Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.05.1940, Page 1

Siglfirðingur - 10.05.1940, Page 1
ungra 1930 — Sjálfstæðismanna 11. maí — 1940 Það þótti engin stór tíðindi i bænum er nokkrir ungir menn komu saman í Brúarfossi fyrir 10 árum og stofnuðu F. U. S. Stofn- endur voru 21. í pólitískri sögu bæjarins mark- aði þó stofnun og starf þessa fé- lagsskapar tímamót, þótt ekki yrði það fyrstu starfsárin. Stefna félagsins verður bezt skírð með 2. og 3. gr. gr. félagslaganna er svo hljóða: 2. gr. Tilgangur félagsins er: a. að safna sem flestum ungum konum og körlum undir merki Sjálfstæðisstefnunnar. b. að vinna að því, að ísland taki að fullu og öllu sín mál í eigin hendur og gæði landsins til af- nota fyrir landsmenn eina. c. að efla í landinu þjóðlega, við- sýna og frjálslynda framfara- stefnu, á grundvelli einstaklings- frelsis, atvinnufrelsis og séreign- ar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. 3. gr. Tilgangi þessum vill félagið ná með því að útbreiða stefnu sína meðal ungra manna og sameina þá til áhrifa um stjórnmál og kosningar. Fyrstu árin tók félagið ekki beinan þátt í hinni pólitísku starf- semi flokksins og mun það með- fram hafa stafað af því, að með- limirnir töldu sig ekki hafa þann pólitiska þroska til að bera, er til þess þyrfti, enda voru ýms önnur aðkallandi verkefni fyrir hendi. Rauðu flokkarnir reðu hér lög- um og lofum og höfðu víðtæka pólitíska starfsemi meðal æskunn- ari bænum. Kommúnistar stjórnuðu æskulýðsfélögum undir ýmsum nöfnum, til þess, eins og þeim er tamt, að villa á sér heimildir og tæla á þann hátt æskuna til fylgis við sig. Stofnendur félagsins sáu nauðsyn þess að berjast gegn þessum skað- semdaráhrifum kommúnista og að því var unnið fyrstu árin með góðum árangri. Framsóknarflokkurinn fann sig auðvitað knúðan til þess, að leggja hálfbræðrum sínum kommúnistun- uin lið, i þessarri baráttu um æsk- una í bænum og lagðist all hart á móti félaginu og statfsemi þess. Þessi flokkur átti þó ekkert æsku- lýðsfélag þá og því var ekkert frá honum tekið með starfsemi F. U. S. En flokkurinn vildi sýna hug sinn til kommúnista ogþakkaþeim moldvörpustarfsemi þeirra, sem svo oft fyrr og síðar hefur bjargað Framsókn yfir lækinn við kosn- ingar. Fyrsti formaður F. U. S. endur- greiddi líka kommúnistum síðar sjálfur, nokkuð af því sem hann með starfi sínu hafði frá þeim tek- ið, með því að gerast liðþjálfi hjá þeim eftir Moskvaför. - Vistin mun honum þó ekki hafa líkað sem bezt, því nokkr.u síðar gekk hann yfir í matgoggadeild socialista og er nú yfirbókavörður í bókasafni bæjarins, þótt raunar gengi illa að sannfæra fyrri hús- bændur kommúnistana um að hann hefði hæfileika til þess starfa. Árið 1933 fóru fram kosningar til Alþingis og ákvað félagið þá, að taka í fyrsta skipti beinan þátt í kosningabaráttu flokksins og starfa með eldra félaginu við kosninga- skrifstofu. Þessa eldskírn í póli- tísku starfseminni stóðst félagið vel. Að tilhlutun þess var við þessar kosningar fyrst tekið upp nýtt skipulag, sem reyndist svo vel, að það var notað í öllum kosningum í bæjar- og Iandsmálum þar til allsherjar skipulag það, er nú gildir var kornið á. Félagsmenn öðluðust mikla reynslu í þessarri kosningabaráttu, endastörfuðu þeirötullega. Reynsla þessi kom sér vel, því árið eftir skyldi kosið í bæjarstjórn og var félagið ákveðið í, að Játa þær til sín taka, enda fékk það þá í fyrsta skipti íhlutunarrétt um val manna á lista flokksins. Það sýndi sig í þessum kosn- ingum að flokknum hafði bæzt nýir kraftar. Meðlimir félagsins voru nú á öðru hundraðinu og í þessum kosningum jók flokkurinn atkvæðamagn sitt um 100 prc. frá síðustu bæjarstjórnarkosningum og kom að 3 mönnum. Þetta voru fyrstu afskipti félags- ins af kosningum og er óhætt að fullyrða að þau hafi verið giptu-

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.