Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.03.1931, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 14.03.1931, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Matvöruverð i Kaupfjelaginu. Gerhveiti . . . . 0,25 pr. y kg. Hveiti 0,20 Haframjöl . . . 0,20 Rúgmjöl . . . . 0,13 — Hrísgrjón . . . . 0,20 Sagógrjón . . . . 0,30* Kartöflumjöl . . 0,25 Matbaunir, heilar, 0,25 Viktoríubaunir . 0,30" Hrísmjöl . . . 0,30 Melís 0,30 Strausykur. . . . 0,25 Kaffi, óbrent . . 1,15 Export, L. D., . 1,20 Pað er þegar fengin reynsla fyrir því, að Kaupfjelagið heldur riiðri vöruverði i bænum. Látið það því njóta viðskifta yðar. Kaupfjelagsstjórinn. þessum óverðskuldaða heiðri og gera mig með þessu svo miklu miklu meiri mann en jeg er. Jeg tók það fram i grein minni á dög- unum að Hólsbúið stæði að því leiti betur að vígi í samkeppnintii en einstaklingurinn, að rekstur þess væri í stærri stíl, að það hefði ylir- fljótanlegt land leigulítið eða leigu- laust, að það hefði fengið stórfje úr bæjarsjóði. Við þetta má bæta að það hefir einnig fengið styrk úr búnaðarsjóði þótt um það mætti þrátta hvort það var hans verðugt. Rað hefir líka betri' aðstöðu til fóð- urkaupaen nokkur einstaklingur hjer, þar sem það kaupir í miklu stærri stíl og hefur fje handbært á hverj- um tíma. Jeg og aðrir bændur hjer í Siglufirði höfum allir smábúskap, erum allir leiguliðar og þurfum að borga eftirgjald eftir jarðir okkar. Aðstaðan verður því svipuð hjá mjer eða þeim og hjá hinum sem þurfa að kaupa heyið, en við höf- um engan bæjarstyrk og þurfum auk þess að sjá fyrir fjölskyldu. Til þess sp geta það vcrður bú okkar að borga vinnu okkur ná- kvæmlega því verði sem er gang- verð á vinnu hjer á hverjum tíma, enda er það hverjum manni ljóst að vinna fjölskyldunnar er jafn verðmæt búum okkar og aðkeypt vinna, en þetta virðist S. E. ekki geta sjeð. — Töðuhesturinn er því t. d. í sama verði hvort jeg reikna hann inn í bú mitt eða sel öðrum — Hagnaður eða tap í framleiðslu heysins er hagnaður eða tap á vinnu mirini eða fólks míns en á framleiðslukostað mjólkurinnar hefir það engin áhrif nema i gangverðs- breyiingu á heyinu. Rað mundi ekki vera fjarri lagi að ætla að hundrað mjólkandi kýr >þurfi til þess að full- nægja mjólkurþörf Siglufjarðarbæjar eins og nú er, af því hefir Hóls- búið um fjórða part eins og er. Ef nú töðuverðir er óvanalega hátt, svo mjólkurframleiðsla verður dýr- ari af þeim ástæðum, en mjólkur- verðið hinsvegar Iágt, þá gæti far- ið svo að við bændur kysum held- ur að selja Hólsbúinu töðuna, hætta kúahaldi og mjólkurframleiðslu og kaupa mjólk af Hólsbúinu. Petta er það hæltulega við þá braut sem bæjarstjórn með S. E. sem leiðar- ljós og áttavita hefir lagt inn á, að mjólkurfranileiðsla einstaklingu minki eða jafnvel hœtti, áður en Hólsbúið er þess megnugt að fullnægja þörf bæjarins. Jeg vil nú ekki ætla S. E. það, að hann með þessari mjólk- urherferð sinni hafi einvörðungu haft þann tilgang að spylla fyrir atvinnurekstri mínum og koma hon- um á knje. Og jafnvel þó draga megi ályktanir í þá átt úr ummæl- um hans í síðustu grein hans, þá tel jeg það þó frekar að kenna ó- hönduglegri meðferð pennans en öðru verra, enda tel jeg mig ekki hafa gefið honum neitt tilefni til persónulegra ofsókna og þess sem næst lægi að kalla atvinnuróg. Jeg tek því ummæli S. E. og allar að- gerðir í mjólkurmálinu sem aðgerð- ir er snerta mig aðeins. sem einn af fjölda mjólkurframleiðenda hjer í bæ, og jeg skal bæta því við, að jeg tel S. E. ekki viljandi hafa ætl- að að vinna hvorki bæjarfjelaginu nje einstökum mönnum tjón, held- ur hafi hrnn gert það af grunn- færnri talhlýðni. Andsvar S. E. hrekur raunar ekkert af því sem jeg hafði haldið fram. — Jafnvel er nú S. E. kom- in yfir á þá skoðun að mjólkurkýr þurfi bæði sæmilegt fóður og hirð- ingu og nytkun. En hann bara fær- ir þá nytinii upp, svo hún nægi móti kostnaðinum með 50 aura verðinu!! Petta er nú skrambi hand- hæg aðferð, — á pappír — og það mætti meira að segja færa verðið niður í 40 au., á þennan hátt, en vill ekki S. E. reyna þá aðferð í praxis? Sennilega væri bærinn til með að verðlauna tilraunina. Dæmið um málarann er ófim- lega valið og geigar frá marki. Jeg þeklci líkt dæmi um smið sem gerði áætlun um verk, og tók að sjer að Vinna það, en það varð Vörulækídin hjá versl. Guðhj. Björnssonar: Gerhveiíi 0,25 pr. i kg. Hveiti 0,20 - i - Haframjöl 0,20 - í - Hrisgrjón 0,20 - i- - Strausykur 0,25 - 1 - Melís 0,30 - i - Kartöflumjel 0,20 — i — Hænsnabygg 0,15 — i- — Laukur 0,30 - i - þriðjungi dýrara en Kann hafði áætlað. Mismunurinn var greiddur, Og sýnir þetta að áætlun jafnvel bæjarfulltrúa eru ekki óskeikular. Pað er engin vandi að hafa mjólkurverð hjer í bæ lágt með því móti að bærinn greiði ali veru- legan hluta af framleiðslukostnaði en jeg fullyrði að það sje vandi að hafa verðið lágt og láta búskapinn bera sig. Jeg fullyrði líka að fram- leiðsla mjólkurinnar frá LIóli kosti meira en hún or seld fyrir, en jeg tel víst að S. E. og þeir aðrir mjólkurlækkunarmenn hafi hugsað sjer ráð til að lækka þann kostnað verulega. — Jeg vil nú spyrja S. E. að því og óska að hann svari mjer í einlægni og vífilengjalaust. T, Hvað mjólka Hólskýrnar að meðaltali árlangt? 2. Hvaö kostar fóður og öll fyrir- hófn á hverja kú um árið. 3. Hvað kostaði framleiðsla hvers heimafengins töðuhests á Hóli s. 1. sumar? 4. Hvaða ráð hefir S. E. hugsað sjer til þess að lækka framleiðslu- kosínað mjólkar á Hóli? 5. Hvað er framleiðslukostnaður á 1. mjólkur hjá Hólsbúinu í vetur. A þessum grundvelli er jeg al- búin að ræða mjólkurmálið við S. E, og tel það hafa þýðingu fyrir almenning, en jeg hefi hvorki tíma nje vilja til að nagga um málið við S. E. á sama hátt og hann hefir valið undanfarið! Jeg bíð því svar- anna með óþreyju. Guðmundur Sigurðsson, Höfn. Vegna firengsla í blaðinu verða ýmsar bæjarfrjett- ir að bíða næsta blaðs. Af sömu á- stæðu var ekki hægt að birta dag- skrá útvarpsins og ekki allar sím- frjettirnar. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.