Siglfirðingur - 06.06.1931, Side 5
6. júní 1931.
SIGLFIRÐINGUR
Þaðer ó dý r a r a
að kaupa bratið i Fjelagsbakariinu en baka hcima.
Heít winarbrauð kl. 9—10 og 2\—3\.
Pantanir afgreiddar fljótt og vel.
AÐEINS NOTAÐ FYRSTA FLOKKS EFNI.
FJELAGSBAKARÍIÐ H.F.
Framhtld af 1. síðu.
gérum við skyldu vora, Með því
eina móti getum við verið viss um,
að börn vor og barnabörn blessi
tilveru vora.
Göngum öll hugrökk að því há-
leita verki.
„Hver er að tala
um rmgr
Útvarpsnotendur hafa eflaust
heyrt ýmisiegt frá útvarpsstöðinni,
er þeim þótti eigi síður skoplegt en
fróðlegt. Ró fara þeir margs á mis,
því á útvarpsstöðinni eru leiknir
margir skopleikir áður en frá er
skrúfað, og eftir að sá stutti hefir
skrúfað fyrir.
Hjer er lítið sýnishorn:
Maður er nefndur Sigvaldi. Hann
er Indriðason, raddmaður mikili, og
fer með kveðskap. Útvarpsráðið
boðaði Sigvalda á sinn fund. Tjáði
honum að það nefði spurt til hans
og íþróttar hans og bað hann nú
skemta sveitafólkinu, ástvinum þeirra
Tryggva og Jónasar, með rímna-
kveðskap.
Sigvaldi hugði gott til kvæðalaun-
anna. Rótti honum hjer allvel til
bera, er hann átti kost fjár og frama
í senn, en vís konungshyllin (ríkis-
stjórnarinnar og útvarpsráðsins).
Rakti hann í huganum ætt sína til
Arnórs jarlaskálds í einni svipan.
Sigvaldi tók sjer í hönd Núma-
rímur. Pær eru lrægastar allra rímna.
Hóf hann að kveða limmtu rímu
og byrjaði á mansöngnum.
1 mansöng þessum er hörö ádeila
á ódyggðir manna, einkum þeirra
er með völd fara. En ekki hafði
Sigvaldi lengi kveðið, er formaður
útvarpsráðsins hljóp upp hart og
bað fjanda þann hætta. Sagði að
þetta hefði enginn dirfst að gera,
nema Sigvaldi og Guðm. Finnboga-
son, að svívirða Ríkisstjórnina í út-
varpið. Vildi hann rífa kverið úr
hendi kvæðamannsins, og hjelt að
hann hefði ort þessar skammir um
stj<5rnina.
Sigvaldi fjekk með miklum erfið-
ismunum sannað, að „kvæðið“ væri
ort fyrir 100 árum, en sá stutti hafði
þegar "skrúfað fyrir“ og varð ekki
meira af kveðskapnum.
„Skammir“ Guðm. Finnbogason-
ar eru svo til komnar, að hann
hafði verið fenginn til að halda
ræðu í útvarpið fyrsta sumardag.
Ræddi hann meðal annars um það,
að hverskonar spilling í þjóðlífi
og stjórnarfari hefði jafnan leitt ó-
gæfu yfir þjóðirnar.
Heldur þykir broslegt og þó í-
hugunarvert, að ekki skuli mega
víta svo klækiskap alment nje hafa
yfir forn ádeilukvæði, að fyigis-
menn stjórnarinnar telji ekki-að það
eigi við athæfi ríkissjórnarinnar.
Til gamans fyrir fólkið er hjer
birtur mansöngurinn, sem Sigvaldi
Hcvað, sem nú er kallaður: Lýsing
formanns útvarpsráðsins á ríkisstjórn-
inni.
1. Vandi er þeim, sem völdin á,
vel á tignarítóli drotna;
mikils verð er maktin há,
ef manndyggð lætur eigi þrotna.
2. Margur kongur mjög að dáð,
málum öllum vilja snúa;
en ef þeir hafa illgjörn ráð,
undir þeim er neyð að búa.
3. Sá með eigin augum sjer
ekki nema slotshræsnara,
undirsáta örlög hjer,
ekki ka*n frá meinum vara.
4. Slíkur múgur vísir ver,
að vant að stjórnarháttum gæti;
fólkið kúgast, fantarnir
flykkjast upp í valda sæti
5. Til að seðjn fýsna feikn,
flesta kosti þá er völ um:
brjósta-krossa, titla og teikn
tekst að fá með ríkisdölum.
6. Einn ef hyggur öðrum tjón .
eitruðum hreyfir lagaskjölum,
og kaupir margan þarfan þjón;
það fæst alt með ríkisdölum.
7. Alt skal vinna aftan til,
og í læstum ráðasölum,
svo er vænst aó vinnist spil,
ef vasinn miðlar ríkisdölum.
8. Eitt mjer vanta þykir þó,
um þetta efni fyrst við tölum:
hamingja sönn og hjartans ró,
hún fæst ei með ríkisdölum.
9. Völdin eins og voriins blóm
visna þegar haustið kemur;
þá skal undir æðri dóm
öllum málum skjóta fremur.
10. Heill á vorum högum er,
(heimsforsmáum týrannana),
gsefan oss því vanda ver,
valdi undir Föðurs Dana.
(Grein þessi er í „Vesturlandi“.
En með því að blaðið er í fárra
höndum hjer, þykir rjett að taka
hana upp í Siglfirðing.)
Rafmagns-straujárn
og
Rafmagns-púðar.
ÁSGEIR BJARNASON.
Hjólhestar
fást hjá
Friðb. Nielssyni.
Sprengiefni
fæst hjá
f
Asgeir Bjarnasyni,
Útvarpið næstu viku.
Alla daga vikunnar: 19,30 Veður-
fregnir. 21 Veðurspá og frjettir.
Ennfremur:
7. júpí: Kl. 11 Bj. Jónsson: Messa
í Dómk. 20. Ben Waage: Likams-
íþróttir og Iþróttasamband Islands.
20,20 Grammófónn. 20,35 Anna
Borg: Uppl. 21,25 Dansmúsik.
8. júní: Kl.20,30 Hljóml. 20,45
V. F*. Gíslason: Erindi. 21.25 Gram-
mófónn.
9. júní: Kl. 20,30 Hljómleikar.
20,45 V. P. Gíslason: Erindi 21,25
Hljóml.
10. júní Kl. 20,30 Hljóml. 21,25
Grammófónn.
11. júní: Kl. 20,30 Hljóml. 21,25
Grammófón.
12. júní: Kl. 20,30 Hljóml. 20,45
V. F*. Gislason: Erindi 21,25 Elsa
Sigfúss. Einsöngur.
13. júní: Kl. 20,30 Árni Sigurðs-
son: Erindi. 21,25 Dansmúsik.
Mannta/sping
fyrir Siglufjörð verður haldið
mánudaginn 15. þ. m.
Jón Guðjónsson
hefir verið ráðinn aðstoðarlög-
regluþjónn hjer í sumar,