Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.09.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 19.09.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 deila milli flokkanna, og báru Sjálf- stæðismenn þar sigur af hólmi. Rrjóska Afturhaidsins í þessu máli hefir að öllum líkindum verið af þvi sprottin, að hjer var um að ræða áhugamál andstæðinga þess. Sumir halda þó að ráðið hafi skiln- ingsleysi í báðum þessum málum. En það er víst að Afturhaldið hafði ekki verið lengi við völd, þegar því skildist það, að nota mátti vega- og brúagerðir til at- kvæða- og fylgiskaupa. Hefir tvö s.l. ár ekkert verið hirt um fjár- veitingar Alþingis í þessu efni. — Gortar og höf. þessa kafla mest af „umframgreiðslum", þ. e.: því sem stjórnin hefir eytt í heimildarleysi. Pað er sem sje ekki eins þægilegt að kaupa sjer fylgi með framlögum sem þingið veitir, eins og 'þeim sem stjórnin veitir sjálf. En öll dýrð tekur enda. Stjórnin hafði sprengt sig á því að kaupa sjer fylgi fyrir miljóna „umfram- greiðslurnar" fyrir kosningar. — Nú hefir hún ekki getað framkvæmt fyrirmæii fjárlaganna í ár um verk- legar framkvæmdir, og bar nú fram- fjárlagafrumvarp án nokkurrar fjár- veitingar til nýrra vega. Hófst þá aftur gamla deilan milli flokkanna um samgöngurnar á landi. Er iík- ara að Afturhaldið verði að gefa út rnörg lygarit, áður en það fær raskað þeim staðrevndum, að það eru Sjálfstæðismenn, sem hafa knú- ið fram þær samgöngubætur, sem orðnar eru á landi, og að vonin um framhald þeirra hvílir enn á þeim. Meira. F r j e 11 i r. Kaupfjelag er f uppsiglíngu í Rvík. Eru forgöngumenn þess ýmsir fram- sóknarmenn í Reykjavík. Rússneskt-íslenskt verslunarfjelag er nýstofnað í Rvík. í stjórn þess eru Einar Olgeirsson, Pórður Ey- ólfsson, Guðbrandur Magnússon, og á Akureyri Böðvar Bjarkan og Vilhj. Pór. Fjelag þetta ætlar aðallega að selja rússneskar vörur í stórsólu. I þessari viku var brotist inn í 2 sölubúðir í Rvík sömu nóttina, og þaðan stolið nokkrum grammó- fónum og plötum. Ríkisstjórnin nýja (Jónas) hefir nýlega fyrirskipað (eða leyft) að selja áfengi á Hótel Borg lerigri tíma á dag en áður var. Ut gf þessu samþykti bæjarstjórn Reykja- vikur á fundi í fyrrakvöld svohljóð- andiályktun. — „Bæjarstjórn Reykja- víkur ályktar að mótmæla breytingu þeirri sem gerð hefir verið á sölu- tima áfengis á veitingahúsinu Borg, og telur að með henni sje stofnað tii meiri óreglu í bænum og enn frekari óþarfa eyðslu en áður. Tel- ur bæjarstjórnin þessa ráðstöfun sjer- staklega varhugaverða sökum yfir- vofandi fjárhags- og atvinnuörðug- leika í bænurn". — Zeppelin greifi er lagður af stað í nýjan leiðangur til Suður-Ameríku. Breska samvinnustjórnin hefir haft um margt að hugsa undanfarna daga. Tillögur hennar um launa- lækkun hafa valcið óhemju mikla óánægju, sjerstaklega meðal sjóher- manna og kennara. Pó hefir ekkí dregið til verulegra stórtíðinda enn- þá. Hefir stjórnin gefið út boðskap um það, að hún muni gera ait sem í hennar valdi stendur, til þess að draga úr afieiðingum launalækkun- arinnar, og þingið hefir haft þetta atriði til umræðu síðari hluta vik- unnar. — Almennt er talið að strax og þingið hefir gengið formlega frá tillögum stjórnarinnar, þá verði þingrof og nýjar kosningar látnar fara fram í h.iust. Boðskapur stjórn- arinnar um þetta er væntanlegur upp úr helginni. Loftur Guðmundsson ijósmyndari hefir búið til nýja kvikmynd af als- konar íslenskum iðnaði, 3 þúsund metra langa. í fyrradag fann lögreglan í Rvik 40 1. af sterku áfengi í skipinu „Temis“, og var vínið falið í vafns- geymi skipsins. Fyrsti stýrimaður hefir játað að eiga áfengið. Kafbátur Wilkins, Nautilus, kom til Bergen í gærmorgun. Ætlar hann að leggja þaðan af stað til Ameríku í næstu viku. Brauðgerðahúcin í Rvík hafa ný- lega lækkað söluverð brauða um nálega 20 prc. Mikil verðlækkun hefir orðið á íslenskum hrossum á erlendum markaði. Árið 1930 voru flutt út 455 hross og seld fyrir 70,160 kr. eða kr. 154 að meðaltali. En 8 kemur út á laugardögum. Kostar inn- anlarids 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddar. Afsláttur ef nrikið or auglýst. Utgefandi: Sjálfstæðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.: Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13 fyrstu mánuði þessa árs hafa 563 hross verið flutt út og seldust þau fyrir kr. 60,360, en það er um 107 kr. að meðallali. Á Hófsós er verið að byggja raf- magnstöð með afli úr Hofsá. Stöð- in verður tólf hestöfl fyrst í stað, en það er nægilegt fyrir íbúana til ljóss og hitunar. Kl. 10 í fyrradag kom upp eldur í einu af húsum kaupfjelagsins á Hólmavík, og brunnu þar fjögur hús, sem fjelagið átti: sölubúð, í- búðarhús, sláturhús og verkafólks- skýli. Allar vörur fjelagsins brunnu, en verslunarbækur og eitthvað af rúmfatnaði tókst að bjarga. Meðal þess er brann voru 20 smál. af kolum, 80 ballar af ull og mikið af álnavöru. Sex næstu hús voru mjög hætt komin, og var alt laus- legt flutt úr þeim, og skemdist það k mikið á þeim hrakningi. Bæjarfrjettir Hjónabönd. Miðvikudaginn 16. þ. m. voru gefin saman í borgaralegt hjónaband af bæjarfógetanum hjer ungfrú Sig- rún Pormóðs, (Eyólfssonar konsúls) og Svafar Guðmundsson (Hannes- sonar læknis) bankaritari í Rvík. — í kvöld verða gefin saman af sókn- arprestinum hjer ungfrú Valey Bene- diktsdóttir frá Haganesi og Jón- mundur Guðmundsson á Lauga- landi í Fljótum. Siglfírðingur óskar báðum þessum brúðhjónum góðs gengis á óförnum æfibrautum. Kolaverðið. Nú, þegar að því er komið, aðbæj- arbúar fari að byrgja sig að kolum til vetrarins, þá veita menn því fyrst fyrir alvöru eftirtekt hve kolin eru

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.