Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.04.1944, Page 2

Siglfirðingur - 29.04.1944, Page 2
2 Ónumið gæðaland. Framhald af 1. síðu framan í bæjarstjórnir, sveita- stjórnir og ríkisstjórn, gera sig digra og heimta vinnu á kostnað bæja, sveita og ríkis. Hitt gerir * svo ekkert til, hvað gert er, og jafnvel bezt, að enginn hafi gagn af því, bara -ef tímakaupið fæst greitt. Nei. Meðan ekki búa nema rúm- lega hundrað þúsund hræður í jafnstóru gæðalandi og ónumdu og ísland er, ætti sannarlega að heyr- ast allt aðrar raddir en þær, sem sýknt og heilagt predika atvinnu- leysi. Manni gæti frekar dottið í hug hið gagnstæða, að hér vant- aði menn. En nú eru andstæð- urnar orðnar svo gífurlegar í þessu gæðalandi, að megin þorri þjóðar- innar skiptist í tvær fylkingar. öðru megin eru sveitaframleið- endurnir hrópandi á starfslið, sem á skortir til framleiðslunnar, en hinum megin er stór fylking at- vinnuleysingja, sem hrópa á at- vinnu. Og endirinn verður oftast sá, að bændurnir fá engan liðs- auka, og atvinnuleysingjahóparnir litla og stopula atvinnu. Sjaldan hefir heyrzt að. bólaði nokkurs- staðar á gagnkvæmum skilningi þessara aðilja og að slaka mætti til á báða bóga til sameiginlegra . hagsbóta beggja. Og nú er svo komið málum í einu fámenn- asta en framleiðsluhæfasta landi Norðurheims, að lífsafkoma þjóð- arinnar er aldrei trygg nema á stríðstímum. Það er illt til afspurn ar og kannske eitthvað ýkt, en þó felst í því mikill og beizkur sann- leikur. Það er að minnsta kosti víst, að það er óþarfi fyrir íslenzka alþýðu að ala á sér kommúnistisk og sós- íalistisk sníkjudýr til þess eins að láta þá spýta í sig þeirri lífslygi, að íslendingar hafi ekkert að gera. Það eru ævinlega nægileg störf fyrir hendi í ónumdu kostalandi fyrir alla þá, sem koma auga á þann sannleika, að betra sé að eiga sitt sjálfur og vinna að sínu heldur en að vera heimtufrekur þræll hjá öðrum, og bera varla úr býtum það, er þarf til lífsafkomu. Hitt er náttúrlega vitað mál, að til þess að verða sjálfum sér og sínum nægur á framleiðslusviðinu, þarf í fyrstu nokkurt átak. En þegar einstaklingurinn hefir með eigin dugnaði og framtaki skapað sér og sínum lífsafkomu með fram- leiðslustörfum, þá er brautin rudd og betri ævi blasir við. Það er hryggilegt, að nokkur Islendingur skuli fá sig til að hlýða á einokunar og ríkisrekstrar hjal manna, sem' andlega eru sýktir orðnir af sósíalisma eða kommúnisma, sem allt er nú sama tóbakið, og gerast svo til þess að fylgja þessum fuglum að málum SIGLPIRÐINGUR Allt til vor- hi eingerninga Verzlun Sv. Hjartarsson og heimta að fá að verða ævinlega ánauðugir ríkisþrælar og mans- menn ofbeldisstefnunnar. Hví taka ekki Islendingar hér heima fyrir háttu landflóttamann- anna, er flýðu land sitt til Vestur- heims á öldinni sem leið — þá háttu, að brjóta landið og nema það, rækta það sjálfum sér og sín- um til lífsuppeldis. Það er marg- sannað .mál, að menn er flýðu land héðan til Ameríku og þóttu hér ónytjungar urðu að dugnaðar- mönnum þegar kom í hina nýju heimsálfu, þar sem gilti í raun og veru eitt boðorð og einungis eitt: að duga eða drepast. íslendingar þurftu að flýja land Sitt og setjast að hinum megin á hnettinum til að læra þetta ein- falda boðorð. Mundi eigi landið okkar líta út nokkuð með öðrum hætti ef þriðjungur þjóðarinnar hefði eigi orðið að flýja land sitt til þess að tileinka sér þessi ein- földu lífssannindi. Og þeir tveir þriðju hlutar, er heima sátu og hvergi fóru eru eigi búnir að læra þessi sannindi enn- þá til nokkurrar hlítar. Nú er kenningin þessi: Til þess að kom- ast að sæmilegum lífskjörum er eitt íáð — einungis eitt: Það er að gera kröfur til annarra* til fram- leiðendanna fyrst og fremst og síðan ef allt annað bregzt, þá til ríkis og sveitafélaga og bæjanna. En landið bíður óunnið þrungið auðæfum til sjós og lands. Það eru ekki nema örfáir menn, sem virðast trúa því, að ,,þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota hann.“ Það ætti að verða kappsmál sem flestum af hinni yngri kynslóðinni, þeim, sem erfa eiga þetta gæða- land, að sýna nú, þegar landið fær fullt frelsi og verður sjálf- stætt lýðveldi, að snúa sér að því fyrst og fremst að nema landið og njóta gæða þess. Verði það ekki gert, þá er hætt við, að ,,lýðveldið“ kafni undir nafni og verði litlu betur farið en áður var. Það er náttúrlega illt og bölvað að láta. aðra kúga sig, en þó er sá kostur- inn enn verri og hörmulegri að kúga sig sjálfan svo að liggi við landauðn. En svo mun fara ef ungir íslandingar koma ekki auga á þann einfalda sannleika, að til þess að landið gefi eitthvað í aðra hönd, þá þarf fyrst að nema það og rækta, bæði til sjós og lands. BOKAMENN! Tilboð óskast í 8 síðustu árgangana af Fálkanum 6 árg. innb. Notið þetta einstaka tækifæri. Upp- lýsingar gefur Þ. RAGNAR JÓNASSON Hlíðarveg 27. Fyrir herra: Rakvélar Rakvélablöð Rakkóstar Raksápur Rakoreme Talcum Níveacreme Champoo Brillantine Brylcreme Tannburstar Tanncreme Hárklippur Hárburstar Greiður i ■ 'i/.. Speglar VERZLUNIN SVEINN HJARTARSON SIGLFIRÐINGAR! Þeir, sem vilja gerast áskrifendur að blaðinu „íslendingur“, geri svo vel að tilkynna það hjá afgreiðslumanni Siglfirð- ings. BLAÐIÐ „ÍSLENDINGURU Akureyri. FRA AMERÍKU : Kvenpeysur Pils Blússur Silkisokkar svartir Verzlunin Halldór Jónasson Fiskbollur Fiskbúðingur Gaffalbitar Kalasíld Viðeysíld Reykt-síld Millisíld Kavíar VERZLUNIN SVEINN HJARTARSON

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.