Siglfirðingur - 15.02.1936, Page 1
Blað Sjálfstæðismanna í Siglulirði,
IX. árg.
Sigluíirði, laugardaginn 15. febrúar 1936
4. tbl.
Gjaldeyririnn o
áfengið.
Eftir
Jón Jóhannesson,
Vér lifum á krepputímum nú.
Pjóðin veit þetta, og ástandið sjálft
hefir fært henni heim sanninn um
það svo eftirminnilega, að hún
gleymir því vart hin næstu árin.
Pað er engin lítilfjörleg „lífsvenju-
breyting“ sem þjóðin íslenzka hefir
orðið að fórna á altari kreppunnar.
Hún hefir þurft að neita ’sér hið
síðastliðna ár, um margt af hinu
nauðsynlegasta, sem menntuð þjóð
og mönnuð er talin að þurfa, og
hún hefir — bæði einstaklingarnir
og þjóðarheildin — orðið að offra
talsverðum hluta af fjárhsgslegu
sjálístæði sínu, og enn er langt frá
að séð verði til nokkurrar hlítar,
hve stór sú fórn kann að verða.
En Islendingar eru fórnfús þjóð,
og hafa alltaf verið, þegar hagur
og hörð kjör fósturjarðarinnar hafa
krafizt fórna. Peir hafa fyrr þolað
„ís og hungur, eld og kulda, áþján,
nauðir og svartadauða" möglunar-
lítið, en slíkt var á öldum fyrr, og
er aðstaða nú öll önnur, enda sann-
ast sagt, að áþjánina höfum vér
þolað vers allra plága, og sá svarti-
dauði sem skáldið á við, var ann-
ars eðlis en sá, sem nú herjar land
vort, þótt vandséð verði hvor plág-
an hættulegri reynist, þegar allt
kemur til greina.
En hið sorglega við núverandi
ástand er, að miklu af fórnum
þessum er ófyrirsynju fórnað. —
Hömlur hafa verið settar á fjöl-
margar tegundir þeirra erlendra
vara, sem þjóðin getur ekki án ver-
ið, og innflutningur þeirra tak-
markaður svo, að þjóðinni er stór
bagi að og til mestu vandræða
horfir. Skal þar nefnt sem dæmi
byggingarefni og kartöflur, þótt
miklu fleira mætti nefna. — A
öðrum nauðsynjavörum eru toliar
hækkaðir árlega, vöruverð á lífs-
nauðsynjum þjóðarinnar fer því sí-
hækkandi, svo lítil atvinna og lágt
verð framleiðslunnar hrekkurskamt
til nauðþurftanna á krepputímanum.
Og allt er þetta gert til þéss að
bjarga við gjaldeyrisvandræðum
landsins, segir vor visa iandsstjórn
og síuðningsflokkar hennar.
Lítum nú snöggvast á það,
hvernig gjaldeyri -þjóðarinnar er
varið.
Enginn bær á landinu mun vera
eins illa settur og Siglufjörður, í
þeim efnum, að geta verið sjálfum
sér nógur hvað snertir landbúnað-
arframleiðslu. Hér vaxa t. d. ekki
karöflur, en þær verður óhætt að
telja til hinna mikilvægustu lífs-
nauðsynja bæjarbúa. Héðan var
sótt í haust urn innfiufningsleyfi á
kartöflum, en umsóknum var synj-
að. Hingað var svo flutt eitthvað
af íslenzkum kartöflum, sem und-
antekningarlítið reyndust ilia; voiu
slæmar átu og þoldu illa geymslu.
Nú hefir bærinn um langan tíma
verið kartöflulaus, þar til á dögun-
um að Gullfoss kom með 50 sekki
af freðnum hartöflum. Pessir sekkir
áttu að koma með Dr. Alexandrine
og hefðu þá komið óskemmdir, en
innflutningsnefnd þurfti svo langan
umhugsunartíma til að veita leyfi
sitt, að varan fraus og varð ónýt.
En með Gulifoss komu fleiri vörur
og meðal annars nokkur vagnhlöss
af áfengi í vínverzlunina hér. —
Gjaldeyrir var nógur til fyrir það,
þótt hörgull sýndíst á honum fyrir
kartöflur, Eg er ekki efnafræðingur
en eg efa að áfengi hafi í sér þau
efni, sem geta varið börnin okkar
skyrbjúg og öðrum þeim sjúkdóm-
um, sem stafa af fjörefnaskorti í
fæðunni, en það er alkunna að
kartöflur gera.
Á fjárlögum yfirstandandi árs eru
tekjur ríkissjóðs af áfengi áætlaðar
2,2 milj. kr. og af tóbaki 1,8 milj.
kr. aða samtals 4 miljónir réttar.—
Mér er nú vitanlega ekki kunnugt
um, hve mikið ríkisstjórnin leggur
á þessa nauðsynjavöru !!, en varla
finnst mér fært að gera ráð fyrir
hærri álagningu en 100 prc., og er
þá auðreiknað, að af hinum tak-
markaða gjaldeyri, sem þjóðin á
yfir að ráða. eru teknar litlar fjórar
miljönir króna til kaupa á, vörum
þessum. Einn þúsundasti hluti af
þessari upphæð hefði nægt til þess
að byrgja Siglufjörð upp með kart-
öflur.— Verkamannabústaðirnir við
Norðurgötu standa enn miðstöðv-
arlausir fyrir vöntun á innflutnings-
og gjaldevrisleyfi. þeim til mikils
baga, sem eiga að búa þar; ný-
byggð hús og önnur í smíðum
standa óvarin sökum skorts á báru-
jáini; timbur og sement er ekki til
í verzlunum hér. Orlítill hluti af
þessari upphæð hefði nægt til þess
að bæta úr þessum þörfum öllum
og mundi margur mæla að fénu
hefði betur verið varið til þess, en
fyrir tóbak og áfengi, sérstaklega
þegar þess er gætt, að Siglufjörður
hefir á undangengnum árum ekki
verið og er ekki enn, smátækur á