Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.02.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 23.02.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3' t Stefán Lárusson Aðfaranótt s.l. sunnudags 17. þ.m. lézt að heimili sinu, Suðurgötu 40 hér í bænum, Stefán Lárusson, eftir stutta legu. Banameinið vai lungna- bólga. Stefán var fæddur að Vatnshlíð 22, júr.í 1883, og varð því tæpra 52 ára að aldri. — Foreldrar hans voru Lárus Stefánsson, sem lengi bjó á Skarði við Sauðárkrók, og var með þekktustu bændum í Skagafirði. og Guðrún Sigurðardótt- ir frá Stóravatnsskarði. Olst Stefán upp með föður sínum til 9 ára aldurs, en fór þá til móðurbróður síns, Sigurðar bónda á Geirmundar- stöðum ög dvaldi hjá honum til 18 ára aldurs. Pá fór hann í vinnu-. mennsku til vandalausra og um tvítugsaldur til Sveins hreppstjóra i Felli í Sléttuhlið. Far kynntist hann eftirlifaridi konu sinni, Pálínu Árnadóttur og giftust þau 2. febr. 1909, og bjuggu i Grafarós og síðar i Hófsós þar til þau fluttu hingað til Siglufjarðar vorið 1921, keyptu húseignina Suðurgata 40 ári siðar, og hafa búið þar ávalt siðan, — Pau hjóain eignuðust 4 dætur. Eru þrjár þeirra á lífi, Lára, 24 ára, Hulda, 18 ára og Bára 14 ára, allar myndarstúlkur og mannvæn- legar. Stefán sál. var hinn mesti at- orku- og dugnaðarmaður. Hann stundaði sjómennsku um langtskeið æfinnar, var formaður á vélbátum og heppnaðist það mjög vel, enda var hann hinn bezti verkmaður hvort heldur var á sjó eða við land- vinnu, Hann var sívinnandi, og einn þeirra rnanna, sem nú gerast fremur fágætir, sem fann gleði í vinnunni. — Hann var hinn bezti heimilisfaðir, og stundaði það ávalt, fremst af öllu, að sjá heimili sínu borgið með forsjá og dugnaði, og vera sér og sínam nógúr í þeirn efnum, og var kona hans honum samhent um það, sem annað, enda var hjónaband þeirra hið ástúðleg- asta. E1?kí var Stefán neinn auð- maður, en hann bjargaðist vel, þrátt fyrir heilsuleysi á honum sjálfum og hans nánustu, enda mun hann hafa unnið meira en heilsan leyfði síðustu árin. Stefán var engin valda- né met- orðamaður og sóttistekki eftirslíku, en hann var vel metin og virtur — og að verðleikum —af hverjum sem þekkti liann. því hann var drengur góður, vammlaus, gjöfull og greiðvikinn, og ávallt glaður og skemmtinn við hvern sem á hann yrli, og það rúm var vel skipað, sem hann sat. Ástvinir Stefáns sái, hafa mikils misst við fráfall hans. Siglufjörður er nú einum nýtum og góðum borgara fátækari, og í hópi granna hans og vina er nú tómlegt, því sæti hans er autt. Oll söknum við hans, þessa góða drengskapar- manns, en ef til vill er söknuðurinn sárastur hjá. vandalausu litlu börn- unum, í nágrenni hans, sem hann hafði svo sérstakt lag á að laða að að sér. Og smábörnin sakna ekki annara en þeirra, sem eru 5 raun og sannleika góðir menn. Dagskrá útvarpsins næstu viku. Sunnudaginn 24. febr.: 9,50 Enskukennsla 10,15 Dönskukennsla 11 Messa í Dómk. Bj. Jónsson 15 Bjarni Guðmundsson: 14 dagar í Rússlandi. 15.30 Hljóml. frá Hótel ísland. 18.20 Pýzkukennsla 18,45 Barnatími: Fr. Hallgr. 19.20 Grammófónhljómleikar 20.30 6. erindi um málið og bókmenntirnir, Kristinn Andrésson. Hándelshljómleikar Danslög til 24. Mánud. 25. febr. 12.50 Pýzkukennsla 20.30 Erindi um tiihögun kosn- inga í útvarpsráð: Jónas Porbergsson. 21,15 Útvarpshljómsveitin: Al- þýðulög. Einsöngur: Einar Sigurðsson. Sonata í H- moll. Priðjud. 26. febr. 12,45 Enskukennsla 10.30 Umræður um kosningu í Utvarpsráð. Fujltrúaefni kjörlistanna. Miðvikud. 27. febr. 12,45 Dönskukennsla 20.30 Umræður um kosningu í Útvarpsráð, framh. Fimmtud. 28. febr. 12,45 Enskukennsla 20,20 Erindi: Frá útlöndum. Síg. Einarsson 21 Dagskrá næstu viku. 21,10 Útvarpshljómsveitin. Danslög Föstud. 1. rnarz. 12.50 Pýskukennsla 20,30 Kvöldvaka; Upplestur: Jón Pálsson. Sig. Magnússop kennari: Úr kvæðum Tómasar Guð- mundssonar. Aðalsteinn Sigmundss. Omurlég jóla- nótt. Kveðnar rímur, Laugard. 2. marz: 12.50 Dönskukennsla

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.