Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.03.1943, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 18.03.1943, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR N e y z 1 u s í 1 d. Eins og allir vita erum við ís- lendingar nú orðnir ein mesta síld- veiðiþjóoin. Hinsvegar er enn sá ljóður á ráði okkar, að við virð- umst enn eigi kunna átið á þessari najringarmiklu og ljúffengu neyzlu vöru, sem við þó getum aflað okkur við lægra vérði en flestar aðrar þjóðir. Hvernig stendur á þessu ? Því er í rauninni auðsvarað. Við kunnum ennþá eigi tökin á því, að gera þessa ágætu neyzlu- vöru þannig úr garöi, að hún falli alnienningi í geð. Það skortir þó eigi á, að við höfum fengið lofsverðar, og að því er virðist, góðar leiðbeiningar um er virðist, góðar leiðbeiningar þess að gera hana að aðgengiiegri neyzluvöru. Hitt mun heldur, að almenningur hefir eigi ennþá áttað sig á því, hve mikill búbætir yrði að slíkri tilreiðslu síldarinnar, er gerði hana að reglulegu lostæti, og hefir eigi enn lærzt að gera síldar- rétti að daglegri nauðsynjafæðu. Til þess þarf allmikla þekkingu og talsvert margbrotin efni, sem mat- reiðslutækni Islendinga hefir enn eigi tekizt að veita almenningi að- gang að. Þótt almenningur eigi þess kost, að lesa í matreiðslubókum ýmis- konar „uppskriftir". af ýmsum síldarréttum, þá verður oftast sú raunin á, að húsmæðrum veitist oft örðugt að afla sér þess, er til þess þarf að gera síldarréttina svo úr garði, að lostætir verði og geymsluhæfir. Síldarvertíðin er stutt og enda þótt hægt sé hverju mannsbarni að afla sér sjálfrar síld arinnar við tiltölulega lágu verði á framleiðslustöðunum, þá verður hitt torveldara, og vill oft verða í undandrætti, að heimilin afli sér þeirra efna, er til þess þarf að skapa hina ýmsu síldarrétti, er gómsætastir eru og lystugastir. Það hefur oft verið á það bent í ræðu og riti, að þjóðin fari mikils á mis í daglegu viðurværi að geta ekki eða kunna ekki að hagnýta sér síldina eins og vera ætti, því að næringargildi hennar er flest- um íslenzkum neyzluvörum meira. Það vill oft brenna við, að þótt einstök heimili afli sér t. d, einnar tunnu síldar að haustlagi og ætli sér að hafa hana til búdrýginda og sælgætis, þá verða lítil úrræðin til þess að hagnýta þessa ágætu fæðu sem skyldi, og síld er ef til vill flestri fæðu leiðigjarnari, ef til þess er ætlazt, að hún sé etin beint upp úr tunnuni ótih'eydd eins og t. d. kjöt eða slátur.Afleið- ingin verður svo víða sú, að meiri hluti þessarar ágætu fæðu verður eigi til þeirra nota í heimilinum, sem verðugt væri og til var ætlazt í upphafi, enda talsverð fyrirhöfn og ,,mas“ fyrir húsmóðurina að tilreiða úr síldinni margbreytilega 'og lostæta fæðu. Það eru sjálfsagt ekki ýkja mörg heimili hér í Siglufirði, sjálf- um höfuð framleiðslustað síldar- innar, sem hennar er neytt svo að nokkru verulegu nemi, eða svo að hún spari heimilunum að nokkru verulegu leyti aðra margfallt dýr- ari fæðu, svo sem kjöt o. fl. Að vísu hefur um langa tíð verið hægt að fá hér í búðum dósasíld ýmislega tilreidda, áður fyrr út- lenda framleiðslu, en nú á síðari árum frá niðursuðuverksmiðjum, er starfa í landinu. En sá er galli á þeirri gjöf Njarðar, að sú fæða er svo óhóflega dýr, að neyzla slíkrar síldar verður að teljast til ,,luxus“ fæðu, sem fæstir hafa efni á að veita sér, og tegundirnar fá- breyttar og falla mönnum misjafn- lega í geð. Nú hefir íngólfur Árnason hér í bænum hafizt handa um að fram- leiða allmargar tegundir ódýrrar og ljúffengrar neyzlusíldar. Hann hefir hávaðalaust unnið að því á eigin spýtur að gera tilraunir í þessa átt um allmörg ár, og ár- angur þessarar lofsverðu viðleitni hans er nú sá orðinn, að nú hefir hann á boðstólum ýmsar tegundir ágætlega tilreiddrar neyzlusíldar, sem almenningi fellur svo vel í geð, að Ingólfur hefir ekki undan að fullnægja eftirspurninni. # Hann hefir sent sýnishorn af neyzlusíld þessari víðsvegar um land og berast honum nú hvaðan- æfa meiri og fleiri pantanir, en hann getur afgreitt. Hann sendir vöru þessa til neyt enda í prýðilega snyrtilegum pappaumbúðum, sem ekki eru ósvipaðar svonefndum „konfekt“ öskjum, og þykja umbúðir þessar hinar snyrtilegustu. Hafa ýmsar hagsýnar húsmæð- ur haft við orð, að þær vildu ólíkt heldur fá að gjöf síldaröskjurnar frá Ingólfi en konfektkassana frá sætindabúðunum, vafða marglitum silkiböndum og stoppaða fínustu silkipappirs-,,ull“. Enda ólíku saman að jafna um notagildið og hollustuna. Hér er um lofsverða viðleitni að ræða til að auka síldarneyzluna í landinu, og auka og bæta íslenzka matvæla- og neyzlumenningu. Væri óskandi, að Ingólfi tækist að skapa með þessu brautryðjanda starfi sínu, fyrirtæki, er yrði sjálf- um honum til vegs og gengis og þjóðinni til farnaðar og lærdóms í því, að hagnýta betur en enn er orðið, einhverja ágætustu og ódýr- ustu neyzluvöruna, er framleidd er hér á landi. Sjálfstæðismenn! Sjálfstæðisfélögin halda sameiginlegan fimd á. Hótel Hvanneyri í kvöld (fimmtudag) kl. 9. f D A G S K R A : L Inntaka nýrra félaga. 2. Skýrsla formanns Fulltrúaráðs. 3. Breytingar á reglugerð Fulltrúaráðs. 3. Önnur mál. Stjórnir félaganna. Vinsælustu GJAFAÖSKJURNAR innihalda kryddsíldarflök, saltsíldarflök, matjes- síldarflök og gaffalbita. „Kennið börnunum að borða síld!“ INGÓLFUR ÁRNASON, Siglufirði. Húsgrunnur til sölu. Húsgrunnur við Laugaveg 10 er til sölu. Slegið er upp fyrir neðri liæð. — Tilboð óskast send imdirrituðum, er gefur allar nánari upp- lýsingar, fyrir 1. apríl n. k. — Réttur áskilinn til að taloi hvaða til- boði sem er, eða hafna öllum. Davíð Þórðarson, sími 124. NVJAR BÆKUR: Glas læknir Hjónaband Bertu Ley Hjálp í viðlögum (aukin og endurbætt) Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal íslendingar ættu engu að síður en Svíar að geta lært að gera síld- ina að eftirlætis þjóðarrétti, sem allir, ríkir jafnt og fátækir, keppt- ust um að hafa á borðum sínum. Og sízt ætti þess að vera van- þörf á þessum tímum að takast mætti að kenna íslendingum átið á „silfurfiskinum“, sem er ein af mestu auðuppsprettum landsins, og gæti orðið enn frekar, ef þjóð- in lærði að hagnýta hana til dag- legrar neyzlu. JlliUiIlUI11!!if]|!Ulllll!III1llllllll!Ellll1l!l!lf1llJI[llltl!l!lllll!il!IIIII1]li!ll!ll1l![||!lll!ll!llllllli[1iílíl!ii!!l!lli!l!il!l rorskalýsi með piparmyntubragði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurðuí Björgólfsaon.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.