Siglfirðingur - 06.06.1931, Blaðsíða 2
2
SIGLFIRÐINGUR
Nauðungaruppboð
verður haldið þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 1 síðdegis og þar selt, ef við-
unanlegt boð fæst: 2 snurpunótabátar, skrifborð, skápur, ritvjelaborð, stól-
ar, balar,- balastólar, stúfkrókar, fiskihnífar, sporvagnar, síldarkassar, pæk-
ilker, hakar, peningaskápur, vigt, saltkassar, tunnutryllur, eldhúsáhöld,
síldarnet, netjateinar, blikkfötur, o. fl. tilheyrandi þrotabúi Gísla Johnsens.
Skrifstofu Siglufjarðar 4. júní 1931
G. Hannesson.
Síldveiðin.
Stöðvast hún alveg?
Útvarpið færði okkur þær fregn-
ir eigi alls fyrir löngu, að síldar-
bræðsluverksmiðjur Dr. Paul og S.
Goos hjer í bænum, mundu ekki
verða starfræktar í sumar, og verk-
smiðjan í Krossanesi að mjög litlu
levti. Um rekstur ríkisverksmiðjunn-
ar var það sagt, að óvíst væri um
það, að hve miklu leyti hún yrði
starfrækt. Stjórn hennrr hefir kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að ekki sje
hægt að greiða meira en 3 kr. fyrir
síldarmálið í mesta lagi. Og eftir
iögum verksmiðjunnar um 70 prc.
útborguri áætlaðs afurðaverðs, yrði
þá útborgun 2,10 á hvert mál síld-
ar. Hvort nokkurntíma fæst meira,
er að sjálfsögðu komið undir sölu
afurðanna og reksturkostnaði.
Hjer er um alvarleg tíðindi að
ræða. Að vísu hafði áður heyrst,
að óvíst væri um starfrækslu hjá Dr.
Paul, en menn höfðu alment von-
að, að fram úr því mundi rætast.
Núvirðist sú von vera horfin með
öllu. Pá er rikisverksmiðjan, þessi
bjargvættur útgerðarinnar. Hvað
gerir hún? Hjálpar hún þegar mest
á ríður? Ef hún ekki gerir það,
þá er til lítils barist. Pegar allir
vilja kaupa bræðslusíld og borga
vel fyrir, þá er hennar engin þörf.
Pegar kaupendum fækkar, þá fyrst
reynir á gagnsemi hennar.
Og þá kemur hjálpræðið! Tvær
krónur og tíu aura geta sjómenn
fengið fyrir málið. Meira ekki,
nema ef reksturkostnaður fer ekki
fram úr áætlun og e f afurðaverðið
fellur ek'.ci meir. En hverjir geta
veitt síld fyrir þetta verð? Pví er
fljótsvarað. Ef nokkur síldveiði á
að verða, þá verður annaðhvort
verð hennar að hækka, eða vinnu-
launin að lækka. —
Framsóknarstjórnin hefir unnið
að þessum andstæðum með óvit-
urlegum ráðstöfunum. Hún hefir
valdið verðfalli afurðianna að mestu
leyti, og stuðlað að hækkun kaup-
gjalds. Hvorugt er hún fær um að
laga aftur. Afleiðingin verður því
sú, að atvinnuvegirnir stöðvast, at-
vinnuleysið eykst og afkoma þjóð-
arinnar fer versnandi með ári
hverju. Munum þetta 12. júní.
Kommandör Wilkins er lagður
á stað frá Ameríku til Spitsbergen
á kafbátnum Nautilus, með 19
manna áhöfn. ,
Kosningamolar.
Jóncs (Lewir Framsókn.
Jónas frá Hriflu skrifar í Tím-
ann 17. tbl. 1927: „Hve lengi á að
taka lán á lán ofan erlendis? Og
hvenær verður þjóðin búin að
borga þessi lán? Og hvað verður
um frelsi og fullveldi þeirrar þjóð-
ar, sem erlendir lánardrotnar geta
hnept í varanlega fjárhagsfjötra? —
— Hvenær sem á reynir mun
Framsókn gripa stór og lítil tæki-
færi til að gera ísl. þjóðina óháða
erlendu valdi. — Um stund verða
mestu átökin í fjármálunum —
Framsókn verst skuldum og veit
að skuldirnar við útiönd eru þræls-
bönd á landið og þjóðina".
ísl. kjósendur! Athugið vandlega
hvernig Jónas frá Hriflu hefir efnt
þessi fögru fyrirheit frá árinu 1927,
áður en þið gangið að kjörborðinu.
Athugið að svikin loforð eru þús-
und sinnum verri en engin loforð.
— Jónas lofaði 1927. Framsókn
sveik 1928. 1929, og 1931. — Kjós-
endurnir ráða því, hvort hún fær
að svíkja þá fleiri árin. —
Stjórnarfarið.
Ungur bóndi úr sveit skrifar ný-
lega grein í Vísi með þessari fyrir-
sögn. Er greinin hörð ádeila á
Framsóknarflokkinn og stjórn hans.
Hann kemst þar meðal annars svo
að orði: — Framsókn vann kosn-
ingarnar 1927 með lygum og svik-
um — gífurlegri lygum og rógburði,
en dæmi finnast til áður hjer á
landi. — En hún á eftir að bíta úr
nálinni.----Veit jeg nú að marga
iðrar þess sáran, og blygðast sín
fyrir, að hafa veitt brautargengi slík-
um mönnum, sem forsprökkum
Framsóknar. — Við bændur og
aðrir sveitamenn erum frábitnir of-
beldisverkum og viljum ekki að
höfð sje í frammi blóðug rangindi.
Við fyrirlítum þá menn, sem vaða
um bygðir landsins með villimanns-
legum ofsa og gauragangi. Við fyr-
irlítum þá menn, sem hafa lygina
að aðalvopni. Við fyrirlítum þá
stjórn, sem notar ákæruvaldið til
þess að koma pólitískum andstæð-
ingum sínum á knje, sem notar
ríkissjóðinn tii að kosta níðrit um
andstæðingana eða flugrit og pjesa
sjálfri sjer til pólitísks ávinnings. —
.leií vona að Framsóknarálögin verði
með öllu hrunin afþjóðinni 12. júní
— Og þá mun lækka risið á
Tryggva Pórhallssyni, hinum þjóð-
sekasta íslendingi, sem nú er ofan
foldar. — —
Jóuas dœmdur enn.
Nýlega er genginn lögmannsdóm-
ur í máli Jóns Porlákssonar á hend-
ur Jónasi Jónssyni fyrir ummæli
hans um að Jón Porláksson hefði
falsað landsreikningana. Var Jónas
dæmdur í 140 kr. sekt og ummæl-
in dæmd dauð og ómerk.
Framboðsfund
hjeldu þingmannsefni kjördæmis-
ins hjer í bænum síðastl. laugar-
dagskvöld. Fundurinn var vel sótt-
ur og langbestur rómur gerður að
fulltrúaefnum Sjálfstæðismanna.
Bœjarstjórnin
hjelt fund 1. þ. m. — Samþ. var
að kaupa húsið Norðurgata 1 til
niðurrifs, svo hægt verði að tengja
saman Gránugötu. Vísað til fast-
eignanefndar tilboði um ‘sölu á
Vetrarbraut 22 með 2 lóðum. All
snörp senna varð milli Porm Eyj-
ólfsson og O. Jörgensen út af 7|
tíma vinnudeginum, sem Verka-
mannafjelagið samþykti nýlega, og
veganefnd hefir undirgengist án
samþykt bæjarstjórnar. Málið varð
ekki útrætt og kemur því fyrir næsta
fund.
Jakobína Jensdóttir
ljósmóðir, andaðist í fyrrinótt.
Hennar verður getið nánar hjer í
blaðinu.