Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.12.1940, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.12.1940, Blaðsíða 1
Siglfirðingur óskar öllum GLEÐILEGRA JÓLA. Blað Sjálfstæðismanna í Siglulirði. 13. árgangur Siglufirði, þriðjudaginn 24. desember 1940 6. tölublað t Fridur sé með yðurl Þessi frumkveðja kristninnar hefir nú hljómað hartnær í 20 aldir. Og enn eldri mun sú kveðja vera. Hún er sprottin upp af friðarþránni, sem fylgt hefir mannkyninu frá vöggu þess og fyrstu sporum í áttina til þroska og menningar og allt fram á þenna dag, og aldrei er þessarrar kveðju meiri þörf en nú, þegar allar öndvegisþjóðir kristninnar berast á banaspjót. Sá var siður í styrjöldum, jafnvel í hálfmenningu miðaldanna, að ófriðaraðilar töldu sér skylt í nafni trúar sinnar á höfðingja friðarins, að gera hlé á orustum um jólahelgina í minningu hins mikla postula kærleiks og friðar, er þá átti afmæli. Nú er þessi siður fyrir borð borinn. Friðarhugsjónin er að engu orðinn í hjörtum og huga þeirra, er nú blóta herguðinn í stað þess að tigna friðarhöfðingjann ixÁ Nazaret. Nú æða vígvélar yfir borgir og byggð og spú tortímingu, glötun og dauða yfir saklaus hörn og sjúka menn jafnt og hraustar hersveitir. Á 20. öldinni er mannkynið, og þó einkum hinn kristni hluti þess, orð- ið svo þroskað á vegum grimmdar og valdagræðgi, og það hefir glatað.að því er virðist gjörsamlega, hinni helgu hugsjón friðar og bróðernis. Og þó þykjast allir aðilar berjast í nafni réttlœtis, frelsis og friðar. Er þá mannkynið ekki komið lengra á þrosk- ans braut þrátt fyrir tæknina, menninguna og visindin? Nei! Mannkyninu fer aftur! Það hefir glatað því, sem er dýrmætast öllu sem lifir: friðinum — kœrleikanum. í staðinn hefir menn- ingin og tæknin fyllt þjóðirnar hroka, valdafíkn og grimmd. Það verður eigi betur séð, en öndvegisþjóðir hnattarins hafi stefnt og stefni beint til glötunar og tortímingar. Og þó þrá allir fridl En meðan forráðamenn þjóðanna eru haldnir þeirri blindu, að þeir séu að há styrjaldir mannkyninu til blessunar, þjóðunum til endurreisnar og guði til dýrðar, nær friðarþráin ekki völdum, og kærleikurinn er rekinn með valdboði frá hvers manns dyrum. Það er þyngra en tárum taki, að svo skuli nú vera ástatt í veröldinni, að enginn er óhultur, ekki hvítvoðungurinn við brjóst móður sinnar né farlama sjúklingurinn í hvílu sinni. Hvenær verða þjóðirnar, og mannkyn allt, svo þroskað, að það geri uppreisn gegn hinu illa og hvítfági hugsinn allanafmorð- fýsn og valdafíkn foringja sinna, og sópi þeim út í yztu myrkur? Þess verður vafalaust langt að bíða, og vafasamt að mann- kynið eigi nokkurntíma eftir að líta þann gleðidag. En samt sem áður eru þó enn til menn — og sem betur fer — allur þorri manna, sem segja »friður sé með yður«! af því, að þeir trúa því ekki enn, að hið góða eigi eftir að bíða ósigur fyrir hinu illa, — að hatrið eigi að sigra kærleikann. Vér íslendingar höfum til þessa fengið að lifa í friði, nema hvað vér höfum sjálfir egnt til borgarastyrjalda áður fyrr, og pólitískra hjaðningavíga í seinna tíð. Ennþá erum vér eigi komnir svo langt á veg hins illa, að vér séum hættir að halda jól. Ennþá er sú hugsun efst í hjörtum vor allra, að svo bezt farnist oss, að vér reynum og kappkostum að lifa í friði við alla menn. Ennþá trúum vér því, að hið góða muni sigra. Ennþá trúum vér því, að hinar miklu miljónaþjóðir, sem nú eiga þess eigi kost að tigna guð sinn í friði á jólunum, eigi enn eftir að hrista af sér ok þeirra, er steypt hafa milljónum Iýðsins saklausum út í glötun og tortimingu. Ennþá megum vér trúa á vorn guð og frelsara óáreittir af valdboði stjórnendanna. Ennþá berast oss blessuð jólin eins og ljósgeisli í myrkri skammdegis og styrjaldarógna. Og vér tökum þeim með hrærðu hjarta og lotningu, og flestallir með tiú á sigur kær leikans. Ennþá eigum vér þess kost, að biðja fyrir þeim, erstyrjöldin þjakar, biðja þjáðum milljónum friðar. Ennþá eigum vér þess kost, að geta óáreittir sýnt hver öðr- um kærleik og bróðurþel á hinni miklu hátíð friðarins. Ennþá eigum vér þess kost, að halda jólin hátiðleg sam- kvæmt aldagömlum erfðavenjum þjóðar vorrar. Minnstir og smæstir allra, úti við fakmörk hins yzta hafs, búum vér enn í friði og megum enn að mesturáða gerðum vorum. Vér vonum enn, að blessað litla landið okkar fái að njóta friðar og frelsis og að hinn mikli friðarins guð haldi yfir oss hlífiskildi. Vér erum einungis lítil ödeilis-ögn í milljónahafi þjóðanna, en ef vér glötum eigi friðinum, getum vér orðið voldug þjóð á vegum kærleikans. Vér megum enn, óáreittir ávarpa vini vora og venzlafólk í öryggi friðarins heima fyrir og segja: Gleðileg jól! Friður sé með yður! Sextugs-afmæli. Guðm. T. Hallgrímsson, fyrv. héraðslæknir Siglfirðinga átti sex- tugsafmæli 17. þ. m. Hér varhann skipaður héraðslæknir vorið 1911 og gegndi því starfi til l.júlí 1934. Fluttist hann héðan til Rvíkur 1939. Guðmundur læknir var hér vinsæll maður og vinmargur og gegndi hér margskonar trúnaðarstörfum í þágu bæjarins. Guðm. er skarpgáf- aður maður og sannmenntaður, einn af þessum fáu, sem kalla má síðustu fulltrúa hinnar gömlu, stað- góðu, klassisku skólamenningar, enda var uppeldi hans og undir- búningur undir skóla, hvorttveggja. byggt á traustum grunni íslenzkr- ar hámenningar. Hann lærði undir skóla hjá Grimi skáldi Thomsen á Bessastöðum, sem hafði djúp áhrif á hinn unga mann til andlegrar göfgi. Meðan hann dvaldi hér mátti með sanni kalla heimili hans andlega menningarmiðstöð þessa bæjar. Siglfirðingur óskar honum allra heilla á óförnum ævidögum, og sendir þeim hjónum beztu jóla- og nýársóskir. _____________ Siifurbrúðkaup. Andrés Hafliðason og frú hans, Ingibjörg Jónsdóttir, áttu silfur- brúðkaup 4. þ. m. Þau hjón hafa alltaf búið hér í Siglufirði, endaer Andrés innborinn, sannur Siglfirð- ingur. Eru þau hjón öllum Sigl- firðingum að góðu kunn og hið myndarlega heimili þeirra. Andrés hefir alla æfi sína, frá því er hann fékk þroska til, starfað að verzlun og kaupmennsku og alþekkt er verzlun hans fyrir áreiðanleika og ábyggileg viðskipti. Andrés hefir um alllangt skeið átt sæti i bæjarstjórn og auk þess gegnt*mörgum og margvíslegum trúnaðarstörfum. — Siglfirðingur óskar þeim hjónum allra heilla á næsta hjúskaparáfanganum.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.