Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.08.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 15.08.1931, Blaðsíða 3
 3 SIGLFIRÐINGUR Bryggj uljósaperur ÁSGEIR BJARNASON. Rafljósaperur íást hjá Guðbirni. Flugslys. 1 síðasta blaði var pes§ getið, að komið hefðu til Rvikur tveir am- erískir fiugmenn, og farið þaðan kl. 2 á föstudag, 6. þ. m., til Fær- eyja, Noregs og Danmerkur. Peir komust nokkurnveginn kiakklaust til Færeyja, að því undanteknu þó, að vegna vjelarbilunar urðu þeir að setj- ast á hafið milli Færeyja og íslands, og gera þar við vjelina. Frá Færeyj- um fóru þeir á laugard. og ætluðu tii Noregs, og það síðasta, sern af þeim hefir frjest, er það, að þeir hafi ekki getað lent við Noreg vegna þoku, og muni liafa snúið við yfir til Shetlandseyja. En þangað komu þeir aldrei. Hefir þeirra verið leit- að með flugvjelum í 2 daga árang- urlaust, og er nú talið víst að þeir hafi farist. — Síðustu fregnir herma að norska fiskiskipið „Söglimt" hafi á sunnudaginn sjeð lík á reki 30 milur norðvestur af Shetlandseyjum en vegna veðurs hafi þeir ekki get- að náð þyí. Er alment álitið að hjer sje um að ræða lík Cramers eða fjelaga hans. Útfluttar vörur. Samanburður hefir verið gerður á útflutningi á ýmsum útflutnings- vörum landsmanna 7 fyrstu mán- uði þessa árs, og 7 fyrstu mánuði ársins 1930, bæði að vörumagni og verði. Verðahjer tiifærðar nokkrar tegundir: Af fiskimjöli hefir verið flutt út frá 1. jan. til 1. ágúst: 1930: 2183 þús. kg. fyrir 717 þús. kr. 1931: 2578: - - - 795 ------------- Á sama tíma hefir ísfiskur verið seldur fyrir: 1,091.000 kr. 1930 2,543,000 - 1931 Af síld hefir þetta verið sent út á þessum tíma. 1930: 29 þús. tn. fyrir 871 þús. kr. 1931: 33 - - - 864 - - Pá hefir þetta verið fiutt út af hrossum: 1930: 518 stk. fyrir 66,100 kr. 1931: 392 stk. fyrir 46,200 — Btuttu pilsin. Enda þótt það sje ekki lengur taiið „Tfnóðins", að kvenfólk gangi í mjög stuttum pil.?um, þá er þó enn ek’ki alment talið neitt við það að athuga. Undantekning frá þeirri reglu er þó atvik, sem nýlega kom fyrir í Tjekkoslóvakíu. Par átti sem sje prófessor nokkur í guðfræði að messa fyrir nokkrum vikum. En er hann slcyldi hefja messuna, gekk hann upp í prjedikunarstólinn og tilkynli söfnuðinum hárri raustu, að sjer ditti ekki til liugar að messa að þessu sinni, þar eð kirkjan væri svo til hálífull af kvenfólki, sem væri í stuttum lcjólum og flegnum. — Að þessu loknu gekk prófess'orinn snúð- ugt út úr kirkjunni, og skildi alla kirkjugestina eftir messulausa. Einár Kristjánsson hinn vinsæli ungi söngvari, sem Siglfirðingar munu kannast við, kom hingað 1 með s.s. Dettifoss, og ætlar hann sjer að halda söng- skemtun í Bíó á morgun kl. 4 e.m. með aðstoð Onnu Pjeturss, dóttur vísindamanrisins Helga Pjeturss, hefir hún stundað nám i píanóspili við hljómlistarskóia eriendis. Einar stundaði söngnám í Wín- arborg síðastliðin vetur, spáði kenn- ari hans honum ágætri framtíð sem söngmanni og lofaði mjög rödd hans og söngvarahæfileika. Einar henr sungið í Reykjavík nokkrum sinnum siðan hann kom heim og fengið ágæta aðsókn og góða dóma hjá þeim mönnum er um hann hafa skrifað, þar á meðal hjáSigfúsi Ein- arssyni, tónskáldi. Má óhætt telja Einar hinn allra efnilegasta af hinum yngri söngvur- um íslands. H. Mannfjöldi Bretlands. Manntal fór fram í Bretlandi i apríl síðastliðnum og voru bráða- birgðatölur manntalsins birtar snemma í júlí. Tölurnar leiddu það í ijós, að Lundúnaborg er ennþá mannflesta borg heimsins, íbúatala hennar er nú 8,200,00. New-York er næst í röðinni með 6,900,000 — Ibúatala Bretlands og Wales er, samkvæmt þessu seinasta manntali, 44,800,000, og hefir því aukist um nærri 2 milj. síðan manntalið var tekið 1921. England er að undan- tekinni Belgiu einni, þjettbygðasta land í heimi, þar búa að meðaltali 700 menn á hverri ferhyrningsmílu. En ef svo fer, sem nú horfir, að barnafæðingum fækki, verður eigi annað sjeð, en að hámarksíbúatölu sjebráðlega náð. —Áratuginn 1921 — 31 voru fæðingar færri á Engíandi en á nokkrum öðrum áratug síðan 1861. Hinsvegar hjeldust giftingar nokkurn veginn í sama horfi og fólk nær hærra aldri en áður. Af íbúatölu Englands búa 80 prc. í borgum og 20 prc. í sveitum. Karl- menn eru þar langt um fleiri en konur. Par eru sem sje 1,800,000 kadar umfram konur. Aðeins í Wales eru konur fleiri að töiu í sumum borgum. Bæj arf rj ettir Karlakóriíi „ Visir“ Fyrir nokkru fór karlakórið „ Ví*ir“ til Hofsós og Sauðárkróks, og hjelt þar söngskemtun við hinn besta orðstýr, Nú ætlar kórið til Húsa- víkur og Breiðumýrar, og verður söngskemtun haldin á báðum þeim stöðum. Lagt verður af stað hjeðan kl. 6 í fyrramálið og farið á „Ægir“ til Húsavíkur, en þaðan i bílum til Breyðumýrar. Farið verður sömu leið tii baka og komið hingað á mánudagsnótt. Allmargt boðsgesta hjeðan úr bænum verður með í ferð þessari. — Pað er virðingar- verð viðleytni sem söngfjelagið sýn- ir i því að auka hróður Siglufjarð- ar, með þessum söngleiðangrum sínum til annara hjeraða. Ljótna-smjörliki. Ljúft er á bragðið Ljóma-smjer, leggur af angan blóma. Pað kemur af því, að í því er allmikið af rjó’ma. Húsmóðir. Fisksölusamband Útgerðarmannafjelag Siglufjarðar hjelt fund nú í vikunni, og var að- al fundarefnið hið ískyggilega útlit með sölu fiskafurðanna. Funduriwn var eindregið mótfallinn því,/ að fiskur yrði sendur úr landi til um- boðssölu og leit svo á, að rjett væri að stofna hjer fisksölusamlag, sem svo starfaði í sambandi við slík fjelög annarstaðar. I nefnd til að athuga þetta voru hosnir Jóu Gísla- son, Friðleifur Jóhannsson og Berg- ur Guðmundsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.