíða 5

Siglfirðingur - 20.12.1930, Blaðsíða 5
20. des. 1930. SIGLFIRÐINGUR 5 Jóla-dagskrá útvapsins. Sunnudag 21. des. Kl. 11 Messn, Friðrik Hallgrímsson. — 14 — Arni Sigurðsson. — 16,10 Barnasögur, Marla Kalman. — 19,25 Hljómleikar — 19,30 Veðurfregnir. — 19,40 Flóafífl, erindi, Jón Fálsson. — 20 Tímamerki. Soráarleikur á Fríkirkjuorg- elið. Páll Isólfsson. — 20,30 Útvarpið og bækurnar, Sig. Norðdal. — 21 Frjettir. — 21,10 Hljóðfæraleikur, Pórarinn og Emil, 20 ísl. þjóðlög eftir Sveinbj. Sveinbjörnsson. Mánudag 22, des.: KI. 19,25 Hljómleikar. — 19,30 Veðurfregnir. — 19,40 Upplestur, Friðf. Guðjónsson. — 20 Tímamerki. Barnasögur. Friðrik Hallgr. — 20.10 Hljóðfæraleikur, Pórarinn og Emil. — 20,30 Pjóðbandalagið, Einar Arnórson. — 21 Frjettir. — 21,10 Slagharpa, Emil Thoroddsen. Priðjudag 23. des.: Kl. 19,25 Hljómleikar. — 19,30 Veðurfregnir. — 19,40 Flóafífl, framh. Jón Pálsson, — 20 Tímamerki. Barnasögur, Marta Kalman. — 20,10 Hljómsveit Rvíkur. — 21 Frjettir. — 21,10 Porláksmessa og Pjóðtrúin, Sig. Skúlason. — 21,40 Hljóðfæraleikur, Emil og Pórarinn. Miðvikudag 24. des.: KI. 18 Aftansöngur Bjrrni Jónsson. Jóladaginn: Kl. 11 Messa, Friðrik Hallgrímsson. — 14 — Árni Sigurðsson. F'östudag 26. des.: Kl. 11 Messa, Bjarni Jónsson. — 17 — Árni Si£urðsson. — 19,25 Hljómleikar. — 19,30 Veðurfregnir. — 19,40 Upplestur, Ásm. Guðmundsson. — 20 Tímamerki. Barngsögur, Marta Kalman. — 20,10 Nokkur lög, Kr. Kristjánsson. — 20,30 Erindi, Sig. Einarsson — 21 Frjettir. — 21,10 Hljómsveit Rvikur. Laugardag 27. des.: Kl. 19,25 Hljómleikar. — 19,40 Veðurfrjettir. — 20 Timamerki. Barnasögur, Nikól. Árnad. — 20,10 Hljómleikar, Emil og Pórarinn. — 20,30 Yfirlit um heimsviðburðina. — 21 Frjettir. — 21,10 Hljóðfæraleikur, Emil og Pórarinn. Samtíningur. í Indlandi eru 12.609.227 giftar konur og 408,562 ekkjur yngri en 15 ára. 1 maí s.l. gengu þar i gildi lög, sem banna piltum yngri en 18 ára og stúlkum yngri en 14 ára að giftast.- Er sagt að hjónabönd unga fólksins hafa aldrei verið eins mörg eins og næstu mánuði áður en lög- in gengu í gildi. oo Fyrsta nóv. fóru fram bæjarstórn- ar kosningar í Englandi. Við þessar kosningar unnu íhaldsmenn 114 sæti en töpuðu 12; Sósíalistar unnu 29 en töpuðu 113; Frjálslyndir unnu 17 en töpuðu 24. Sosialistar, flokk- ur stjórnarinnar, hefir við kosning- arnar komist í minnrhluta í mörg- um helstu borgum landsins, þar sem þeir áður voru í meiri hluta. OO Um 20 innbrot hafu þrír menn sem lögreglan í Rvík hefir hand- samað nýlega, játað á sig. Eru mál þessi enn í ransókn og mennirnir í varðhaldi. Einn þeirra er um þrí- tugt en hinir innan við tvítugt. OO Nýlega var i Svíþjóð háður bila- kappakstur á 1200 kílómetra vega» iengd og var vegurinn víða slæmur fjallvegur. 1 þessum kappakstri varð „Nýji Ford“ sigursælastur. OO Gloría Swanson og eiginmaður hennar, sá þriðji í röðinni, mark- greifinn de la Falaise de da Con- dray, skildu nýlega að lögum. OO Finski bændaflokkurinn hefir val- ið Kallio þingforseta sem forsetaefni við næstu ríkisforsetakosningar, sem fram eiga að fara í febrúar n. k, oo “Véstur-Skaftafellssýsla og íbiíar hennar" heitir bók sem er nýkomin tít. í henni eru ritgerðir eftir 40 skaftfellska höfunda og fjalla þær um sýsluna sjálfa, íbúa hennar, at- vinnulíf, siðu og háttu, baráttu þeirra við óbiíð náttúrukjör, jökufárnar og brimið við sandana o. fl. Bókin er hin merkilegasta í alla staði, prent- uð á vandaðann pappír og prýdd fjölda mynda. OO Færeyingar ern nú 24,753. Hefir þeim fjölgað um tæp 2000 á 5 ár- um. oo Fjelag ungra Sjálfstæðismanna var stofnað á Eyrarbakka 6. þ. m. Voru Innilegt þakklæti vottum við öll- um er auðsýndu okkur hluttekningu vtð jarðarför elsku litlu stúlkunnar okkar Gottfreu Sólveigar. Þóra Bjarnadóttir, Guðl. Gottskálksson. stofnendur 30. Formaður er Björn Blöndal Guðmundsson. OO Pann 31. okt. s. 1. hrundi suður- tindur fjallsins Wolkenberg í þýska- landi og er talið að 100,010 teri- ingsmetrar af grjóti hafi hrunið þar niður. Fjallatindurinn lækkað um 10 metra við hrunið. OO Fjórar blórnarósir í Bandaríkjun- um, 18 ára gamlar, opinberuðu ný- lega trúlofun sína, allar sama dag- inn. Pær eru fjórburar og heita: Jeanne, Jufíe, Jane og Joan. OO Bærinn Syðri-hóll í Kaupangs- sveit brann 5. þ. m. til kaldra kola. Kviknað hafði út frá pípu. Nokkru var bjargað af búshlutum en litlu af matvælum.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.