Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.06.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 29.06.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Íþróítir. Kafti úr ræðu Bj'érns Jóns- sonar, íþróttakennara K. S. á ipróttasýningu félagsins. Niðurl. Nú spyr ég þann, seni aldrei hefir stundað þróttir, og sem er á bezta skeiði: — Hversvegna stund- ar þú ekki íþróttir? Hversvegna hélzt þú þér lengst frá þeim mál- um, sem þér öllum málum fremur, stæði næst að vinna fyrir? — Kann- ast þú við það, að þú varst of ró*. samur, ef til vill einnig þreyttur eftir dagsverkið og áleizt, að ekki væri nú vert að gera sig þreyttari á íþróttavellinum, íþróttahúsinu eða sundlauginni ? —En þekkirðu samt ekki hinn mikla mismun á hinni deyfandi starfsþreytu og hinni heil- næmu, sveínstyrkjandi þreytu, eftir einnar stundar íþróttaiðkun? — Líklega ekki, því annars myndir þú að minnsta kosti einu sinni í viku, unna líkama þínum þessarrar verðskulduðu góðgjörð. Petta mun nú, ef til vill, þykja nokkuð digurbarkalega talað, þar sem skilyrðin eru ekki ennþá þau fyrir hendi hér, að hægt sé að krefjast slíks, en ef skilyrðin væru góð, væri sannarlega ekki of djúpt tekið í árinni. — En einmitt vegna vondra staðhátta og fyrir það, að mörgu er svo tilfinnanlega ábóta- vant hér, sem nauðsynlega þarf að lagast, svo sem bygging áðurnefndra stofnana fyrir íþróttastarfsemi, til vaxtar og uppbyggingar nýrrar, hraustrar kynslóðar fyrir þjóðina, þá er hægt að fara fram á það, að hver einasti maður, sem vill vera „góður íslendingur", ljái þessu máli eftir getu fylgi sitt, svo hægt verði, fyr heldur en síðar, að vinna bug á allri þeirri tortímingu, er nú á sér stað hjá þjóð vorri á mörgum sviðum; — að uppræta allt illgresið í þjóðfélagsakrinum, en sá aftur á móti því sæði, sem vaxa mun og blómgast og bera marg- faldan ávöxt, og ávöxturinn er ný og hraust og menntuð hynslóð, sem stælt er af íþróttum, sem er samhuga um öll sín áhugamál og rótföst er í íslenzkum jarðvegi. Iþróttahreyfingin á að vera upp- eldishreyfing fyrir þjóðina, hún á ekki eingöngu að vera líkamsmennt- andi, heldur á hún eigi að siður að göfga anda, kraft og hjartalag. íþróttamaðurinn á að vera vand- aður, siðprúður og heiðarlegur í öllu sínu dagfari, — vera tryggur hinu göfuga málefni sínu og reglu- samur, m.ö. o. vera maður, sem hægt er að byggja á, og í neyðinni lifir í trúnni á viðreisn föðurlands- ins, að hann trúi því, að aðeins verður byggt upp með þeim krafti, sem í honum sjálfum býr. íþróttamaðurinn þekkir ekki mis- muninn á ríkum og fátækum. Iþróttamennirnir fara ekki eftir tign eða stöðu, þeir eru eins í öllu, vel innrættir, glaðir, hraustir og prúðir, því að óðal þeirra er föðurlandið. Pessvegna þjóna þeir föðurlandinu með hinni göfgandi uppeldisstarf- semi sinni og vinna að heilbrigði og hreysti einstaklingsins og þaraf- leiðandi allrar þjóðarheildarinnar. Peir halda sér utan við alla stétta- og fiokkadrætti, utan við allt hið viðbjóðslega dægurþras þessarrar yfirborðspólitíkur nútímans. — En þeir standa óskeikulir og fylkja sér sem einn maður um hin göfgandi þjóðaruppeldismál sín, sem innsta rödd tilfinninga þeirra segir að séu rétt og fögur og sem þeir hafa reynt á líkama og sálu, að eru sönn. Pví með þessu hjálpa þeir til þess, að snúa örlögum þjóðar vorrar til hins betra, Góðir lesendur! Við skulum horfa í kringum okkur. Við skulum líta upp til hvítra tinda íslenzku fjallanna, hve tignarleg þau eru á veturna með hvítu kollana sína. — Er þá nokkuð unaðslegra, en að geta veitt þessum bergrisum heimsókn á skíðum og menntast þannig í hinni fögru íþrótt, eða þá að taka fagrar sveiflur á gljáandi og spegilsláttum ís fjallavatnsins, á skautum sínum. — Og á sumrin, þegar himinbláu hnjúkafjöllin í öllu sumarskarti sínu, bíða eftir því, að vér kynnumst fegurð þeirra og Ieyndardómum, að vér leynumst inn í bók náttúrunnar, sem einatt stendur fótgangandi ferða- I a n g n u m opin, sem þráir frelsið og er að leita sér að nýjurn og betra heimi fyrir hugsanir sínar, sem hann finnur í skauti Fjallkon- unnar, en ekki í skítugu og óhreinu lofti verksmiðjubæjarins. Pá hverfum við huganum til kappleikjanna á sumrin, — þegar knattleikurinn stendur í sínu al- gleymi, eða þegar hlauparar, stökk- menn og íþróttam. á öllum sviðum þenja sig á sléttri grundinni. Og að enduðum kappleikum, að hafa ef til vill sigrað og fengið verðlaun fyrir drengilega frammistöðu, Og víki eg nokkrum orðum að s u n d- i n u, þessari gagnlegu, heilnæmu iþrótt. — Sá sem aldrei hefir synt, veit ekki hvílík sæla það er að geta látið sig líða gegnum hið silfur- tæra vatn og laugað sig í þessari lífsins lind, sem er öllum öðrum dulin og þannig að verða aðnjót- andi blessunar vatnakonungsins sem er: hreinleiki líkama og sálar, Gangi nú einhver inn í íþrótta- salinn eitthvert ömurlegt vetrar- kvöld, og sjái hvílík gleði, fjör og hraftur þar ríkir, þegar íþróttamenn eða íþróttastúlkur styrkja sig og stæla í fjörugum leikjum, fögrum staðæfingum og kraftaukandi áhalda- æfingum, og að lokum ganga sem einn maður í fylkingu með eitt sinna fegurstu söngljóða á vörum, sem hljómar svo eðlilega óbundið, svo barnslega og frjálst. — Sá maður mun ekki vera tilfinninga- næmur, sem ekki verður snortinn hrifningu á slíkri stundu, og sann- færist um hið þjóðlega gildi hinnar göfugu íþróttahreyfingar. — Hann mun spyrja sjálfan sig: „Hví stend eg hér aðgerðarlaus hjá? þvi skipa eg mér ekki þegar í stað inn í fylkingu þeirra manna, sem ganga götuna fram eftir veg — glaðir og frjálsir (beint af augum) inn í hið margþráða framtíðarland íþrótta- mannsins. Fetta riki þurfum vér allir að hjálpa til þess að reisa, Pá munu birtast aftur bjartar vonir. — Hinir miklu andar for- tíðarinnar munu svífa á undan okk- ur og beina okkur leið. — íþrótta- kapparnir, Gunnar á Hlíðarenda, Kári Sölmundarson og Kjartan Ólafs- son, munu birtast á meðal vor, eft- ir hinn langa svefn, og fylgja okk- ur inn í hugsjónaland vort. — Pá mun ísland vera orðið hið sanna land íþróttamannsins. í æskulýðnum sjáum vér upp- fyllingu vona okkar og menningar- mála, — Pessvegna viljum við leggja rækt við hann. — í unga mannin- um sjáum vér þetta hreina, óspillta, fjöruga líf, hina hreinu saklausu lyndiseinkun, sem aðeins þarf að þroskast og verndast gegn hvers- konar illum, óðlilegum, óeðliskend- um áhrifum, utan frá, — Æskan er uppsprettulind máttar vors ogkraft- ar. — Hún er eíns og litill tær fjallalækur, sem skoppar útí lífið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.