Siglfirðingur - 04.04.1936, Side 1
IX. árg.
Siglufirði, laugardaginn 4. apríl 1936
7. tbl.
. Blað Sjálfstæðismanna i Siglufirði,
Sophus A. Blöndal.
Dáinn 22. marz 1936.
In memoriam.
Bað var stórhríð og allt var að
sökkva í djúpa snjókingi. Stormur-
inn ýlfraði um húsþekjurnar.
Mönnum var tæpast fært úti.
En í veðrinu var samt dauðinn
á gangi og vék sér til þín.
Til þín, sólskinsdrengsins.
Og nú kemur sólin úr jafndægr-
inu með vor og líf. — Og þá ert
þú farinn.
Reyndar hafði dauðinn löngu áð-
ur gefið þér hornauga á förnum
vegi. En að hanri skyldi ráðast
svo freklega á jafn stæltan og glæsi-
legan mann, það undrar mig.
Pegar eg sá þig fyrst varst þú
sannarlega fríður og horskur. AUir
veiftu þér eftirtckt. Brosið var hírt
og upplitið bjart og þú laðaðir
menn að þér.
Svo kom með kynningunni prúð-
mennskan í ljós.
Og söngvinn varst þú og ljóðelsk-
ur. Stundum hrutu visur og það
stóð á tama hvaða hljóðfæri þér
var fengið, þú togaðir lagið úr því-
Pú skildir það og það skildi þig.
Pú varst oft máldjarfur, en alltaf
kurteis. Eg hefi aldrei heyrt þig
anza bakmælgi um mann. Pver-
tekið. Aptur á móti lagðir þú lið-
sinni oft þeim, sem urðu á harð-
balanum.
En stundum skaut fram bjarma
úr augunum, er þér datt eitthvað
hnittið í hug. Og það var ekki
ósjaldan. Pú hlóst við snöggvast
Sofihus A. Blöndal.
það var græskulaust og engin beizkja
í hlátrinum.
Svona man eg efiir þér, eftir því
sem eg kem orðum að mínum
hugsunum og tilfinningum.
Eg sakna þín. en það þýðir ekki
að deila við dómarann.
En aðrir sakna þín ennþá miklu
sárar.
Guð 'taki þig til sín og huggi þá
sem þér voru hjartfólgnastir.
Sophus A. Blöndal var fæddur 5.
nóvember 1888, sonur Björns
Blöndals. héraðslæknis á Hvamms-
tanga og konu hans frú Sigríðar f.
Möller.
Björn var sonur Gunnlaugs
Blöndal sýslumanns i Barðastranda-
sýslu, en móðir Björns, amma Sop-
husar hét Sigríður og var dóttir
Sveinbjarnar Egilssonar rektors,
hins þjóðkunna vísindamanns og
skálds.
Sveinbjörn Egilsson var málsnill-
ingur með afbrigðum á íslenska
tungu, og engin vafi leikur á því,
að Jónas Hallgrímsson og Jón Sig-
urðsson og ýmsir aðrir íslenskir
menntamenn hafi átt sína málsnilld
að þakka Sveinbirni. Kona Svein-
bjarnar Egilssonar var Helga dóttir
Benedikts Gröndals eldri, yfirdóm-
ara og skálds. En meðal sona
Sveinbjarnar var Benedikt Gröndal
yngri skáld, náttúrufræðingur og
listamaður. Pau voru því systkini
Benedikt Gröndal og Sigríður amma
Sophusar.
Allflestir afkomendur Sveinbjörns
Egilssonar hafa verið listfengir
menn. Peir hafa fengizt við tón
smíðar og sjálfir v#rið söngmenn,
skáld og hagmæltir. Peir hafa verið
listamenn í skurði, mótun og litun.
Peir hafa margir verið ágætis skrif-
arar og þarf ekki að nefna annað
en skrautrit Benedikt* Gröndals og
Björns læknis, föður Sophusar og
smekkvísina í hans eigin handskrift.
Móðuramma Sophusar hét Ingi-
björg Einarsdóttir, systir Péturs Ein-
arssonar, sem sýndi af sér afburða
hreysti í heljarveðri á Mosfells
heiði fyrir nálega 60 árum. Um.
karlmennsku hans þar má lesa í