Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.12.1931, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 19.12.1931, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR A. S. V. Sameinaða ^ufuskipafiela^ið. Áætlun um gufuskipaferðir. janúar o£ febrúar 1932, ísland Dr. Alexandrine ísland Frá Kaupmannahöfn 3. jan. 26. jan. 12. febr. — Leith 29. — 15. - — Thorshavn 6. - 31. — í Reykjavík 8. - 2. — 19. - Frá Reykjavík 4. febr. 22. febr. — ísafirði 5. — 23. - — Siglufirði 6. — 24. - á Akureyrí 6. — 24. - Frá Akureyri 7. febr. 25. febr. — Siglufirði 7. — 25. - — Isafirði 8. — 26. - í Reykjavík 9. — 27. - Frá Reykjavík 11. jan. 11. febr. 29. febr. — Thorshavn 13. - 13. — 2. mars Leith 15. - 15. — 4. - Frá Leith 16. - 16. — 5. - í Kaupmannahöfn. 19. - 19. - 8. - Helgi Hafliðason. eða „Alþjóðasamhjálp verkalýðs- ins“, var stofnað árið 1921, vegna hungursneyðaiinnar sem þá geysaði í Rússlandi og yfirleitt alstaðar í heiminum. Afleiðingar heims-stíðsins mikia voru margvislegar og ógurlegar Marg- ir þeir, sem áður áttu ekki neitt, rökuðu á stríðsárunum saman fje svo tugum þúsunda eða jafnvel miljónum skifti. En þeir sem áður áttu stórar eignir mistu kannske alt sitt og stóðu uppi sem öreigar. Stór- þjóðirnar, England, Ameríka og Frakkland, sem allaf hafa verið tal- in voldugustu ríki heimsins, skuld- uðu eftir stríðið ca. 20sinnum meira en þau áttu áður en stríðið hófst. Og t. d. allar þær miljónir her- manna, sem tóku þátt í þessari óg- urlegu styrjöld og hjeldu lífi og limum, fengu nú, þegar heim var komið, ekki neitt að gera til þess að framfleita lífinu í sjálfum sjer og fjölskyldu sinni. Verksmiðjur þær sem á stríðsárun- um störfuðu urðu nú að hætta vegna þess að engin eftirspurn var á fram- leiðslu þeirra og einnig þaðan urðu þúsundir og aftur þúsundir manna og kvenna að fara án þess að sjá noklcuð framundan annað en hung- ur og klæðleysi og jafnvel dauða. Pjóðirnar gátu ekkert aðhafst lil þess að ljetta undir með þessum atvinnu- lausa, hungraða og klæðlausa lýð. Margir auðmenn gáfu helming eigna sinna og meira til, til fátækra- l’ramfærslu og ýmsra góðgerðafje- laga, en reynslan sýndi að það kom ekki að tilætluðum notum. Menn sáu að hjer var þörf á að taka í taumana á annan hátt en gert hafði verið. Pví var það að þeir sem sáu og vildu hjálpa til þess að Ijetta af þessu böli hungurs og dauða, stofn- uðu A. S. V. Alþjóðasamhjálp verkalýðsins. Pað er fjelag sem starf- ar á algjörlega ópólitískum grund- velli, en tekur að sjer alla hjáip handa verkamönnum og konum þegar neyð er fyrir dyrum, hvort lieldur er af völdum náttúrunnar eða af öðrum ástæðum. Síðan 1921 er A. S. V. búið að safna um 20 miljónum króna sem það hefir útbýtt á meðal fátækra verkamanna, og hefir þetta fyrir- komulag til hjálpar bágstöddum reynst mjög vel, því öllum þeim gjöfum sem útbýtt hefir verið eru einungis innifalið í mat og klæðn- aði til þess að það komi sem best að tilætluðum notum. Hjer á Siglufirði var stofnuð deiid úr A. S. V. þann 8. ágúst 1930 af 20 mönnum og konum og hafa síðan gengið í hana 20 manns sem til- heyra öllum stjettum. Eins og áður hefir verið *tekið fram, þá skiftir fjelagið sjer ekki neiit af pólitík en lætur sig einung- is varða bættum kjörum bágstaddra manna, sem orðið hafa alvinnu- lausir, eða búa við skort af öðrum ástæðum. A. S. V. deildin hjer á Siglufirði er of fámenn enn til þess að hún geti komið að tilælluðum notum. Pessvegna óskar hún eftir að all- ir þeir Siglfirðingar sem sjá og skilja og vilja hjálpa bágstöddum meðbróðir, gerast meðlimir deild- arinnar. Einnig hetir stjórn deildarinnar áformað að stofna nokkurskonar skátaflokk (Pionerer) hjer á Sigtu- firði nú í vetur, þar sem meðlim- irnir verða börn á aldrinum 5 — 12 ára, og er ætlunin að laða börnin aðþví sem gott er oggöfugt og þroska þau sem best á likanilegan ogand- Jólatrjeskraut, Jólakörfuefni og Jólakort hvergi fjölbreyttara úrval nje ódýrara en hjá PJETRI BJÖRNSSYNI. Greiðslusloppur er besta jólagjöfin. Fást í miklu úrvali í Verslun Halldórs Jónassonar B-deild. legan hátt, og er meiningin að þau fái búning ókeypis, en þó þannig gjörðan að þau geti haft hann heima t. d. fyrir sunnudagaföt.. Siglfirðingar! Styðjið þennan góða og sjálfsagða fjalagsskap með því að gerast fjelagar A. S. V. á Siglufirði. Stei/iberg Jótisson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.