Siglfirðingur - 10.03.1944, Side 2
2
SIGLFIRÐ INGUR
*
En það hefir margt fleira komið
á daginn síðan farið var að róta
upp í vanræksluhreiðrinu, og má
vera, að ég minnist á eitthvað af
því síðar, ef það þykir þá prent-
hæft!
Og sjómennirnir sjálfir eru hér
engan veginn án sakar. Þeir hafa
löngum verið tómlátir um sín ör-
yggis- og hagsmunamál og í því
efni látið „,reka á reiðanum." Nú
ættu þeir að fara að taka rögg á
sig og rumska. Þeir eiga að heimta
gagngert eftirlit með hverri ein-
ustu fleytu í landinu, nákvæma
rannsókn á hverju skipi yzt sem
innzt, frá sigluhún að kjölhæl. Og
það á að gera meira. Það eiga véla
sérfræðingar að eftirlíta hverja vél
og sérfræðingar á styrkleikahlut-
föllum skips og vélar að ákveða
vélafl hvers skips, og skipasmíða-
meistarar að rannsaka nákvæm-
lega stærð lestarrýmis og breyta
því til samræmis við burðarmagn
skipanna, þannig, að loku sé fyrir
það skotið, að hægt sé að troða i
þau meiru af farmi en forsvaran-
legt er. Hleðslumerki ber að setja
á hverja fleytu og láta þá skips-
stjórnendur, er meira hlaða skip
sín, en merki segja til, missa öll
réttindi, og sömu refsingu ættu
allir þeir yfirmenn skipa að sæta,
sem eru við skyldustörf undir á-
fengisáhrifum. Það er beinlínis hlá
leg löggjöf og afkáralega ósam-
ræm, að dæma bílstjóra frá öllum
réttindum, ef honum verður á að
stjórna bíl undir áhrifum víns
jafnvel þótt hann sé engum hættu-
legur nema sjálfum sér, en yfir-
menn skipa mega óátalið stjóma
stórum skipúfn með fjölda fólks
innanborð undir samskonar á-
hrifum. Við því liggur engin sekt,
enginn réttindamissir! Eg hefi
verið á sjó með dmkknum yfir-
mönnum, og ég veit hvað það er.
Það var sannarlega oft ekki þeim
að þakka, að öllu varð bjargað
heilu í höfn.
IV.
Sjómennska fyrr og nú.
Það hefi ég séð á prenti eftir
okkar ágæta sjómennsku fræðing
(ef svo mætti að orði komast)
Sveinbjöm Egilsson, að síðan segl-
skip og árabátar hurfu úr sög-
unni hafi sjómennskunni hrakað
mjög. Eg veit, að þetta er, því
miður, bláköld sannindi. Það var
blátt áfram undravert, hve góðir
sjómenn gátu lengi varið skipin
sín í ofsaveðmm og stórsjó. Litlir
sexrónir árabátar björguðust oft
að landi í aftakaveðrum og æsisjó
blátt áfram sakir snilldar kunn-
áttu og þekkingu formannanna á
háttum höfuðskepnanna. Sömu
sögu hafa að segja gamlir sjómenn
er ungir voru hásetar á litlu segl-
búnu hákarlaskútunum norðlenzku
Það væri fróðlegt og þarflegt
verk, ef einhver, gamall og reynd-
ur afburða formaður frá síðustu
dögum seglskútanna og árabát-
anna, færði í letur reynslu sína
í orrustunum við storma og stór-
sjóa. Nú finnst mörgum formann-
inum og sjómanninum sem að öllu
sé borgið ef gangvélar skipanna
eru nógu aflmiklar, en hirða minna
um hitt að afla sér dýrmætrar
reynslu og þekkingar á þeim glímu
brögðum, er bezt dugðu áður í
sókn og vörn gegn ofurefli sævar
og storma. Nú er upp kominn sá
hinn nýi siðurinn, að láta gamminn
geysa og etja blindri vélaorkunni
gegn trylltum og blindum náttúru-
öflunum. Þeim fer líkt og skáldinu
í Valagilsá, er atti vöðvaorku reið-
skjótans gegn sjóðandi straumiðu-
falli árinnar, og kvaðst láta mundu
arka á auðnu um það, hvort betur
hefði í þeim fangbrögðum. En svo
rekur stundum að því, að slíkir
stjórnendur fá þess órækar og
óþægilegar sannanir, að vélaork-
an er takmörkuð, en ómælisafl
náttúruaflanna ekki. Þau láta
aldrei undan síga fyrir aflinu einu,
ef ekki kemur annað til. En það
er annað, sem þau geta ekki veitt
viðnám. Það er hið vitræna aflið,
sem veitt hefur sjómanninum, kyn
slóð fram af kynslóð, þekkingu á
duttlungum þeirra og ótal ráð, til
að sigrast á þeim. Nútíina sjómenn
vora skortir ekki áræðið, né held-
ur snarræði og dirfsku. En þá
skortir þekkinguna á þeirra nyt-
sömu list, er varð forfeðrum
þeirra að beztri lífsvörn. Þá skortir
þekkingu á hinni raunhæfu sjó-
mennsku, er varð horfnum kyn-
slóðum notadrýgri í sjávarbásk-
anum, en vélaorkan er nú. Það er
illa farið, ef þjóðinni glatast öll
hin mikla þekking, er hún hafði
aflað sér í raunhæfri sjómennsku.
Sú þekking var byggð á traustum
grunni reynslunnar í þúsund ár.
Forfeður vorir sigldu fleytum sín-
um gegn um brim og boða án
allrar tækni og vélakúnsta nútím-
ans. Án áttavita sigldu þeir yfir
sollin heimshöfin og stýrðu eftir
sól og stjörnum, vindi og öldu og
fóru sjaldan hafnvillt, og urðu
oftar en hitt vel reiðfæra. Hinn á-
gæti sægarpur Þorsteinn gamli
Gamalíelsson úr Kvöldroðanum á
Grímsstaðaholti stundaði fiski-
róðra á árabáti fjölda ára við
sunnanverða Austfirði, þar sem
4ustf jarðaþokan hremmir ferjuna
jafnskjótt og út kemur á grunn-
miðin og flugastraumur sævarfall-
anna ber bátinn tugi kílómetra á
nokkriun klukkustundum. Aldrei
hafði hann áttavita. Og aldrei
skeikaði honum að ná réttri lend-
ing í tækan tíma. Og aldrei kom
honum óveður á óvart. Hann
stýrði fleytunni sinni gegn um öll
blindskerin og boðana, er þarna
eru á fiskislóðum, öruggur og átta-
vitalaus gegnum sótsvarta þokuna.
Og óhætt er um það, að enginn
mun hermt geta það á Þorstein,
að hann hafi nokkru sinni villzt.
Og hann kunni svo vel til stjórnar,
ef í krappan komst, að slíkt mun
lengi í minnum haft austur þar.
Hann kunni á því full skil, hvernig
hleypa átti undan vindi í stórsjó.
Brotsjóir hvolfdu aldrei bátnum
hans, þótt lítill væri og vélarlaus,
og vel kunni hann að sigla beiti-
vind, og sjaldan þurftu hásetar
hans að standa í ströngum austri.
Hann kunni að stýra af sér á-
gjöf. Svona voru gömlu sjómenn-
irnir margir. Þeir þekktu sjóinn og
kunnu skil á flestu, er þar bar að
höndum og forðuðust hætturnar
með kunnáttu sinni.
Nú veður vélknúið farið eins og
kafbátur gegn um bárurnar og
hirðir lítt um að. „beygja fyrir
báru.“
Ef íslenzkri nútímasjómanna-
stétt tækizt að tileinka sér sjó-
Hu£sað
Vér erum að nálgast síðustu
þáttu ófriðarins. Hernaðarlega er
aðstaðan vissulega ekki lengur
hræðileg, en stjórnmálaútlitið gæti
varla verið verra en það nú er. Því
að nú er ljóst orðið, að hinar sam-
einuðu stríðandi þjóðir, stórar sem
smáar, vantar sameiginlegan
grundvöll, og nær alveg alla ein-
ingu. Frá stríðsbyrjun hafa margir
okkar bent þráfaldlega á þýðingu
þess að ákveða greinilega takmark
friðarins og ófriðarins. Nú er á
því mikil hætta, að vopnaviðskipti
hætti og bandamenn þá óráðnir.
Litil huggun er þá í því, að geta
sagt: „Þetta sögðum við ykkur“.
Dæmi eru næg um vöntun á sam
starfi Bandamanna. Hvað á að
gera við ítalíu? Reglan: „skilyrðis-
laus uppgjöf“, er án meiningar, því
að sagt er að til sé listi yfir skil-
yrði sem tryggi „skilyrðisl. upp-
gjöf“. Bardagar á Italíu eru undan
farar árásir á Balkan, en í þeim
löndum ríkir moldviðrisástand í
stjórnmálum. Nokkrir Bretar hafa
lengi fylgt Mihailovitcch að málum
aðrir þeirra styðja hina svo köll-
uðu „partitiana“. Það er gott og
blessað að tala um „staðreyndir",
en á Balkan eru þær harla erfiðar
viðfangs. Um tíma hrósaði Rússa-
stjórn ,Partitiönum‘ og var á sama
tíma óánægð með Mihailovitch
hershöfðingja og öll hans verk.
Síðar var Rússastjórn hlutlaus.
Sumir halda „Partitiana" raun-
verulega kommúnista, nokkrir
„Partitiana“ hafa mjög lagt á-
herzlu á það að þeir væru ekki
kommúnistar, og að virðingin fyrir
einkaeignarréttinum væri eitt aðal
atriði í stjórnarskrá þeirra. Vissu-
lega virðist Mihailovitch vera fyrir
Serbum, en á móti Króötum eða
stjórnmálaflokki Jugóslava. Hann
virðist leggja áherzlu á það að
mennskuþekkingu forfeðranna og
Þorsteins gamla úr Kvöldroðanum,
og bæta þeim mikilsverðu „reynslu
vísindum“ við tekniska og vélræna
þekkingu nútímans, þá fækkaði
sjóslysum við strendur Islands.
Og þá yrði sú sjómannastétt svo
kröfuhörð um öryggið á sjónum,
og eftirlitið um sjóhæfni veiðiflot-
ans, að öryggistilskipanirnar yrðu
ekki látnar liggja óframkvæmdar
í 6 ár.
Að þessu ber íslenzkri sjómanna-
stétt að keppa. Hún hefir ekki
efni á því, að glata þúsund ára
reynsluvísindum, er þeir hafa
fengið að erfðujjp frá forfeðrunum
Hina íslenzku sjómennsku-tradi-
tion ættu þeir að annast, liafa í
heiðri og viðhalda — og notfæra
sér hana um leið.
upphátt.
bíða og sjá hvað setur. En „Partit-
ianar“ eru sterkastir meðal Króata
þeir virðast stjórna almenningi á
vissum stöðum í landinu, sem
\ vilja ná til fjandmannanna strax
Yfirleitt er fátt meðmæla til
framdráttar Mihailovitch, sem er í
hæsta lagi, hernaðarsinni af gamla
EFTIR
EDWARD HULTON
serbneska skólanum. Stjórn Jugó-
slava í London er gjörsamlega ó-
viðunandi, þrátt fyrir breytingar,
sem nýlega hafa verið gerðar. 1
síðustu stjórninni eru eingöngu ó-
breyttir borgarar, en þeir studdu
stjórn þá,er fór með völdin, er
nazistar settu hana af 27. marz
1941. Það eru engar ýkjur, að hinn
ungi konungur, Pétur, er bezti
stjórnmálamaðurinn, sem Jugó-
slavar eiga í þessu landi, og hann
á enga vini til stuðnings.
Svipuð eru vandræðin í Grikk-
landi. Mikið hefir verið látið af
fregnum um samband milli hern-
aðaryfirvalda okkar og samein-
aðra skæruflokka, í Grikklandi.
Mér er reyndar sagt, að hér sé
einungis um að ræða skæruflokka,
sem einskis séu megnuigr. Þeir, er
njóta stuðn. okkar í Grikklandi, eru
einstöku hópar gamalla hernaðar-
sinna. Fólkið sjálft höfum við
vendilega afskipt. Ástandið í
Grikklandi er enn verra sökum
þess, að mjög mikill hluti Grikkja
er andstæður konunginum. Æði-
margir eru mótfallnir einveldi,
öðrum þykir Georg konungur hafa