Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.04.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 25.04.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Nýkomrir drengjalakkskór í SKÓBÚÐINA. til að telja framlög til húsabygginga — sem sum gefa engan a'rð —]með- al útgjalda ríkissjóðs, heldur en framlag til síma eða vita sem gefa nokkurn hagnað árlega. Var þetta svar fjmrh. því miklum mun verra en ekkert svar. í“jórða spurningin var um það hvers vegna fjmrh. teldi 82 þús. kr. tekju- afgang, þegar auðsjáanlega hefði orðið yfir 6ý miljón kr. tekjuhalli. Og hjer er það sem ráðh. á að hafa sett J. P. á knje sjer!! En svar ráðherrans var þó ekki annað en það, að ef hann hefði tilfært allar umspurðar greiðslur gjaldamegin, þá hefði hann orðið að færa lán- tökurnar tekjumegin, og þá hefði komið út sami tekjuafgangur. Retta segir sjátfur fjármálaráðherrann! En sá vísdómur! Eftir þessu að dæma er það nægilegt fyrir þá menn eða þau fyrirtæki, sem hafa meiri út- gjöld en tekjur, að taka lán fyrir tapinu. Fá er alt gott — segir Ein- ar á Eyrarlandi — þá er ekkert tap. Rá er hægt að horfa brosandi á uppgjörið með jöfnum tölum beggja megin. En hvar er þann mann að finna, sem hefir sömu skoðun á þessu eins og Einar? Ætli hann verði ekki vandfundinn? Ætli bændum findist búin bera sig, ef þeir þyrftu að talca lán á hverju ári til þess að standast útgjöldin? Tæplega. Rað er mikil skömm fyrir þjóð- ina, að jafn stórlygið blað eins og „DagCir” er, skuli vera til. En það er ennþá meiri skömm að hafa haft fyrir fjármálaráðherra mann, sein ekki kann betri skil á einföldusíu undirstöðum reikningsfærslunnar. UPPBOÐ fer fram mánudagirin 4. n. m. kl. 1 síðdegis á afnotarjetti að síldarsöltunarstöð hafnarsjóðs fyrir norðan Dr. Paul, á sjálfri stöóinni, og verður afnotarjetturinn yfir tímabilið 10. n. m. til áramóta seldur hæstbjóðanda ef hafnarnefnd og bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkja boðið o£ tryggingu fyrir boðinu. Siglufirði 22. apríl 1931 Hafnarnefndin. Kaupum hæsta verði, þurra og blauta þorskhausa og hryggi, alt árið. Sören Goos. Hattabúðin í Aðalgötu 14 (hús Guðm. Hafl.) verður opnuð í dag. Par fæst fyrst og frest mikið úrval af dömu- og barnahött- um, auk þess mikið af silki- sokkum, hönskum, kjólakrögum og allskonar fallegu kjólapunti. Ennfremur silkinærföt og m. fl. Sigr. Kristjánsdöttir. Aflaskýrslur. Formenn og eigendur fiskibáta sem hjeð- an itunda veiðar aðvarast hjer um, að skila aflaskýrslum samkv. lögum 27. 6’ 25 til mín á hverjum laugard. fyrir kl. 6 að kvöldi. Eyðublaða undir skýrslurnar vitji menn einn- ig til mín. A fyrstu skýrslu sem gefin er, ber að tilgreina allan afla bátsins frá ára- mótutn, sem saltaður hefir verið til útfluta- ings #ða sem verslunarvara, og telit hann í þurfisksskippundum, og reiknast 425 kg. af fiski með hrygg i hverl þurfisksskippund. — A fyrstu skýrslu sem skilað er ber einnig að tilgreina stœrð bátsins og tölu skipverja á bát hverjum og aflaskýrslur skuju fram- vegis vera undirritaðar af formanni, eiganda eða landformanni hvers báts. Sjóraenn ættu að kynna sjer lögin um aflaskýrslur. Þau eru prentuð innan á kápu hvers aflaskýrsluheftis. — Einnig ættu sjó- menn að gera sjer það vel ljóst, að afla- skýrslurnar hafa n»jög mikla þýðingu fyrir þá sjálfa, því á þeim byggjait að mjög miklu leyti horfurnar um sölu fiskjarins og markaðsverð. Ján Jóhannesson. LIFUR NÝJA O G GAMLA kaupi egaltárið. O. TYNES. Röskur piltur, um tvítugt, getur fengið ársat- vinnu nú þegar. öppl. gefur Friðb. Níelsson. Barnavagn til sölu í Túngötu 10. Kósakkakórinn söng hjer tvisvar í fyrri viku, í bæði skiftin fyrir troðfullu húsi. Hefir kór þessi alstaðar fengið afar mikla aðsókn, enda mun þar vera um að ræða þá mestu söngsnild sem nokkurntíma hefir heyrst hjer á landi. .Fiskafli hefir verið mjög góður hjer undanfarna daga. Jón Jónsson daglaunamaður, Suðurg. 48, verður sext- ugur 27. þ. m. Nýja-Bió sýnir í kvöld kl. 8,30 og á morgun kb 6 „Alþingishátíðin 1930“ ásamt tveim íal- aukamyndum. Kl. 8.30 annað kvöld sýnd ný mynd „Tónskáldið" stórfenglegur þýskur sjónleikur. \

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.