Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.02.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 14.02.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 I G LFIRÐINGUR kcmur út á laugardögum. Kostár inn- anlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. sentimeter dálksbi;eiddar. Afsláttur ef mikið or auglýst. Útgefandi: Borgarafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.; Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13. • nokkru betri skilyrði en nokkur ann- ar hj^r sem jeg þekki. Skal jeg benda á nokkur. I3að er rekið í stærri stíl og því flest af kostnaði þar lægra á hverja kú en þar sem um 2 — 3 kýr ræðir. Pað hefur lönd 4 jarða undir og borgar lítið eða ekkert áfgjald eftir þær. — Pað hefur fengið um 25 þús. kr. til stofnkostnaðar og starf- rækslu alt vaxtalaust, og þótt fremur sjeu nú lítils verðar sumar jarða- og flestar húsabæturnar á Hóli, þá hefði þó hverjum einstakling þótt gott að fá um 1000 kr. meðgjöf með hverri belju, og þá er senni- legt, að við hefðutn sjeð okkur fært að selja rrjjólkina jafnve! undir 50 aurum. Persónulega smágletni S. E. urn styrkveitingar til nautshaldsins og því um líkt, tek jeg sem gaman- hjal, og er honum alveg sammála um það að slíkt komi ekki þes.su máli við frekar en styrkir til Ping- vallaferðar eða þessháttar. Guðm. Sigurðssun, Hufn. Frá öðrum löndum. Noregur. Norðmenn hafa nú þegar selt fyrirfram til Rússlands af veiði sinni 1931, 100 þús. tn. af stórsíld á 17 kr. og 200 þús. tn. vorsíld á 15,50 tunnuna, Blaðið „Stavangeren" segir að þáttaka í síldveiðum við Island á þessu ári verði mun meiri en í fyrra frá Stafangri, Haugasundi og Karmeyju, óg að þegar sje búið að gera marga samninga um sölu á krjddsíld með hagkvæmu verði. "Aalesunds Avis“ segir að það sje almenn ósk meðal norskra sjó- manna, er síldveiði ætlaað stunda við ísland, að eflirlitsskip Norðmanna hafi flugvje! með sjer. Blaðið segir ennfremur að úliit sje fyrir því, aö þessi ósk verði uppfylt, þar eð hið nýja gæsluskip, „Fridtjof Nansen”, sje þannig gert, að það geti haft litta fiugvjel með sjer. Eftir þvi sem „Söndmörsposten” skýrir frá, liafa Norðmenn veitt síld við ísland og flutt til Noregs: 1928 fyrir kr. 2,600.000 1929 - - 2,500.000 1930 - - 2.700,000 Samtals 7.800.0ÖfT eða fyrir kr. 9.516.000 í ísl. pen- ingum. — Mestur hluti þessarar upphæðar hefði að sjálfsögðu getað lent hjá okkur íslendingum, ef vit- urlega hefði verið stjórnað. J. Iversen skipstjóri, Ramsdalen við Flaugasund, er nýlega látinn á heimili sínu. Hann var um mörg sumur hjer á Siglufirði og mjög vel látinn af öllum er hann þektu. Danmörk. Danska frjettastofan skýrir frá því 9. f. m. að frá Danmörku ætli til síldveiða við Island á næstu vertíð 3 snurpuskip og 9 reknetaskútur. Stórt lestarskip á að fylgja veiði- skipunum eftir og er Andreas Godt- fredsen framkvæmdarstjórí þessa leiðangurs. • Bretland. í Skotlandi og Englandi veiddist síld á síðustu vertíð fyrir 8 milj. sterlingspunda, og er það með því mesta sem veiðst hefir. Er nú talið að markaður fyrir skoska saltsild sje orðinn eins tryggur og fyrir stríð. Rússland. Fyrsts jan. 1931 voru 40 milj. manna í Rússlandi, sern hvorki voru læsir eða skrifyndi. Enska blaðið „Daily Express“ sendi nýlega frjettaritara til Rúss- lands, og segir hann að hungurs- neyðin og dýrtíðin hafi aldrei verið meiri þar i landi síðan Friðþjófur Nansen hafi veríð þar á ferðinni með hjálparleiðangur sinn, sem bjargað hali mönnum frá hungur- dauða í þúsundatali. Alstaðar standa menn í stórhópum framan við mat- vörubúðir stjórnarinnar, soltnir og sorgbitnir, og bíða í von um að fá einhvern matarbita, þó bæði verði hann dýr og vondur. Og gleðin er mikil yfir því litla sem fæst — jafn- vel þurt brauð veitir mönnum ó- segjanlega gleði. Pá er verðið alveg afskaplegt: 1 kíló af smjöri kostnði um jólin 50 shillinga, 1 egg 10 pens, nothæf stígvjel kosta lOpund (220 kr.) 1 lcg. af fleski eða kjöti eða sykri kostar 24 krónur og — ein mögur síld 2 kr. Matvörur, sem sendar eru til út- lendinga búsettra í Rússlandi, koma nálega aldrei til skila, og hefir jafn- vel verið varað við að senda slikar sendingar. Fjórir þýskir handverksmenn eru nýlega komnir heim frá Rússlandi, og segja þeir að Rússland sje sann- kallað helvíti verkalýðsins. S kí ð af j e1a Fyrir allmörgum árum var fjöl- ment skíðafjelag hjer á Siglufirði. Ljet það skíðaíþróttina mikið til sín taka, og það svo, að einn vetur var hjer efit til skíðasamkepni fyrir alt landið í ýmsum mismunandi skíða- íþróttum og verðlaun veitt. Svo fór þetta fjelag eins og mörg önnur í þessum bæ, að það valt út af einn góðveðursdaginn, og fer svo um margt gott málefnið í þessum sund- uriinda framfarabæ — þ\y ver. En nú í vetur hefir verið stofnað nýtt skíðafjelag fyrir forgöngu Guðm. Skarphjeöinssonar og annara áhuga- samra manna fyrir þessari æfagömlu og þjóðlegu íþrótt. Petta nýstofnaða fjelag ætlar ekki að verða efnrbátur þess gamla að framtakssemi, ef dæma má afbyrj- unarákvörðunum þess. Fjelagsmönnum var það sem sje Ijóst, að skíðaíþróttin er mjög í afturför meðal landsmanna, og að annaðhvort yrði að taka alvarlega í taumana og það sem allra fyrst, eða þá að viðbúið væri að skíða- ferðir legðust alveg niður, að minsta kosti sem íþrótt. Peim var það og Ijóst, að sú þjóð sem fremst stend- ur nú á þessu sviði, eru Norðmenn. Að öllu þessu athuguðu tók hið nýja Skíðafjelag þá mikilsverðu á- kvörðun, að fá mann frá Noregi til þess að leiðbeina fyrst og fremst meðlimum fjelagsins i íþróttinni, en ank þess ætlar fjelagið að bjóða þeim mönnum úr Skagafirði aust- anverðum og Eyjafirði vestanverð- um, sem fullkomna vilja sig í í- þróttinni, að koma hingað og njóta ókeypis tilsagnar Norðmannsins. Er þetta mjög svo virðingarverð ráðstöfun, og það því fremur, sem fjelagið er alveg nýstofnað og á sjálfsagt ekki úr miklu að spila, en

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.