Siglfirðingur - 09.09.1943, Page 2
2
SIGLFIRÐINGUR
háð hefir mjög um langan aldur
afkomu manna á Sauðanesi og
Úlfsdölum. Nú er þessi, ein afskekt
asta byggð landsins, kómin 1 beint
og öruggt símasambahd við Siglu-
fjarðarbæ, og gerir það lífsbarátt-
una þarna á útskaganum af-
skekkta léttari og bærilegri en
áður, og geta engir gert sér grein
þess munar, nema þeir, sem reynt
hafa.
Þórður Jónsson, símaverkstjóri
sá um verkið fyrir hönd landsím-
ans og framkvæmdi allar jarð-
strengslagningar.
Annað mikilvægt verk á sviði
símatækninnar hefir einnig verið
framkvæmd hér í vor og sumar.
Það er beint bæjarsímasamband
við Fljótaárvirkjunina. Má geta
nærri hver þægindi og hagur það
er svo stórkostlegri verksfram-
kvæmd, að geta verið í stöðugu
milliliðalausu sambandi við bæinn
og þá aðilja hér er framkvæmdun-
um stjórna fyrir bæjarins hönd.
Hefir Skeiðfossverkstöðin verið
tengd við bæjarsímakerfi Siglu-
fjarðar með svokölluðu huldulínu
fyrirkomulagi
Má segja að þarna hafi á hag-
kvæman hátt verið bætt úr brýnni
þörf hins mikla fyrirtækis, og á
símamálastjórinn þakkir skilið
fyrir það, hve fljótt og vel hann
leysti úr þessum vanda með ágæti
tækni sinni og sérþekkingu.
fræði. Það er í raun og veru ógern-
ingur og allra sízt þegar jafn langt
er um liðið, að meta til fulls þau
menningaráhrif, er slíkt heimili og
Yztabæjarheimilið var, hefir á um-
hverfi sitt og getur breytt til hins
betra lífsviðhorfum upprennandi
kynslóðar. Að minnsta kosti mun
óhætt að fullyrða, að heimili þeirra
hjóna hafi lagt sinn drjúga skerf
til íslenzkrar endurreisnar á síð-
ustu áratugum 19. aldar og fyrstu
tugi hinnar 20.
Um þær mundir, sem þau hjón
hófu búskap sinn að Yztabæ, var,
að minnsta kosti í Hrísey, lítið um
ræktun skrúðgarða eða trjárækt.
Mun garður Hallfríðar í Yztabæ
hafa verið fyrsti skrautgarður
Hríseyjar og góð fyrirmynd þeirra
er síðar komu upp samskonar
görðum við heimili sín. — Um-
gengni hennar og hirðusemi var
og er enn viðbrugðið. Nú er þessi
73ja ára kona að berjast í því að
koma hér upp nýjum reit þar sem
hún geti unnið að gróðursetningu
trjágróðurs og skrautjurta og far-
ið um ungviðið sínum mjúku móð-
urhöndum, eins og jafnan fyrr. Er
ekki að efa, að „garður Hallfríðar“
verður til mikilla fyrirmyndar ef
henni endist líf og heilsa til að hlú
að ungviðinu, eins og hugur
stendur til. — Margt fleira
mætti segja um hina ágætu og
rauplausu húsfreyju að Yztabæ, og
er líklegt að þeir, er betur þekkja
geri það einhverntíma áður en það
verður orðið um seinan.
firði og víðar að, en húsbóndinn
kenndi böfnum og unglingum hag-
nýt fræði þau, er lögboðin voru til
fermingar, tungumál, reikning o.fl.
Þessi skóla og uppeldisstarfsemi
þarna stóð yfir eða um 20 ár og
var miklu loforði lokið á kennslu
þeirra beggja. Auk alls þessa tóku
þau að sér fátæk öreigabörn, er
einkis áttu úrkosta, og gengu þeim
í foreldra stað í lengri eða skemmri
tíma og einn dreng ólu þau upp
algjörlega til fullorðinsaldurs. Þau
eignuðust 9 börn, tvær stúlkur og
7 drengi Dó einn í æsku en tveir
á fullorðinsaldri.
Þau hjón búa'nú í Siglufirði og
hafa dvalið Jiér síðan 1919 að þau
brugðu búi fyrir heilsubrest beggja
Dvelja þau nú hjá dóttur sinni
Þóru og tengdasyni sínum Pétri
Björnssyni, kaupmanni. Eru þau
Jón og Hallfríður bæði vinsæl og
vinmörg enda heimsótti þau fjöldi
manns á gullbrúðkaupsdegi þeirra
og bárust þeim góðar gjafir og
mikill f jöldi skeyta*
Siglfirðingur óskar þessum öldr-
uðu heiðurshjónum allrar blessun-
ar á þessum merku tímamótum i
ævi þeirra.
-------o-------
Frétíir frá Alþingi.
Mörg ný mál hafa þegar komið
fram á Alþingi, auk þeirra, er ó-
lokið var, er þingi var £restað á
síðasta vori. Er þar fyrst að telja
Fjárlagafrumvarpið.
Eins og kunnugt er, hafði fjár-
málaráðherra lagt fyrir þingið fjár
lagafrumvarp í vor. Nú hefur ráð-
herrann lagt fyrir þingið nýtt f jár-
lagafrumvarp, en tekið hitt aftur.
Er frumvarp þetta samið með
allmjög frábrugðnum hætti frá
því er tíðkazt hefur. Eru þar flokk
aðir út gjaldaliðirnir til meira sam-
ræmis en áður var, og t. d. allar
verðlagsuppbætur, er dýrtíðin hef-
ur skapað, færðar með launum á
hverjum lið fyrir sig^ En í þess
stað voru þessi útgjöld áður færð
öll undir sömu grein.
Rekstrartekjur eru þarna áætl-
aðar 66,9 milljónir eða 1,2 millj.
hærra en á fjárlögum þessa árs.
Gjöldin á rekstraryfirlitinu eru á-
ætluð 62,5 millj. eða 1,3 millj*
hærri en núgildandi fjárlagaút-
gjöld. Rekstrarafgangur er áætl-
aður 4.4 millj. í stað 4.5 millj.
Framlag til nýrra vega er lækk-
að um 1,7 millj. Segir svo í athuga-
semd: Það er þegar fyrirsjáanlegt,
að ekki verður unnið fyrir allt það
fé, er veitt er á fjárlögum þessa
árs til nýrra akvega, en ríkisstjórn
in telur rétt, að unnið verði fyrir
það fé á næsta ári, er eigi verður
notað í ár.
Viðhald vega er hækkað um 1,2
millj.
Til brúargerða eru aðeins áætl-
uð 250 þús., en vinna skal á næsta
ári fyrir það brúargerðafé, er ó-
notað verður á þessu ári til brúar-
gerða.
Hafnargerðir, og framlag til
þeirra, er áætlað á tveimur stöð-
um, Sauðárkróki og Raufarhöfn,
enda engar umsóknir borizt um
ný framlög. (Hvernig er það með
Innri höfnina hérna. Væri ekki
reynandi að fá eitthvað lagt til
hennar á fjárlögum næsta árs?)
Á kirkju- og kennslumálaliðnum
eru nýjar greiðslur til biskupsemb-
ættisins (2000 kr. í risnu + dýr-
tíðaruppbót, og 5000 kr. ferðafé).
Bókmenntir, vísindi og listir.
Nátúrufræðifélaginu eru nú áætl-
aðar 32 þús« í stað 13 áður, þá eru
þar felldir niður nokkrir styrkir til
einstakra manna, en búizt við að
þeirra hinna sömu verði minnzt af
Menntamálaráði og framlag til
þess því hækkað um 10 þús. kr.
Framlag til landbúnaðar, sjávar-
útvegs og iðnaðar. Framlag til
Búnaðarfél. hækkar um 50 þús. og
styrkur til kynnisferða bændanna
úr 2 þús. i 5 þús. Sandgræðslu-
framl. hækkar um 50 þús. Áætl-
aður er nýr Iiður: 2 milljónir til
áburðarverksmiðju, sem sé 1.
greiðsla til þess fyrirtækis, og sé
það lagt til hliðar, unz fært þykir
að hefja framkvæmdir.
Félagsmál:
Tillag til alþýðutrygginga hækk-
ar um 330 þús. Er þarna nýr 100
þús. kr. liður til kvenfélagasam-
bands til húsmæðrafræðslu, heim-
ilisiðnaðar og garðyrkju.
Þá hefur stjórnin einnig lagt
fram þessi frumvörp:
Fjáraukalög fyrir árið 1940; út-
gjöld þeirra nema um 1,8 millj.
Breyting á tekju- og eignaskatts
lögunum (bráðab.lög frá því í vor)
Innheimta skatta og útsvars.
Um stofnun svonefndrar Inn-
heimtustofmmar ríkisins, er ann-
ist opinberar innheimtur í Rvík.
Gjaldaviðauki. Um framl. á lög-
um um 40% viðauka á vitagjald,
aukatekjur og stimpilgjald.
Lífeyrissjóður starfsmanna rík-
isins, frumvarp er dagaði uppi í
vor og sömuleiðis lögu um Lífeyr-
issjóð barnakennara frá þv í vor.
Þá hafa komið fram nokkrar lítils
háttar þingmannafrumvörp, svo
sem frumvarp mn afsláttarhross,
lítilfjörleg breyting á áburðarlög-
unum, friðun Patreksf jarðar fyrir
skotum og Byggðasíma I Álftaveri,
sem er merkilegt frumvarp til að
afstýra lífshættu austur þar vegna
Kötlugosa og jökulhlaupa.
Eins og geta má nærri, eru þing-
störf ekki komin á mikinn rekspöl
ennþá, en ef dæma má eftir út-
vörpuðum umræðum um fjárlaga-
frumvarpið verður að álykta að
ekki sé góðs að vænta um sam-
Fimmthi ára hjú-
skaparafmæli.
. Síðastliðinn laugardag áttu þau
hjónin Hallfríður Þórðardóttir og
Jón Kristinsson frá Yztabæ í Hrís-
ey fimmtíu ára hjúskaparafmæli.
Hallfríður er fædd að Hólum í
Öxnadal 12. júlí 1870» Faðir henn-
ar var Þórður Pálsson frá Kjarna
i Eyjafirði og er sú ætt þjóðkunn
Móðir Hallfríðar var Guðrún
Magnúsdóttir ættuð frá Leyningi í
Eyjafirði. Hallfríður var mikil
gáfu og fríðleiks kona svo til var
tekið. Hún naut líka góðrar mennt-
unar eftir því, er þá var títt um
íslenzkar konur og stundaði nám
sem frekast var auðið við Lauga-
landskvennaskólanum. En auk
þess var sjálfsmenntun Hallfríðar
mikil og vafalaust meiri en margan
samtíðarmann hefir grunað og vit-
að um. Húsfreyjan unga að Yzta-
bæ í Hrísey þótti snemma fyrir-
mynd um kvenlegar íþróttir og
búskaparlega stjórnsemi. Enda
kom brátt í ljós, að heimili
þeirra hjóna varð nokkurskonar
menntaskóli þarna í eyjunni; hús-
freyjan kenndi kvenlegar hann-
yrðir, listsaum og margskonar
heimilisiðnað, en hann bókleg
Jón er fæddur 10« okt. 1865 og
er því nú hartnær 78 ára að aldri.
Faðir hans var Kristinn Stefáns-
son, bóndi að Yztabæ í Hrísey.
Kristinn yar dóttursonur Þórðar
frá Kjarna, og er sú ætt, eins og
fyr getur mjög fjölmenn og út-
breidd um land allt. Stefán faðir
Kristins var sonur séra Baldvins
Þorsteinssonar frá Upsum á Upsa-
strönd, en séra Baldvin var föður-
bróðir Jónasar skálds Hallgríms-
sonar. Kristín hét móðir Jóns,
dóttir Þorvaldar Gunnlaugssonar
frá Krossum á Árskógströnd og
Snjólaugar Baldvinsdóttur frá Ups
um. Voru þau hjón systkynabörn.
Þau hjónin Hallfríður og Jón
bjuggu miklu rausnarbúi að Yzta-
bæ og stunduðu þar jöfnum hönd-
um landbúnað og sjávarútveg, því
Jón var alþekktur víkingur að
dugnaði og veiðiheppni. Hann var
formaður í 20 ár auk síldveiða, er
hann stundaði um langt skeið. Var
Jón meðal annars ágætlega heppin
selaskytta og stundaði þá veiði allt
frá barnæsku til sextugsaldurs.
Runnu því margar stoðir undir bús
aðdrætti að Yztabæ, enda láu hús-
bændurnir ekki á liði sínu. Eitt af
því er einkenndi Yztbæjarheimilið
og fyrr var drepið á, var kennslu
og uppeldisstarfsemin er þar fór
fram. Húsfrey-jan tók námsmeyjar
á heimilið hvaðanæva að úr Eyja-