Alþýðublaðið - 04.11.1919, Blaðsíða 3
3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sjúltrasamlag Haínaríjardar
og Grarðahrepps
kunngerir: Með því að samlagið á fundi sínum þ. 12. júní s.l. sam-
þykti löglega að ráða báða læknana, Þórð Edilonsson og Bjarna Snæ-
björnsson, í þjónustu sína frá 1. jan n.k., og að samlagsmenn skyldu
ákveða sér annanhvorn lækninn til árs í senn, með sex vikna fyrir-
vara, þá aðvarast samlagsmenn og konur hér með um að ákveða nú
þegar hvorn lækninn þeir ætla að hafa árið 1920, og skulu samlags-
meðlimir undirskrifa yfirlýsingu hér um, hver hjá sínum lækni.
Stjórnin.
Símskeyti.
Kaupmannahöfn 2. nóv.
Byltingatilrann í Ansturríki.
Frá Vínarborg er símað, að
jafnaðarmannaforinginn Friedrich
Adler hafi ljóstað upp ráðagerð
herforingja um stjórnarbylting í
Austurríki.
Frá Pýzkalandi.
Mannflutningar á járnbrautum
hafa verið stöðvaðir í 11 daga í
Þýzkalandi, vegna kolaleysis.
Sjómenn móti hafnbanninn.
Norræna sjómannaráðstefnan í
Málmey hefir lýst sig andvíga
hafnbanni bandamanna á Rúss-
landi.
Atyik.
í búð á Laugavegi var verka-
maður að kaupa yfirfrakka. Stóð
hann með peningana í höndun-
um og ætlaði að fara að borga
út frakkann, sem verið var að
búa um. Kom þá inn blaðadreng-
ur og bauð kaupmanninum Al-
þýðublaðið, en hann neitaði því
með óvirðulegum orðum. Dreng-
urinn bauð þá afgreiðslustúlkunni
blaðið, en hún áleit sér skylt að
svara á líkan hátt og húsbónd-
inn. En þegar hér var komið,
sagði sá sem ætlaði að kaupa
frakkann, að kaupmanninum
mundi að líkindum þykja pening-
ar frá alþýðumanni jafn lítiis virði
og honum þætti blað alþýðunnar,
stakk síðan á sig peningunum
aftur og fór út, og varð kaup-
maðurinn af kaupunum.
A.
5 lílöppuðu.
Við ræðulok Einars kaupm. Þor-
gilssonar á þingmálafundinum í
Hafnarfirði síðastl. laugardag klöpp-
uðu að eins 5 — fimm — menn,
þar af 3 eftir beiðni.
Fundarmaður.
£orð Ximherley
socialisti.
Þegar auðvaldið í Englandi undir
foryst Lloyd George magnaði flokk
sinn móti alþýðunni, héldu social-
istar mikinn fund í London og
hvöttu menn til varnar. Það vakti
feikna eftirtekt, að einn af þekt-
ustu aðalsmönnum Englands, Lord
Kimberley, kom þar fram og hélt
snjaila ræðu. Hann sagði m. a.:
„Eg get ekki gert að því, að eg
er fæddur lávarður og á sæti í
efri málstofunni, en eg get beitt
öllum mínum kr'óftum eftirleiðis í
baráttunni fyrir socialisma".
Hvað segja þeir um það hér,
sem halda, að ef þeir hafa ráð á
að brúka gummiflibba, séu þeir
sjálfsagðir andstæðingar social-
ismans.
Uni daginn op veginn.
Ouðlangnr pólití liggur þungt
haldinn af taugaveiki vestur í
Sóttvörn.
Fjárhagsáætlnn bæjarins er
nú verið að undirbúa. Hafnarnefnd
hefir þegar gert tillögur.
4 taugayeikissjóklingar liggja
í Sóttvörn nú, og 6 með skar-
latssótt.
Oullfoss fór héðan áleiðis til
Khafnar í gær kl. 7 síðd. Meðal
farþega voru: Jón Magnússon for-
sætisráðherra og frú, Þórður Thor-
oddsen læknir og frú, Emil Thor-
oddsen listmálari, Helgi Bergs
verzlunarm., EmiJ Nielsen fram-
kv.stjóri, Sigtryggur Kaldan læknir
og frú o. fl.
2 kr. 50 anra er tvípundið af
kjöti dýrast nú á Austfjörðum.
Með hverju fegrar Sláturfélagið
sitt 3 kr. 10 aura verð?
Agæt sitrómolia,
á 5 krónur pelinn,
fæst í
Alpýdubraudgerðinni.
Rjúpur
nýskotnar til sölu.
Sig. Þorkelsson.
(Verzl. G. Olsen).
Hœnsabyg,g-
Maís (heill)
ásamt allskonar annari kornvöru
hjá
Jóh. Ögm. Oddssyni
Laugaveg 63.
Kosningastafir!
Þið sem standið í kosningabarátt-
unni, og hvort sem þið styðjið
Svein eða Jón, Jakob, Ólaf eða
Þorvarð, þá er ykkur sigurinn vís,
ef þið gangið við kosningastaf frá
Jóhanni Ögm. Oddssyni
Laugaveg 63.