Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.12.1940, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 17.12.1940, Blaðsíða 1
Biað Sjálfstæðismanna í Sigluíirði. Munið ÓDÝRU BÆKURNAR Dónas Björnsson, Sími 112. I 13. árgangur T Siglufirði, föstudaginn 17. desember 1940 5. tölublað Sambandsþing ungra Sjálf- stæðismanna 9.-11. nóv. 1940. 76 fulltruar á þinginu. Sjötta þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna kom sam- an í Reykjavík 9. nóv. s.l. og stóð yfir i þrjá daga. Kristján Guðlaugsson, hrm., sem hefir verið formaður sambands- stjórnar að undanförnu, setti þingið og gaf skýrslu um störf sambands- ins. Gerði hann grein fyrir því, að á þessu ári væru 10 ár liðin frá stofnun sambandsins, en það var stofnað á Þingvöllum árið 1930. Sambandsstjórnin hefði verið búin að ákveða á síðastliðnu vori að boða til þinghalds í sumar á stofn- stað sambandsins og efna þá um leið til afmælisfagnaðar. En eins og sambandsfélögum hefði verið gerð grein fyrir, var aftur horfið frá því ráði vegna síðari atburða og hins alvarlega ástands. Nú hefði hins vegar ekki þótt fært að draga lengur að kalla þingið saman og vænti formaður þess, að því mætti auðnast að marka afstöðu ungra Sjálfstæðis- manna til stjórnmálanna á hinum alvarlegu tímum með einurð og festu. Jóhann Möller var kosinn forseti þingsins, en Gunnar Thoroddsen varaforseti. Ritarar voru : Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði og Val- garð Blöndal frá Sauðárkróki. Auk þess voru kosnar nefndir til þess að undirbúa ályktanir. Aðal ræðurnar á þinginu fluttu þeir Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, um stjórnmálaviðhorfið og Jóhann Hafstein, lögfræðingur, um sjálfstæðis- og þjóðernismálin. Þessar ræður voru fluttar fyrsta dag þingsins, en á sunnudegi höfðu nefndir starfað og undirbúið ályktanir. Allsherjarfundur hófst þvi kl. 2 e. h., með því að fulltrúar á þinginu gáfu skýrslur um starf- semi félaganna og viðhorfið heima fyrir, en siðan hófust umræður um ályktanir og stóðu til kvölds. Um kvöldið sátu fulltrúar kaffi- samsæti í Oddfellowhúsinu. Kl. 5 á mánudegi hófust fundir þingsins á ný. Var þá lokið af- greiðslu og samþ. ályktana. Að því búnu lagði gjaldkeri sam- bandsstjórnar, Björn Snæbjörnsson, fram endurskoðaða reikninga og skýrði frá fjárhagsafkomu sam- bandsins. Voru reikningar samþ. athugasemdalaust. Að lokum fór fram stjórnarkosning. Hina nýju stjórn skipa: Gunnar Thoroddsen, formaður. Meðstjórnendur: Jóhann Hafstein, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Leifur Auðunssop frá Dalseli, Rangárvalla- sýslu og Magnús Jónsson frá Mel í Skagafirði. í varastjórn voru kosnir: Hermann Guðmundsson, Út af tilmælum þeim, er þér sendið mér sem fulltrúa eins þess félags, er stóðu að hinum almenna æskulýðsfundi í Bíó þ. 8. þ. m., langar mig til að senda yðar fá- einar línur í skætingi. Skal byrjað á byrjuninni á þess- um ábyrgðarlausu og rangfærðu fullyrðingum yðar, sem hvergi finna stoð í veruleikanum. Þér segið að æskulýðurinn hafi sameinast í nokkurskonar herferð gegn brezku hermönnunum. Til að byrja með er þetta alls ekki rétt. Allir ræðumenn fundarins tóku það fram, að ástandið í sambúð- inni væri alls ekki Bretunum að kenna, og að þeir hefðu yfirleitt komið mjög kurteislega fram. í öðru lagi hljóta að liggja lægstu mannlegar sleikjuhvatir á bak við þann verknað yðar, að ljúga þjóð- hættulegum áróðri á menn, sem ekki sín.vegna heldur vegna ann- ara leggja á sig það erfiði, sem samfara var bæði undirbúningi og fundarhaldi, og getur slíkt skapað yður hættulegra ástand, en meðal heimskingi Iéti sig út í, án borg- unar eða ívilnana. Og í þriðja lagi er slikt glæpur og stórhættulegt í Hafnarfirði, Óttar Möller, Rvik, Guðm. Guðmundsson, Rvik, Gísli Gíslason, Haugi, Árnnessýslu og Páll Daníelsson, Bergsstöðum, Vest- ur-Húnavatnssýslu. Eftir að hinn nýkjörni formaður hafði ávarpað þingheim með nokkr- um snjöllum hvatningarorðum, kvaddi forseti þingsins sér hljóðs. Árnaði hann fulltrúum og málefn- um Sjálfstæðisflokksins allra heilla. Bað hann menn að minnast fóst- urjarðarinnar með ferföldu húrra- hrópi. Að því búnu sagði hann þinginu slitið. Þetta þing ber órækan vott um þróttmikinn áhuga ungra Sjálf- stæðismanna fyrirmálefnum flokks- ins, 76 fulltrúar sóttu þingið og ríkti einhuga festa og samhugur í öllum störfum þess. J. Gíslasonar. munni þess manns, sem fæst við fræðslu æskumanna. Því ef. þér getið ekki stillt yður um að gera yður að athlægi með því að taka afstöðu ofan í öll pólitísk félög og öll félagssamtök álandinu, gæti ein- hver haldið, að þér notuðuð að- stöðu yðar, sem kennari, á óheppi- legan hátt fyrir íslenzka þjóðrækni. Það, sem fær mann til þess að hlífa yður er það, að þér bítið þannig í skottið á yður, að mað- ur getur ekki tekiðyður alvarlega. Innst inni hljótið þér að vera okk- ur sammála í öllum atriðum, og kemur það, eflaust óvart, fram þar sem þér segið orðrétt: »Væri æski- legt að íslendingar sjálfir væru jafn prúðir og brezku hermennirn- ir hér« og »þeir (Bretarnir) hafa komið mjög prúðmannlega fram og alls ekki sótzt eftir kunnings- skap við Siglfirðinga að fyrra bragði«. Fundurinn lagði aðaláherzluna á það, að móta afstöðu ókunnugrar og ókurteisrar æsku bæjarins til hins brezka setuliðs, benda hinum ókunnugu á réttar leiðir og víta hina ókurteisu, fyrir þá smán og hættu, sem þeir baka þjóðerni og stolti íslendinga, m. ö. o'. gera sigl- firzka æsku jafn prúðmannlega í framkomu og brezku hermennina og að Siglfirðingar sækist ekki eftir kunningsskap við þá. Eg veit ekki hvað þér getið verið okkur betur sammála í raun og veru en þér eruð. En af hverju leggið þér yður þá niður í hrákadall yðar eigin ræfil- mennsku og reynið síðan að nudda yður utan í islenzkt þjóðerni. Þjóð- ernið, sem er það eina, er þjóðin getur sameinast um; eina vopnið, sem hún á í baráttu sinni fyrir til- verunni og því, að verða ekki inn- limuð hljóðalaust i eitthvert stór- veldið, og eina meðalið nú, sem varið getur þjóðarsál og tungu fyr- ir erlendum áhrifum. Þér spyrjið: »En hvert er þá hvatarefni þessara forvarða sigl- firzks siðgæðis? Óttast þeir um dætur sinar, systur eða eigin- konur?« Má eg spyrja, fyrst það er nú komið í ljós, að þér eruð sammála okkur í aðalatriðum: Hvert er hvatarefni yðar, til þess að amast við því, að Siglfirðingar reyni að forða ungum stúlkum frá samneyti við hermennina? Njótið þér leif- anna? Eða finnið þér bara svona hinsveginn til með hermönnunum, sem eru svo langt burtu frá kven- fólkinu? Og að lokum þetta: Ensku her- mennirnir eru hér ekki sem ein- staklingar, heldur ein heild, erlend- ur óboðinn her i landi, sem óskar ekki eftir nærveru hermanna. Óboðnum gestum getum við ekki sýnt meðaumkun og eg efast um, að er þér hvetjið Siglfirðinga til þess að sýna þeim, aumingjunum sem eiga bágt, meðaumkun, að Bretarnir kæri sig nokkuð um kunningsskap, sem er af þeim rót- um runninn. Eg er þess fullviss, að í gegn um kunningsskap við fólk eins og yð- ur, sem sleikir sig upp við her- mennina, með góðverk að yfirskini og jafnvel tilgangi, hafa þeir þá skoðun sína, að vér íslendingar séum skrælingjar. Eg þakka að endingu fyrir grein yðar, sem hefir sýnt mér hvaða manni eg þarf að sneiða hjá. Virðingarfyllst. Kjartan Friöbjarnar. Opið bréf til Sigurðar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.