Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.02.1936, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 15.02.1936, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Svanmundur Stefánsson. (Drukknaði í Sandós í Fljótum vorið 1935). ! Hver veit nær dauðinn á dyrnar ber með dimmum og þungum gný? En mér í huga þín minning er og sú minning er björt og hlý. Og þó það sé sárt að sjá þér á bák og svíði hin nýslegna und, þá lyftir mér vonanna vængjatak og vermir mig hverja stund sem man eg glaðværu gæðin þín og göfgi í björtum svip- Til sælli heima, þar sólin skín, því sigla mín minninga skip. Frá vinkonu hins látna. Pökkum innilega auðsýnda sam- úð og vináttu við andlát og jarð- arför litla drengsins okkar. Prestshjónin á Hvanneyri. try£gja búfjáreigendum í félaginu nægar fóðurbirgðir þegar á haustin. Leikfélag Siglufjarðar æfir nú Jeppa á Fjalli eftir Hol- berg. Fær það búninga.léða frá Leikfélagi Reykjavíkur, en leiksvið verður útbúið hér. — Einnig æfir Leikfélagið á næstunni „Sundgarp- inn“, bráðsmellinn ganianleik eftir Arnold og Bach. Aðalfundur Skíðafélags Siglu- fjarðar var haldinn að Hótel Siglufjörð- ur föstudaginn 7. þ. m. í stjórn voru kosnir: Vilhjálmur Hjartarson, form. Sveinn Hjartarson, gjaldkeri. Sigurður Gunnlaugsson, ritari. og meðstjórnendur Björn Jónsson og Guðlaugur Gottskálksson. Rætt var um og samþykkt að hafa skíðamót í vetur fyrir Sigl- firðinga, Var stjórninni falið.að annast framkvæmdir í þessu skyni. Félagið hat'ði komið sér upp skíðaskála á árinu, eins og getið er annars staðar í blaðinu, fyrir at- beina góðra félagsmanna. Ber hann nafnið „Skíðafell“. Sænski sendikennarinn fil. lic. Áke Ohlmarks, bélt hér fyrirlestur í fyrradag. Hafði hann auglýst hér fyrirlestur daginn áður en þá átti Goðafoss að koma frá Akureyri. En þá bar svo við, sem sjaldan skeður um þetta leyti árs, að skip- ið tafðist á Akureyri heilan sólar- hring vegna þoku. Skipið hafði hér mjög litla viðdvöl, en með því Ohlmarks hafði auglýst fyrirlestur- inn, þótti rétt að bæjarbúar fengju að heyra hann. Voru því skyndi- boð send út um bæinn að fyrir- lesturinn yrði fluttur í Bíó þá strax og ókeypis. Margt fólk safnaðist í Bíó. Ohlmarks flutti mál sitt sköru- lega og rakti í . stórum dráttum menningarsögu Svía framan úr grárri forneskju til vorra daga. Vit- anlega var aðeins stiklað á stærstu merkjasteinunum, eigi að síður var erindið fróðlegt og skemmtilegt. Er það nýlunda fyrir Siglfirðinga. að slíkir menntajöfrar láti til sín heyra. Og mætti slíkt oftar verða. Neisti hefir í tveimur seinustu blöðum flutt sorpgreinar með strákslegasta óknyttaorðbragði um Sjálfstæðis- flokkinn og bendlað honum við landráð og föðurlandssvik. Siglfirð- ingur mun í næsta blaði fara nokkr- um orðum um þessi mál frá sjón- armiði Sjálfstæðismanna. Pá gerir blaðið sér mikinn mat úr því, að Hálfdán Háldánssoa úr Hnífsdal hafi að sögn s'agt sig úr Sjálfstæðisflokknum og má á milli línanna lesa fögnuð blaðsins yfir því happi að Hálfdánar sé von í fylkingu sósanna. Býst Neisti við að Hálfdán muni reynast drjúgurseg- ulltil að dragamenn til sósanna. Fetta er vitanlcga mjög skiljanlegur skiln- ingur þeirra margra sem í Neista skrifa og hafa allt frá því þeir fengu fullt vit, verið að hælskella þjóhnappana á milli flokkanna í bitlingasnöpum. Kirkjan Messað á morgun kl. 2. Við sjómannaguðsþjónustuna 2. febrúar söfnuðust í Björgunar- skútusjóð Norðurlands kr. 95,40. Ritstjóri og ábyrgdortn.: Sig. Björgólfs. Siglufjarðarprentsmiðja 1936.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.