Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.03.1938, Page 1

Siglfirðingur - 25.03.1938, Page 1
Blað Sjálfstæðismanna í Siglutirði. XI. árgangur Siglufirði, fóstudaginn 25. marz 1938. | HELGI Það líður nú hart að þrjátiu ár- um frá því, er eg hitti fyrst Helga Hafliðason. Eg kom hingað þáöll- um ókunnugur og hafði frekast að segja hvergi höfði mínu að að halla. Hér var úrhellis-rigning á hverjum degi — sumarsúld. Helgi Hafliðason var þá ekki heima, er eg var fyrst sóttur á hans heimili. Frú Sigríður, kona hans, náði til mín og bað mig um að draga tönn úr systur sinni. Eg gerði það. Fáum dögum seinna kom Helgi heim. Eg gekk um . götuna, en Helgi stóð í búðardyrum sínum. Hann gekk í veg fyrir mig og þakkaði mér fyrir, að eg hafði liknað mágkonu sinni, og brosti og rétti mér höndina. Þetta var sú fyrsta vinarkveðja, er eg hlaut þér á Siglufirði. Frá þeim degi vorum við, Helgi Hafliðason og eg, vinir alla tíð. Auðvitað slettist opt á súð- ina, því að við vorum báðir ör- geðja. En það var ávalt hreint vatn, sem aldrei olli blettum. Útrætt mál og gleymt! Helgi Hafliðason var ör maður. Hann var ör og fljótur í skapi. En hann var einnig ör og fljótur til athafna, ef þess þurfti við. Mér er það í minni, hversu Helgi Hafliðason var snöggur í sínum athöfnum, er snjóflóðin brutust I N MEMORIAM. niður fjöllin, svo að segja um allar Siglufjarðar byggðir. Síra Bjarna Þorsteinssyni höfðu borist váveiflegar fréttir vestan af Engidal. Síra Bjarni kvaddi hrepps- nefndina saman í flýti og sagði okkur fréttirnar — og svo átti að ráðgast um, hvað gera skyldi. — Helgi Hafliðason beið ekki boð- anna. Á örskammri stund var hann búinn að gera út leiðangur vestur. Auðvitað var það um seinan. En likin gróf hann og lét grafa upp úr snjónum, og flytja þau inn á Siglufjörð. Haldið þér að Helgi Hafliðason hafi reiknað sér slíkan smágreiða éða spurt um peninga? Nei! En hve ör, sem Helgi var í skapi, þá var síður en svo, að hann gapti yfir hverri flugu, sem honum væri boðin. Þegar Skeiðskaupin urðu, fannst bæjarstjórn Siglufjarðar sjálfsagt að ganga strax að þeim tíu þús. króna kostaboðum, sem Skeiðs- bóndinn bauð jörð sína fyrir. — Bæjarstjórnin leit svo á, að tíu þúsund krónur yrðu aldrei taldar stór póstur, þegar til virkjunar Skeiðsárinnar kæmi. »Nei«. sagði Helgi Hafliðason. »Það er að vísu rétt. — En í fyrsta lagi þykir mér smán fyrir okkur að kaupa kotskratta svo 6. tölublað ASON háu verði, og í öðru lagi vildi eg vita, hve lengi viö eigum að gjalda vexti af þessum tíu þúsund krónum, áður en virkjunin byrjar. Eg er algjörlega á móti þessu-. Eg hefi opt á þessum sumar- bliðu tímum, sem hér hafa verið í Siglufirði síðan Helgi Hafliðason dó, verið að hugsa um þann skerpudugnað, sem hann sýndi á sínum stæltustu dögum, er hann var að koma af stað bátum sínum í hákarlalegur. Þá voru ekki spor- in talin eptir, enda bar hugurinn hann hálfa leið. Auðviíað segið þér, að þetta hafi Helgi Hafliðason gert fyrir sjálfan sig. Mikið rétt. En, auðvitað gerði hann það ekki eingöngu fyrir sjátf- an sig. Hann varð auðvitað að halda sinni útgerð sem beztri og traustastri. En hann gerði meira. Hann hélt sínum mönnum í þeirri brýning, að jafnvel þeir, sem lak- astir vorú, urðu fullkomlega hlut- gengir. Þetta gerði lífsfjörið. Hann gat miðlað öðrurn án þess að hann missti neins í við sjálfur. Svona eru þeir menn gerðir, sem á einhvern hátt eru skapaðir til forustu. Einn hlutur var í fari Helga Hafliðasonar, sá, hve margir báru traust til hans, oft ókunnugír menn.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.