Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.10.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 10.10.1935, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Góðir Siglfirðingar, konur jafnt sem karlar. Ollum yður mun kunnugt, hve örðugt margir bæjarbúar munu eiga á komanda vetri vegna atvinnuleysis í sumar, Fyrir því snýr undirrituð nefnd sér til þeirra af yður, sem eitthvað hafið aflögu, og biður yður ásjár og leggja fram einhvern skerf, er nota mætti í vetur, er að þrengir, til hjálpar bágstöddu fólki. Tekið er með þökkum á móti gjöfum í peningum, vörum, fatnaði og hverju öðru, er að gagni má koma. Vér heitum á liðsinni yðar og bróðurhug og vonum að hjálp yðar bregðist ekki. Siglufirði, 7. okt. 1935. G, Hannesson. Hjálmar Kristjánsson. Margrét Jósefsdóttir. Gunnar Jóhannsson- Guðjón Pórarinsson. Gunnl. Sigurðsson. Porbjörg Einarsson. O. Hertervig. Gagnfræðaskólinn í Siglufirði verður að forfallalausu settur 15. október kl. 4 síðd, Þeir, sem ætla að verða í skólanum í vetur og hafa enn eigi sótt um hann, eru vinsamlegast beðnir að gera það tafarlaust. Jön Jónsson, skóJastjóri. Ibrahim, en vestan við víkina ligg- ur hafnarborgin Suez. Langt er síðan menn langaði til að koma sambandi á milli haf- anna og haft er fyrir satt að 1400 árum f. Kr. hafi Ramses II, faraó, byggt skurð frá Níl til Rauðahafs. Síðar á öldum hafa oft verið uppi ráðagerðir í sömu átt, en allar strandað á kostnaðinum og þekk- arskorti til slíkra stórræða. En Napoleon mikli var sér þess með- vitandi hve mikla þýðingu slíkt mannvirki mundi hafa fyrir Evrópu, er hann var þar á herferð sinni 1798 og lét verkfræðinga sína semja áætlun um verkið. En loksvarþað Frakkinn Ferdinand Lesseps, er lagði fram fullkomna áæilun um verkið 1854. Vann hann þá á frakknesku ræðismannsskrifstofunni í Kairo, og kynnti sér þar áætlun Napoleons, en þar var því haldið fram, að yfirborð Rauðahafsins lægi tíu metrum hærra en yfirborð Mið- jarðarhafs, og þyrfti því að byggja skipastiga marga og vatnsmiðlunar- stiflur í skurðinn. En Lesseps sannaði að yfirborð hafanna væri jafnhátt og 1854 hafði hann lokið útreikningum sínum, teikningum og áætlunum, er samþykktar voru at' konungi Egypta, Said Pascha ; með dæmafáum dugnaði heppnaðist Lesseps að safna fé til fyrirtækisins og stofna félag til reksturs þess og framkvæmda. Og 1859, 22. apríl, stakk hann fyrstu rekustunguna við Port Said og verkið var hafið. Mestir voru erfiðleikar við það í byrjun að færa að drykkjarvatn og matvæli og aðrar nauðsynjar handa hinum 25 þús. Aröbum og Egypt- um er þarna unnu. Voru daglega til vatnsflutninganna einna notaðir 3000 asnar og úlfaldar. En síðar var vatnið leitt í skurði frá Níl. Sjúkdómar strádrápu verkamenn. þar meðal kólerusótt og flýðu þá allir frá verkstöðvunum. En þrátt fyrir alla örðugleika sigraði hin ó drepandi atorka Lesseps og 1869 mættust höfin tvö í skurðinum rétt sunnan við hin svonefndu Beizku- vötn, og í nóvember sama ár var skurðurinn vígður með mikilli við- höfn. Hafði hann kostað á fjórða hundrað miljónir króna. Skip urðu að greiða afarhátt lest- argjald fyrir að fara um skurðinn en þrátt fyrir það hefir umferðin hraðaukizt og tekjurnar að sama skapi. í heimsstyrjöldinni minnkaði umferðin að miklum mun en 1920 jókst hún aftur og 1923 voru tekj- urnar af umferðinni um 350 milj. krónur. 1869 fóru ein 10 skip um skurðinn, 1900 voru þau orðin 3400 og 1923 4621. Par af voru 4540 vöruflutningaskip, af þeim áttu Bretar 2786, Hollendingar 446, Frakkar 255, Pjóðverjar 246, ítalir 244, Japanar 172, Ameríka 111, Noregur 85, Danir 64 og Svíar 60. Samningar Suez-félagsins við Egyptaland ganga úr gildi 1968. Verður skurðurinn þá eign Egypta- lands. En 1909 fór félagið fram á að framlengdir yrðu samningarnir til 2008. Urðu útaf því allmiklar róstur í Egyptalandi, svo ekki varð meira úr því máli í það sinn. En hætt er við, að þrátt fyrir samning- inn, sé eigi útséð um eignarráðin yfir þessari dýrmætustu samgöngu- leið heimsverzlunarinnar, og því síður er útséð um áhrif þau er hún kann að hafa á styrjöld þá er nú er hafin i Abessiníu. Kennsla: Byrja kennslu í bókfarslu, reikningi, þýsku, ennfremur ensku og dönsku eftir sam- komulagi. Upplýsingar í Eyrarbúð- inni og heima Túng. 27. Kennslan byrjar nú þegar. Skarphj. Halldórsson Herbergi tíl leigu. Uppl. í Hvanneyrarbraut 2 og Nýju Mjólkurbúðinni. Ritstjóri og dbyrgðarm.: Sig. B j ö rg ó Ij s s o r.. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.