Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.10.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 10.10.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Pianó-kennsla. Olfert Naabye kennir á píanó og fleiri hljóð- færi í vetur. Nánari upplýsingar hjá Steindóri Jónssyni, Hótel „Siglufjörður". benda á pað, að einmitt af því að svo gífurlegt síldarmagn var svona óvenjusnemma á ferðinni, væri eigi ólíklegt, að úr drægi síldarmagninu er framliði á söltunartímann. Pað var a3 minnsta kosti alveg rökrétt ályktun, því ekki var hyggilegt að álíta síldargengdina takmarkalausa og síldarstofninn óþrjótandi. Enda mun t. d. Árni Friðriksson hafa fullkomlega búizt við, að síldar- gengd mundi fara þverrandi er fram á síldartímann kæmi, einmitt af því að magnið var svo mikið í fyrstu göngunni. En það upplýsist nú af grein nefndarinnar, að hún hefir alveg litið öfugt á þetta atriði málsins, og ályktað, að einmitt af þvi að síld- armagnið var svona mikið fyrst, hlyti það að haldast ogjafnvel auk- ast, því hún segir meðal annars: „Allt fram til 12, —15. júlí var ekki annað fyrirsjáanlegt, en að veiði mundi verða meiri en þekkzt hefði áður“. Og svo spyr nefndin: „Var nú undir þessum kringumstæðum nokkurt vit í því að byrja sölt- un t. d. 5. —10. júlí?” Já, vissulega hefði verið ákaflega mikið VIT í þvi. Og enn spyr nefndin: „Voru nokkur minnstu likindi til þess, að unnt væri að selja þá síld er söltuð hefði verið á þeim tíma, ef veiði hefði haldið áfram?” Já, vissulega. Nefndin hefir samkv. 7. grein laga sinna vald til þess að stöðva eða takmarka söltnn þegar hún vill og álítur þess þörf. Með því valdi sínu var henni i lófa lagið að selja alla júlíveidda síld að þessu sinni, ekki sízt fyrir þá sök, að hún var í fyllsta máta „prima vara“. Og enn segir nefndin: „ — — og öllum sem bera eitthvert skynbragð á þessi mál, ætti að vera það Ijóst, að það er mun betra að fá minni síld. en unnt er að selja með sæmilegu verði, en salta niður í tugi þús- unda tunna, sem enginn vill lita við — —“ Enda þótt að þessi setning sé á takmörkum þess að verða skilin, verður þó það útar henni ráðið, að höfundarnir hafa ekki, er þeir rit- uðu þessa dæmalausu klausu, munað eftir ákvæðum 7. gr. laganna, er selja þeim hið mikla vald í hendur um takmörkun síldarframleiðslunn- ar. Það á sem sé aldrei að geta komið fyrir meðan nefndin situr, að saltað sé „niður í tugi þúsunda tunna sem enginn vill lita við“. Nefndin he'dur því fram í grein sinni, og færir sér til málsbóta, að Norðmenn hafi ekki hafið söltun fyr en Islendingar. Pessi staðhæfing verður að vísu hvorki sönnuð né afsönnuð, því um það liggja engin óbrigðul gögn fyrir hendi, en þó má geta þess að vitað er þó um eitt skip að minnsta kosti, sem salt- aði síld löngu áður en hér var haf- in söltun og fékk fyrir það heiður og þökk er he'm kom. Og ekki er annars getið en sú síld hafi selzt við jafngóðu verði og sú er síðar var söltuð. Hvort að Norðmenn fari eftir kröfum neytenda eða kaupenda að því er snertir byrjun söltunar þar í landi, er víst ákaflega hæpin stað- hæfing. Er eigi annað vitað en Norðmenn salti sína síld hvenær sem í hana næst og séu alveg ó- háðir almanakinu um það atriði. Framhald. Styrjöldin. Nú hefir Pjóðabandalagið ákveð- ið. að refsiaðgerðum skuli þeitt gegn Italíu, en ennþá er ekki fullráðið með hverjum hætti þær verða fram* kvæmdar. Ungverjaland, Austurríki og Al- banía hafa þó ekki þótzt geta greilt atkvæði með refsiaðgerðum sakir eigin afstöðu, tvö fyrstnefndu ríkin sakir viðskifta og náinnar stjórn- málavináttu en Albanía sakir þess, að Italía er verndarríki hennar. Frá vígstöðvunum í Abessiníu eru fregnir mjög ósamhljóða. Pó verð- ur það að álítast að Italir hafi náð Adua og fleiri smáþorpum á Norð- urvígstöðvunum, og Wal-Wal á Suðurvigstöðvunum. Abessinumenn berjast þó af mikilli hreysti og eiga eftir að komast í betri aðstöðu er lengra kemur inní fjall-lendið. A Iþingi kom saman til framhaldsþings 10. þ. m. og þótti ekki taka því að ganga i kirkju eða viðhafa aðrar venjulegar setningarathafnir aðrar en þær að lesa upp konungsboð- skap. Gengu þingmenn til borða sinna í þingsalnum rétt eins og þeir væru að setjast inná kaffihús eða annan skytning tíl að fá sér hress- ingu. Tveir kjðrdæmaþingmenn eru fjarverandi. þeir Thor Thors og Ás- geir Ásgeirsson báðir í Ameriku. Gunnar Thoroddsen er einnig for- fallaður frá þingstörfum, en Eiríkur Einarsson fyrsti varamaður Sjálfst.fl. tekur sæti hans. I gær voru engir þingfundir og þvi ennþá óútkljáð um það, hvort Magnús Torfason skuli sitja á þingi, en kæru útaf rétti hans til þingsetu hefir þinginu borizt frá Bændaflokknum. Bæjarfréttir. Til Akureyrar fóru með Islandi þeir Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjueigandi og Jónas Björnsson, afgreiðslumaður Sigífirðings. 10. þ. rn. áttu gullbrúðkaup þau Guðrún Jónsdóttir og Jónas Einarsson, for- eldrar Björns Jónassonarökumanns og þeirra systkina. Blaðið óskar gullbrúðhjónunum til hamingju, Margir vinna nú í atvinnubótavinnu bæjarins. Er unnið að breikkun Suðargötu og framræslu í Leynings landi til und- irbúnings jarðeplaræktunar. Karfavinnslunni er nú lokið hér á þessu hausti. Er nú verið að hreinsa þróna og verksmiðjuna.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.