Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.12.1940, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 24.12.1940, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUK 3 ^LéðcLeg jóL! goti og farsœíi ngtí ár ! ó^eíðarfœraverzlun ÓigLufjardar. \fjLecLiLeg jól! ÓjúkrasamLag Ói gLufjardar. GLEÐILEGRA DÓLA og GÆFURÍKS NÝJÁRS ÓSKUM VÉR ÖLLUM. SÍLDARÚTVEGSNEFND. Gleöileg jól Farsæit komandi ár óskum vér öllum . viðskiptayinum vorum nær og fjær. Kjötbúö Siglufjaröar ff Ledi Le g j ó l ! X'erzLunin Óveinn ótjariarson. Gleðileg jól og farsælt nýjár Síldarverksmiðjan RAUÐKA Síldarverksmiðjan GRÁNA Ályktanir Sambandsþings ungra Sjálfstœðismanna. f sjálfstæðis- og þjóðernis- málunum ályktaði þingið eftirfarandi: • Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna, haldið í Reykjavík í nó- vember 1940, beinir þeirri áskorun til íslenzkrar æsku og allra góðra íslendinga að fylkja sér nú með djörfung og þjóðlegri festu um sjálfstæðis- og þjóðernismálin. í þeim efnum telur Sambandsþingið rétt, að fylgt sé eftirfarandi stefnu: 1. Sambandslagasamningnum við Dani sé sagt upp formlega þegar á næsta Alþingi ogþarmeð gengið endanlega frá skipan þeirra mála, sem þar um ræðir. 2. Enrrfremur sé á næsta Al- þingi hafizt handa um þær stjórn- lagabreytingar, sem til þess þurfa að stofnsetja hér lýðveldi í stað konungsrikis. 3. í þriðja lagi sé látin fara fram ítarleg heildarendurskoðun á stjórn- skipun landsins í sambandi við stofnun lýðveldisins, sem miði að þvi að tryggja sem bezt framtíð hins íslenzka lýðveldis á traustum og heilbrigðum lýðræðisgrundvelli. Telur Sambannsþingið, að ríkis- stjórnin ætti nú þegar að fela hæf- ustu mönnum rannsókn og undir- búning þessa máls. 4. í fjórða lagi sé lögð á það aukin áherzla með félagssamtökum, í uppeldis- og menntastofnunum þjóðarinnar og með hverju því móti, sem verða má, að örfa og glæða íslenzka þjóðerniskennd og þjóðrækni, þar sem í því felst bezta vörn þjóðarinnar yið óheil- brigðum áhrifum hins þvingaða sambýlis við erlent setulið og varð- veisla íslenzka þjóðernisins jafn- framt undirstaða sjálfstæðisríkisins í framtíðinni». Meðferð utanríkismálanna: • Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna átelur mjög harðlega hin ábyrgðarlausu skrif Alþýðublaðsins að undanförnu varðandi málefni landsins út á við og afstöðu vora til ófriðaraðilanna. Telur Sam- bandsþingið algjörlega óviðunandi, að formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, gegni áfram embætti utanríkismálaráðherra, eftir að hafa látið slík skrif viðgangast óátalið í málgagni flokks síns og með því móti, stöðu sinnar vegna, gefið ófriðaraðilum hættulegt til- efni til þess að taka mark á skrifum blaðsins. Sambandsþingið telur brýnustu nauðsyn á því, að meðferð utan- ríkismálanna sæti á hverjum tíma þeirri skipan, er nýtur sem fyllst trausts almennings í landinu og beri því að skipa þeim málum með hlíðsjón af því, algjörlega ántillits til nokkurs annars«. Út af atferli Snæbjarnar bóksala var samþ. eftirfarandi ályktun: • Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna lýsir yfir megnustu fyrir- litningu á hinum óþjóðhollu skrif- um Snæbjarnar Jónssonar bóksala, Reykjavík, um íslenzk málefni í enska blaðinu »Spectator«, og síð- ari ritgerðum í því sambandi, og telur slíka framkomu eiga að sæta refsiábyrgð«. Sambúðin við setuliðið: »Þing sambands ungra Sjálf- stæðismanna, haldið í Reykjavík í nóvember 1940, telur stórum víta- vert, að æðstu embættismenn ríkis og bæjarfélaga sitji veizlufagnaðj hjá yfirmönnuui hins erlenda setu- liðs, sem hernumið hefir landið. Telur þingið að það fordæmi, sem með því er gefið, skapi aukna hættu á skaðlegu og vansæmandi sambandi almennings við hið er- lenda setulið. Álítur sambandsþingið, að þegar hafi skapazt það viðhorf meðal nokkurs hluta borgaranna, sem geri hiklausar og róttækar ráðstaf- anir í þessum efnum nauðsynlegar«. Skattalöggjöfln. »Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna, haldið í nóvember 1940, lýsir yfir því, a'ð það telur brýna nauðsyn bera til, að hraðað verði heildarendurskoðun skattalöggjafar landsins, enda verði hún þannig úr garði gerð, að sjálsfbjargarhvöt einstaklinganna og atvinnuvegir landsmanna geti þrifizt, að tekið verði tillit til mismunandi áhættu einstaklinga og atvinnuvega, en á sambærilegan atvinnurekstur verði sömu skattar lagðir«. Efling sjávarútvegsins. • Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna, haldið i nóvember 1940, lýsir ánægju sinni yfir þeirri við- réttingu, sem hafin er í sjávarút- vegi landsmanna, og telur það þjóðarnauðsyn, að hún verði eigi barin niður þegar í upphafi, held- ur verði svo að þessum atvinnu- vegi búið, að hann geti staðizt verðsveiflur þær og skakkaföll, sem yfir geta dunið áður en varir«. Sundrungaröflin. »Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna, háldið í nóvember 1940, lýsir yfir því, að það telur höfuð- skilyrði fyrir framtíð þjóðarinnar, að landbúnaður og sjávarútvegur landsmanna megi eflast og þróast. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að gott samstarf sé milli manna, bæði til sjávar og sveita, og vítir þingið harðlega framkomu þeirra, sem vinna að fjandskap milli þessara aðila«. Bættir búnaðarhættir. »Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna, haldið í nóv. 1940, lýsir yfir því, að það telur eitt af höf- uðskilyrðum til eflingar landbúnað- inum, að bændum verði gertkleift að breyta landbúnaðarháttum sín- um svo, að þeir geti notað til framleiðslunnar betri vinnuaðferðir, er séu í fyllsta samræmi við kröf- ur nútímans og breytta tækni«. Sjálfseignarábúð. »Sambandsþing ungra Sjálfstæð- ismanna, haldið í nóv. 1940 lýsir yfir, að það telur sjálfseign bænda á ábúðarjörðum þeirra meginskil- yrði fyrir velgengni landbúnaðar- ins. Þingið skorar þess vegna á Alþingi að nema þegar úr lögum jarðránsákvæði 17. gr. jarðræktar- laganna«. Raforka fyrir sveitirnar. • Sambandsþing ungra Sjálfstæð- isranna, haldið í nóvember 1940, skorar á þingménn Sjálfstæðis- flokksins að halda áfram hinni

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.