Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.12.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 14.12.1935, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR NYJA KJOTBUÐIN tilkynnir: Ef þér viljið-fá verulega góðan jólamat þá kaupið eftirfarandi hjá okkur: Svínakótelettur, Rjúpur namflettar, Grísasulta Svínasteik, Vínarpylsur, Sviðasulta, Nautakjöt af ungu Miðdagspylsur, Lifrarkæfa, Lambasteik, Áleggspylsur, alls- Frosin svið, konar, Kæfa, — Allskonar ávexiir væntanlegir með e.s. Dettifoss. — — Lítið í gluggana fyrir jólin. — — Allt sent heim. — Sími 72. Sími 72. Úr egta silfri. Tertuspaðar, serviettuhringar, signet, pappírshnífar, frakka- skildir, manchetthnappar o fl. Allt tilheyrandi upphluí í fjöl- breyttu úrvali. Gleymið ekki krónunum! Silfursteinhringar fjölbreyttir. Aðalbjörn gullsmiður Takið eftir! Dömur og herrar! Fallegast o£ bezt úrval af sokkum fáið þer i Verzlun Sig. Kristjánss. Hérmeð er athygli bæjarbúa vak- in á því, að samkv. 10. gr. skatta- lagnnna má ekki draga opinber gjöld (svo sem útsvar og tekjuskatt) frá árstekjum manna við næsta skattaframtal, nema gjöld þessi hafi verið greidd fyrir arslok 1935. Skattanefndin. 14 kar. gull Vönduðustu og fallegustu jóla- gjafirnar, sem til eru í bænum svo sem: Steinhringar, háls- men, bindisprjónar og fleira. Veljið steinana, ennþá er tími til að smíða umgerðirnar fyrir jól. Aðalbjörn gullsmiður Siglufjarðarkirja. Messa á morgun kl, 2. Jóhann Jóhannsson, cand theol. prédikar. VetrarsjaS, ágætt, þykkt og hlýtt, til sölu með tækifæris- verði. R. v, á. Vetrarhjálpin. Jólin eru í nálægð. — Jólin eru hátið gleðinnar og þá sérstaklega gleðihátíð barnanna smáu og sak- lausu, og hverjum góðum manni og konu er það gleðiefni, að auka gleði þeirra. Tímarnir er erfiðir nú og eigi sízt fyrir þennan bæ. Afla- leysi og atvinnubrestur hafa tekið höndum saman við aukna skatta og viðskiftaóáran, um það, að draga úr jólagleðinni hjá binum fátæk- ustu, og þótt oft hafi verið örðug- leikar hjá þeim undanfarið, má ó- hætt fuilyrða, að aldrei, hin síð- ustu árin, hafa þeir verið jafnmikl- ir og nú. Nefnd hefir verið sett hér, til þess, ef unnt væri. að stuðla að því, að auka jólagleði sárfátækustu heimilanna, og sérstak- lega barnanna. Nefnd Vetrarhjálp- arinnar skipa bæjarfógetinn, Hert- ervig, Gunnlaugur Sigurðsson, Mar- grét Jósepsdóttir, Porbjörg Einars- son, Hjálmar Krisjánsson, Gunnar Jóhannsson, Guðjón Pórarinsson, og eins og sjá má, hafa hér tekið höndum saman allir pólitískir flokkar bæjarins til að vinna að framgangi góðs málefnis. En nefnd þessi megnar lítils ef fleiri hendur verða ekki réttar henni til hjálpar. Néfndin væntir því aðstoðar allra góðra manna og kvenna í bæ vorum við þetta mann- úðarverk. Margir hafa þegar brugð- izt vel við, en það hefir æ betúr sýnt sig, aö þörfin er svo mikil, að miklu meira má til en þegar er orðið, et hjálpin á að geta náð til allra, sem brýnasta þörfina hafa fyrir hana. Góðir Siglfirðingar! Verið minn- ugir orða höfundar jólagleðinnar, sem sagði: „Pað sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum það hafið þér og mér gjört“, og þess, að engin jólagleði er hreinni og betri en sú, er fæst í meðvit- undinni um það, að hafa gert gott verk á réttum tíma. Petta merki (innan í hring) er trygging fyrir því að þér fáið &\æný I, flokks EGG í jólabaksturinn.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.