Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.04.1944, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 29.04.1944, Blaðsíða 3
Skyggiiz MINNINGAR Niðurl. Séra Bjarni Þorsteinsson. Starfsemi séra Bjarna var á öðr- um sviðum en starfsemi Hafliða. Það mætti með nokkrum sanni segja, að séra Bjarni hafi verið byggingarmeistarinn og komið húsinu upp, en Hafliði hafi haldið þar aga og séð um að allt væri í röð og reglu. I fimmtán ár mátti kalla að séra Bjarni væri ókrýndur kon- ungur í þessum bæ, og einvaldur forráðamaður um flesta hluti. Okkur, sem honum voru samtíða hér á þroskaárum hans, er það vel ljóst, að hann hélt fast á sín- um málum og skoðunum, og ýms- um þótti hann ganga of mjög sínar eigin brautir. En ævinlega bar hann fyrst og fremst hag og heið- ur Siglufjarðar fyrir brjósti. Og enginn mun hafa glaðst innilegar en hann yfir hverju spori er Siglu- fjörður steig fram á við til meiri og betri þroska. Undir hans handleiðslu óx Siglu- firði ásmegin hröðum skrefum, óx úr lítilli, umkomulausri og óþekktri veiðistöð í mesta athafnabæ lands- ins, með langstærstu útflutnings- höfn íslands utan höfuðstaðarins. Og út um heiminn varð Sigluf jörð- ur langþekktasti staður á þessu landi, sakir síldarstarfseminnar og fjörugs athafnalífs á heimsmæli- kvarða. Undir forystu þessa manns tókst að lyfta mörgu því Grettistakinu, er án hans hefði óhreyft legið. En það væri synd að segja, að öll þessi barátta fram á við til nýrrar tækni og nýrra umbóta gengi þegjandi og hljóðalaust né án megnrar mótspyrnu af hálfu margskonar keppinauta. Allir virt- ust líta Siglufjörð öfundarauga sakir þeirrar risaþróunar atvinnu- lífsins er hér átti sér stað. Og það var satt. Þróun þessi var svo hröð og stórstíg, að hún fór langt fram úr öllu, er hér á landi þekkt- ist í atvinnumálum. Fyrsta stóra átakið var það, að ná hingað rit- og talsímasambandi. Það virtist lengi með öllu ófáan- legt. Ólafsfjörður fékk símasam- band umtölulaust, en hvað Siglu- fjörð snerti var því við borið, að þangað bæri alls ekki að leggja síma, því að það yrði einungis til hagsbóta fyrir útlendingana, og það væri hreint ekki tilgangurinn, að landssjóður væri að moka út fé til slíkra hluta. Slíkt væri að vinna beint á móti hagsmunum lands og þjóðar. SIGLFIRÐINGUR t um aí sjónarhóli. FRÁ FYRSTU DÖGUM SÍLDARINNAR í þessu þófi gekk á þriðja ár. Urðu þá Siglfirðingar, og aðrir þeir, er hér dvöldu, og viðskipti þurftu að eiga við umheiminn, að senda nokkurskonar símskeyta- póst tvisvar í viku yfir fjöllin til Ólafsfjarðar til að sækja og fara með símskeyti. Þessum „póstsam- göngum“ var bráðnauðsynlegt að halda uppi yfir síldarmánuðina þrjá, júlí, ágúst og september. En loksins létu stjórnarvöldin undan síga og Siglufjörður komst í símasamband við aðra landshluta Síðasti sunnudagur í ágúst 1912 var merkisdagur í sögu þessa bæj- ar. Snemma morguns þennan EFTI R O. T Y N E S sunnudag gat að líta mikinn flokk göngubúinna manna niður við Gránu. Þar voru um eitt hundrað norskir sjálfboðaliðar komnir, sem buðust til að bera í áfangastaði jarðstreng þann, er Landssíminn hugðist að leggja yfir Sigluf jarðar skarð. Og þeir lögðu af stað með jarðstrenginn og komu honum á sinn stað með mikilli prýði. Allt gekk vel, og loksins fékk Siglu- fjörður hið langþráða símasam- band. Næsta framfaraátakið var vatnsleiðslan. Hvert einasta hús fékk leitt vatn inn í hverja íbúð, niður á hverja bryggju og söltun- arpall. Það voru mikil og góð við- brigði fyrir fólkið, því að hér var oft erfitt um vatnssókn. Þá kom skipulagning bæjarins og var þar svo röggsamlegt átak, að þótt ekki væir annað, væri það ærið til að halda á lofti minningu séra Bjarna. En hann kom víðar við. Næst kom bygging nýs barnaskólahúss, sem í þá tíð þótti ein hin myndarlegasta skólahúsbygging á landinu, enda þótt nú sé hún löngu orðin of lítil og ónóg og nú orðið á mjög óheppi- legum stað. En í þá daga varð eigi fyrir séð neitt af því er þessu veld- ur. Næst kom raflýsingin, og var það mikið átak og raunar óvenju- legt á þeim tímum. En Sigluf jörður á þó heiðurinn af því, að hafa orð- ið einn af þremur fyrstu stöðum þessa lands til að láta vatnsorkuna gefa sér ljós og yl fyrir heimilin. Þar næst kom fimleikahúsið, sem fram á síðustu ár hefur verið með stærstu og fullkomnustu fimleika- húsum á landinu. Og loks kom það, er mestu varðaði fyrir bæinn og harðasta baráttuna kostaði. Það var skilnaður Siglufjarðar frá Eyjaf jayðarsýslu, og löglegur rétt- ur til að fara sjálfur með öll sín mál. Þetta var síðasta stórvirkið, sem séra Bjarni hratt í framkvæmd fyrir Siglufjörð. Og það var stór- virki. Því að móti málinu lögðust 10—12 áhrifamestu menn Eyja- fjarðarsýslu, með tvo Alþingis- menn óg sýslumanninn í broddi fylkingar. En séra Bjarna tókst þó um það er lauk að fá Stefán alþm. frá Fagraskógi til liðs við málstað Sigluf jarðar. Og 1918 lauk þessari baráttu með sigri séra Bjarna og Siglufjarðar. Bærinn okkar fékk sjálfstæði sitt sama ár og ísland varð sjálfstætt ríki. Og tvímælalítið mun 20. maí 1918 hafa verið einn af mestu sigur- og gleði- dögum í ævi hins duglegasta for- ystumanns, er Siglufjörður hefur nokkurn tíma átt. —oOo—■ ■ Það er þetta tímabil, sem nú hefur lauslega verið frá sagt í þessum minningum, sem gamlir Siglfirðingar telja gæfu- og geng- isdaga Siglufjarðar — sköpunar- tímabil þessa bæjar. Á þeim dögum var lagður sá framtíðargrundvöll- ur, er síðan hefur verið byggt á og reynzt hefur að þessu hinn traustasti. Enda mun svo verða alla tíð, meðan unnið er í þeim anda, sem þá var gert. Og sú kyn- slóð, er nú tekur völdin, verður að gæta þess, að sá grundvöllur rask- ist ekki, því annars er viðbúið, að bæjarfélagsbyggingunni verði hætt og hún riði til hruns. Það hefur verið sagt um Siglu- fjörð, að á þessum árum hafi hann siglt sólarleiði, með örugga kjöl- festu. Sólarleiði er það kallað, er áttin fylgir sólu á daggöngu sólar og vindurinn blæs hverja stundm dagsins úr sólarátt, fylgir henni á leið hennar frá austri til vesturs. Að minnsta kosti gefur það leiði öllum óskabyr einhvern tíma dags- ins. Og vitað er það, eigi sízt nú á þessum sjóslysa-tímum, að þeirri skipshöfn e'r hætt, er sigla vill skipi sínu háan vind kjolfestulaust. Og þeim sem kjölfestuna færa úr kjalsoginu upp á þilfarið er hætt við veltu, sem riðið getur skipi og allri áhöfn að fullu. Skip sem þann ig er ráðlauslega stjórnað ná sjaldnar en hitt heil í höfn. Þeim skolar að vísu oft að landi, en þá veit oftast kjölurinn upp, og þau hafa þá tíðast hvolft úr sér fólki og farangri. Við minntumst þess áður, að '......3 Siglfirðingur Blað Sjálfstæðismanna í Siglufirði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: # SIGURÐUR BJÖRGÓLFSSON Afgreiðslu og innheimtu annast: Ragnar Jónasson, Hlíðarveg 27 Siglufjarðarprentsmiðja Hafliða hefir verið reistur óbrot- gjarn minnisvarði. En ekki voru það Siglfirðingar, er það gerðu, enda þótt þeim hefði verið það skyldast. Ennþá er enginn bauta- steinn reistur til þess að halda á lofti minningu þess mannsins, er margur hefur sagt um með sanni, að í raun og veru hafi skapað Siglu f jörð, eins og hann nú er, og lagt flesta steinana í þann grunninn, er byggt verður á í framtíðinni. Vitaskuld geta menn afsakað sig með þeim sannleika, að séra Bjarna muni aldrei hafa dreymt um slíka viðurkenningu af hálfu Siglufjarðar. Og sama má víst ó- hætt segja um Hafliða. Það mætti segja mér, að ef Hafliði mætti líta upp úr gröf sinni og sjá minnis- varðann, sem honum var settur í virðingar- og heiðursskyni, að þá yrði honum að orði eitthvað á þessa leið: „Var það ekki stórart- að hvað Norðmennirnir gátu enzt til þess að drekka og slást!“ Það er furðulegt, hve flótir menn eru að gleyma, og það oft sínum mestu og beztu mönnum. Séra Bjarni lézt 2. ágúst 1938. Ekki er nú lengra síðan. En nú heyrist því nær aldrei á hann minnzt. Það er ekki langt síðan að Siglufjarðarbær hélt hátíðlegt 100 ára afmæli sitt sem verzlunar- staðar og 25 ára sjálfstjórnaraf- mæli sitt. Við þessi hátíðahöld var hvorki getið Hafliða hrepp- stjóra né séra Bjarna, og skyldu menn þó ætlu, að störf þeirra beggja í þágu bæjarins hefðu enn átt að vera mönnum í fersku minni, ekki sízt störf séra Bjarna, mannsins, sem skiplagði bæinn, á- kvað reglubundna afstöðu hverrar götu og hvers einasta húss. Ekki komumst við þó hjá þeirri staðreynd, að það voru þeir Haf- liði og séra Bjarni, er kjölinn lögðu að því skipinu, sem við öll, er þennan bæ byggjum, erum skrá- sett á, og lögðu hornsteinana að þeirri samfélagsbyggingu, er við búum í. Til er spakmæli er þannig hljóð- ar: Spámaðurinn deyr, en spá- dómar hans lifa. Raunar var séra Bjarni sjálfur búinn að reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða með gullfögrum tón-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.